Skessuhorn - 26.07.2017, Side 6
MIÐVIKUDAGUR 26. JúLÍ 20176
Rusl verður list
BORGARNES: Aðstanend-
ur listahátíðarinnar Plan B hafa
náð samkomulagi við Borgar-
byggð og Íslenska Gámafélag-
ið um nýtingu á efni sem berst
á gámastöðina við Sólbakka í
Borgarnesi. Frá þessu er greint
á heimasíðu Borgarbyggðar.
Listamenn hátíðarinnar hafa því
leyfi til að nýta efni sem berst á
stöðina við listsköpun og þannig
glæða gamla hluti nýju lífi. Má
því búast við því að rusl, drasl
og sorp það sem fleygt verður
á stöðina við Sólbakka frá 24.
júlí til 11. ágúst muni birtast
sem hluti af listaverki eða lista-
verkum hátíðarinnar. Listahá-
tíðin Plan B var haldin fyrsta
sinni í Borgarnesi á síðasta ári.
Í ár verður hún haldin dagana
11.-13. ágúst næstkomandi, að
því er fram kemur á heimasíðu
hátíðarinnar. -kgk
Aldrei of seint að
hreyfa sig!
LANDIÐ: Félag áhugafólks
um íþróttir aldraðra – FÁÍA
– hefur unnið að íþróttum og
leikjum fyrir eldri borgara í ára-
tugi. Haldin hafa verið fjölmörg
námskeið fyrir leiðbeinendur í
Reykjavík og á Laugarvatni og
kynningar hafa verið á léttum
æfingum og leikjum á 50 stöð-
um á landinu. Nú stendur til að
halda leiðbeinendanámskeið 14.
ágúst nk. Að þessu sinni verður
haldið námskeið fyrir leiðbein-
endur eldri borgara og áhuga-
fólk um hreyfingu í Iðu, íþrótta-
húsi Fjölbrautaskóla Suður-
lands og Sundhöllinni á Selfossi
14. ágúst nk. frá kl. 10.00. til
16.00. Á dagskrá verða leikfimi
og dans fyrir sitjandi og stand-
andi, skyndihjálp, ringó, boccía,
sund og sundleikfimi. Skrán-
ing og upplýsingar eru hjá neð-
antöldum stjórnarmönnum og
skal lokið fyrir 4. ágúst: Þórey
S. Guðmundsdóttir thoreysg@
hi.is / 694-4216 og Kolfinna
Sigurvinsdóttir kolfinnasig@
gmail.com / 893-8949.
Fréttatilk. frá stjórn FÁÍA
Annað apótek
ekki á döfinni
AKRANES: Sá almannaróm-
ur hefur gengið manna á milli
á Akranesi að fyrirtækið Lyf
og heilsa hafi í hyggju að opna
að nýju lyfjaverslun í verslun-
arkjarnanum við Dalbraut 1.
Sú fiskisaga komst á kreik eftir
að boðað var að snyrtistofunni
Dekur yrði lokað, en áfram-
leigusamningi Lyfja og heilsu
við fyrirtækið hafði þá verið sagt
upp. Lyf og heilsa gerði á sínum
tíma langtímaleigusamning um
húsnæðið við Dalbraut. Fyrir-
tækið opnaði þar lyfjaverslun
undir merjum Apótekarans árið
2009 en þeirri verslun var lokað
árið 2012. Síðan þá hefur Lyf og
heilsa áframleigt húsnæðið til
ýmissa fyrirtækja sem þar hafa
haft starfsemi sína, nú síðast
Dekur. Enn eru nokkur ár eftir
af leigusamningi Lyfja og heilsu
vegna húsnæðisins. Kjartan Örn
Þórðarson, framkvæmdastjóri
Lyfja og heilsu, segir fyrirtækið
hins vegar ekki hafa uppi nein
áform um að opna lyfjaverslun
á Akranesi á nýjan leik. Ekkert
slíkt hafi verið ákveðið og verði
því að minnsta kosti ekkert á
næstunni.
-kgk
Viðbúnaður
vegna reyks úr bíl
HVALFJ: Hvalfjarðargöng
voru lokuð um tíma síðdegis
á miðvikudaginn í liðinni viku
eftir að rjúka tók úr bíl sem
ekið var upp göngin að sunn-
anverðu. Talsverður viðbúnað-
ur var eins og ætíð þegar eld-
ur er talinn laus í jarðgöngum.
Slökkvilið var sent á vettvang
frá Akranesi, af Kjalarnesi, Mos-
fellsbæ og Tunguhálsi í Reykja-
vík, ásamt sjúkrabílum og lög-
reglu. Greiðlega gekk að rýma
göngin, ráða niðurlögum elds
og draga hinn skemmda bíl út.
