Skessuhorn


Skessuhorn - 26.07.2017, Page 14

Skessuhorn - 26.07.2017, Page 14
MIÐVIKUDAGUR 26. JúLÍ 201714 Bæjarhátíðin „Á góðri stund“ verð- ur haldin í Grundarfirði um helgina eins og síðustu ár. Þetta er nítjánda árið í röð sem að hátíðin er hald- in og verður hún með svipuðu sniði og áður. Aldís Ásgeirsdóttir er framkvæmdarstjóri hátíðarinnar annað árið í röð en hátíðin heppn- aðist einstaklega vel á síðasta ári. „Þetta veltur svolítið á veðrinu en við vorum afskaplega hepp- in með það í fyrra,“ segir Aldís í stuttu spjalli við fréttaritara. „Spáin er góð núna og vonandi stenst hún en þetta lítur mjög vel út,“ bætir hún við. Sú breyting er á hátíðar- svæðinu nú að stóru böllin verða í húsnæði Saltkaupa en ekki í stóra tjaldinu eins og síðustu ár. „Þeir hjá Saltkaup voru svo góðir að styrkja hátíðina með því að lána okkur húsið sem er tilvalið í þetta,“ seg- ir Aldís. „Þetta væri ekki hægt ef ekki væri fyrir styrki frá öllum þeim góðu fyrirtækjum sem leggja okkur lið,“ bætir hún við. Mikið verður um að vera um helgina og í vikunni fram að há- tíðinni. Búið er að kveikja á út- varpi Grundarfirði en það næst á FM tíðni 103,5 í nágrenni Grund- arfjarðar. Svo eru ýmsir viðburð- ir í vikunni eins og hverfakeppni í Kubb, pílukasti og körfubolta svo eitthvað sé nefnt. „Bæjarbúar munu svo skreyta á miðvikudaginn [í dag] og svo er hið árlega grill í boði Samkaupa á fimmtudaginn áður en þjófstartið hefst um kvöldið,“ segir Aldís en Matti Matt og Jogvan Han- sen munu skemmta á fimmtudags- kvöldinu. Síðan skein sól mun síðan halda stórdansleik á föstudagskvöld og Stuðlabandið á laugardagskvöld. „Það munu allir finna eitthvað við sitt hæfi alla helgina hvort sem það er froðugaman eða brekkusöngur með Ingó,“ segir Aldís að lokum en alla dagskrána má sjá á heima- síðunni agodristund.com og á fés- bókarsíðu hátíðarinnar. tfk Eins og allir vita eru Stranda- menn náttúrubörn sem í gegnum ár og aldir hafa glímt við náttúru- öflin og lært að lifa með þeim. Þeir heyra grasið gróa og snjóinn falla og vita hvað það þýðir þegar hrafn- inn klöktir til beggja átta á bæjar- hlaðinu. Nú stendur til að halda afar óvenjulega útihátíð á Strönd- um helgina 28.-30. júlí, svokallaða Náttúrubarnahátíð. Þar fá gestir á öllum aldri, bæði börn og fullorðn- ir, tækifæri til að finna og rækta sitt innra náttúrubarn. Náttúrubarnaskólinn stend- ur fyrir hátíðinni og þjóðfræð- ingurinn Dagrún Ósk Jónsdóttir hefur starfsheitið yfirnáttúrubarn. Þessi menningarstofnun hefur ver- ið starfrækt síðan sumarið 2015 og heldur námskeið og skemmtanir og stendur fyrir allskonar útivist. Náttúrubarnaskólinn er starfrækt- ur innan vébanda Sauðfjárseturs á Ströndum, í félagsheimilinu Sæv- angi sunnan við Hólmavík, og þar verður hátíðin haldin. „Markmið hátíðarinnar eru fyrst og fremst að hafa gaman og flétta saman fróðleik og fjöri. Ætlunin er að sýna fram á hvað allir skapaðir hlutir í okkar nánasta umhverfi eru í raun og veru merkilegir. Hvernig vernda má náttúruna og sýna henni virðingu, en jafnframt nýta nátt- úrugæði á sjálfbæran, skapandi og skemmtilegan hátt,“ segir Dagrún Ósk. Hátíðin hefst á föstudegi á gönguferð og síðan veðurgaldri við veðurupplifunarstöð sem á að tryggja gott veður alla helgina á Ströndum. „Veðurgaldurinn hefur margsannað ágæti sitt í Náttúru- barnaskólanum, en ef hann bregst algjörlega verður alltaf hægt að flýja inn í