Skessuhorn


Skessuhorn - 21.06.2017, Qupperneq 25

Skessuhorn - 21.06.2017, Qupperneq 25
MIÐVIKUDAGUR 21. JúNí 2017 25 Skráning til þátttöku í Best skreytta húsið þarf að berast á irskirdagar@akranes.is fyrir lok fimmtudagsins 29. júní Langar þig til Írlands í sumar? Flug fyrir tvo til Írlands í verðlaun SK ES SU H O R N 2 01 7 Sjóvá Kvennahlaup íSí var meðal annars hlaupið í Ólafsvík. Þegar í mark var komið fengu allar konur verðlaunapening, ásamt Kristal og vörum frá Nieva og börnin fengu sápukúlur og fleira. Sá siður hefur skapast að elsta konan sem tekur þátt hverju sinni fær verðlaun og þetta ár var engin undanteknin á því og fékk Ragnheiður Víglunds- dóttir þau að þessu sinni. Einnig var happdrætti í lok hlaupsins sem vakti mikla lukku. 34 konur tóku þátt í hlaupinu og létu veðrið ekki á sig fá, en það var ekki alveg upp á það besta. þa Aldursforsetinn fékk sérstök verðlaun eftir kvennahlaupið Sjóvá Kvennahlaup íSí fór fram á sunnudaginn, 18. júní. Hlaupið var á fjölmörgum stöðum hérlend- is sem og erlendis, þar af á níu stöð- um á Vesturland; Akranesi, Borgar- nesi, Hvanneyri, Reykholti, Grund- arfirði, Ólafsvík, Lýsuhóli, Búðardal og Reykhólum. Markmið Kvenna- hlaupsins hefur frá upphafi ver- ið að vekja áhuga kvenna á reglu- legri hreyfingu. Það sem er ekki síst ánægjulegt við Kvennahlaupið er góð og almenn þátttaka og þar koma saman konur á öllum aldri. Mjög al- gengt er að margir ættliðir, vinkonur eða systur eða vinnufélagar fari sam- an í hlaupið og geri sér jafnvel glað- an dag í tilefni dagsins. Sú var raunin á sunnudaginn. Meðfylgjandi mynd- ir voru teknar fyrir upphitun hlaups- ins á Akranesi, við rásmark og eftir hlaup. Hátt í 200 tóku þar þátt. mm/ Ljósm. sas Kvennahlaup ÍSÍ var hlaupið á sunnudaginn

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.