Enginn slasaðist og var hægt að
hleypa umferð á að nýju rúmri
klukkustund eftir lokun.
-mm
Verkfræðistofan EFLA hefur lok-
ið úttekt á húsnæði Grunnskólans
í Borgarnesi. Markmið skoðunar-
innar var að meta umfang raka-
vandamála og mögulega greina
aðra þætti sem haft geta áhrif á
loftgæði og innivist í skólanum.
Einnig var ástand ytra hjúps húss-
ins metið og tillögur gerðar að úr-
bótum. Eins og fram kom í frétt-
um fyrr í sumar greindist mygla í
húsnæði skólans og var þá þegar
ákveðið að ráðast í ítarlega skoð-
un á húsinu og bregðast við þeim
vanda sem til staðar er. „Húsnæð-
ið var nú skoðað ítarlega að inn-
anverðu, farið var yfir rýmin með
snertirakamælum til að kanna
möguleika á raka í byggingarefn-
um og raki þannig kortlagður um
rýmin. Tekin voru samtals 23 sýni
úr byggingarefnum á rakasvæðum
til að ganga úr skugga um hvort
örveruvöxtur fyrirfyndist. Að ut-
anverðu var ástand á veggjum,
gluggum, hurðum og þaki metið.
Við rakamælingar, sjónræna skoð-
un og sýnatöku kom í ljós að raka-
vandamál eru til staðar víðs veg-
ar um húsið. Niðurstöður sýna-
töku staðfestu að örveruvöxtur er
kominn í byggingarefni sumsstað-
ar innandyra á rakasvæðum,“ seg-
ir Gunnlaugur A Júlíusson sveitar-
stjóri.
Ástand hússins er misjafnt eft-
ir aldri byggingahluta. „Ástandið
er verst í elsta hlutanum en best í
þeim yngsta. útveggir í tveimur
elstu hlutunum eru orðnir lélegir,
búið er að klæða þá að hluta með
múrkerfi. Fyrirhuguð viðbygg-
ing við norðurhlið skólans mun
leysa lekavandamál á aðliggjandi
eldri útveggjum, en eftir stendur
suðurhliðin sem þyrfti að lagfæra
helst með loftræstri klæðningu yfir
vatnsvarða veggi. Búið er að end-
urnýja stóran hluta af gluggum og
til stendur að klára útskipti glugga
í elstu húshlutum í sumar, en leki
með gluggum er stærsta örsök raka
innanhúss,“ segir hann.
Þak skólans er á mörgum stöll-
um sem eykur hættu á þakleka.
Skoðun leiddi í ljós að rakavanda-
mál eru til staðar, sérstaklega í eldri
húshlutum. „Komið er að heildar
endurnýjun á elsta hlutanum bæði
á klæðningum og sperrum. Búið er
að skipta um bárujárn á næstelsta
hlutanum en timburklæðning va r
ekki endurnýjuð, að öllum líkind-
um hefði það verið skynsamlegt. Á
þriðja áfanganum er trapisuklæðn-
ing sem er farin að láta á sjá og
væri ráðlegt að skipta henni út fyrir
bárustál. Við endurnýjun á þaki er
mælt með að allt bárustál sé fest á
lektað þak,“ segir Gunnlaugur.
Falla að framkvæmdum
við viðbyggingu
„Til að tryggja góð loftgæði og
bæta innivist í húsnæðinu er mikil-
vægt að stöðva rakaupptök og fjar-
lægja allt rakaskemmt byggingar-
efni. Mikilvægt er að fylgja ströng-
um verkferlum varðandi hreinsun
á raka- og myglusvæðum. Lagfæra
og þétta þarf leka byggingarhluta
og eftir fremsta megni mynda yf-
irþrýsting í íverurýmum með loft-
ræsingu. Samhliða framkvæmdum
gæti þurft að opna byggingarhluti
og framkvæma nánari sýnatöku
til að meta heildar umfang raka-
skemmda.
Bráðabirgðaskýrsla var birt í vor
og hefur þegar verið brugðist við
þeim niðurstöðum sem þar voru
settar fram. „Smíði glugga í suður-
hlið skólans er hafin og verður skipt
um þá í ágústmánuði. Umhverfis-
og skipulagssvið mun vinna við-
bragðs- og framkvæmdaætlun
vegna niðurstaðna skýrslunnar til
skemmri og lengri tíma. Kostnað-
armeta verður nauðsynlegar að-
gerðir og setja þær í tímaröð,“ seg-
ir Gunnlaugur. „Mikið af nauðsyn-
legum viðbrögðum við þeirri stöðu
sem kemur fram í skýrslunni fellur
vel að framkvæmdum við fyrirhug-
aða viðbyggingu en undirbúningur
að henni er á lokastigi.“
kgk
Úttekt lokið á húsnæði
Grunnskólans í Borgarnesi