Sævang með flesta dag- skrárliði, nema kannski með úti- eldun og fjallgöngur. Annars er bara að muna eftir lopapeysunni og öðrum viðeigandi útbúnaði,“ segir Dagrún. Eftir það mun hljómsveitin Ylja halda tónleika og svo verður vöfflu- hlaðborð og Náttúrubarnakviss, skemmtilegur spurningaleikur fyrir alla fjölskylduna. Um helgina verð- ur svo m.a. hægt að taka þátt í nátt- úrujóga, fjallgöngu og sjósundi. Þá verða skemmtilegar smiðjur fyrir börn um útieldun og tónlist í nátt- úrunni, einnig verður hægt að læra jurtalitun, að vinna úr ull og reka- viði, ásamt fróðleik um hvað við getum lagt af mörkum til að vernda náttúruna. Svavar Knútur verður svo með tónleika á laugardeginum, mynd- listarsýningin Hlýnun eftir Ynju art verður á svæðinu, Ingó Geir- dal sýnir töfrabrögð, sagðar verða drauga- og tröllasögur í gömlu sagnahúsi, sirkusfólk úr Melodic Objeccts sýnir listir sínar, hægt verður að fara á hestbak, heimsækja plastdýragarð og margt fleira. Að- gangseyrir að hátíðinni í heild er 3000 kr. en einnig er hægt að kaupa sig inn á staka daga fyrir 1500 kr. mm Byggðarhátíðin Reykhóladagar hefst á morgun, fimmtudaginn 27. júlí og stendur fram á sunnudag, 30. júlí. Bryndís Soffía Jónsdóttir, starfandi tómstundafulltrúi Reyk- hólahrepps, segir undirbúning há- tíðarinnar hafa gengið vel fyrir sig. „Það hefur gengið mjög smurt að undirbúa Reykhóladagana og raða saman dagskránni. Það er mik- ill samhugur í fólki og allir sem að þessu koma tilbúnir að leggja hönd á plóg við undirbúning hátíðarinn- ar. Verkin dreifast því vel á alla og allir tilbúnir að leggjast á eitt við að láta þetta ganga,“ segir hún. „Nú krossleggjum við bara fingur og vonum að við fáum gott veður.“ Nýtt í bland við fasta liði Bryndís segir dagskrána í ár vera með svipuðu sniði og verið hef- ur, en þó sé að finna nokkrar nýj- ungar inn á milli. Nýbreytni er til dæmis frisbígolfmót í Hvanngarða- brekku á Reykhólum á föstudeg- inum, en völlurinn þar var tekinn í notkun fyrr í sumar. „Hrefna og Bergþór eru vön í frisbígolfinu og ætla meira að segja að vera með stutt námskeið fyrir mótið. Þar verður farið yfir undirstöðuatriði frisbígolfsins áður en keppni hefst. Þau halda síðan utan um mótið og verða keppendum innan handar,“ segir Bryndís. „Síðan verður sund- laugarpartí fyrir unglinga í Grettis- laug á föstudagskvöldið, það hefur ekki verið áður. Hljóðkerfi verður sett upp á bökkum sundlaugarinnar og haldið gott partí,“ bætir hún við. „Við reyndum að hafa dagskrána með fjölbreyttasta, þannig að allir gætu fundið eitthvað við sitt hæfi á hverjum degi hátíðarinnar,“ seg- ir Bryndís. Fastir liðir eins og dráttarvélast- uðið, þarabolti, karnival og grill- veisla í Hvanngarðabrekku verða síðan að sjálfsögðu á sínum stað. „Veislustjóri í grillveislunni verður Ingimar Ingimarsson, nýr organisti í sókninni. Ég held að það hafi lið- ið tveir dagar frá því hann flutti á Reykhóla og þangað til ég hringdi í hann og spurði hvort hann vildi ekki taka þetta að sér. Hann tók vel í það og sló til og ég er ekki í vafa um að hann eigi eftir að standa sig með prýði, enda skemmtilegur maður,“ segir hún. „Ég hvet því alla til að mæta á Reykhóladaga, heima- menn, brottflutta og aðra gesti,“ segir Bryndís að endingu. kgk Reykholtshátíð verður haldin í tutt- ugasta og annað sinn helgina 28. til 30 júlí næstkomandi. „Dagskráin er sérlega glæsileg, fernir tónleikar sem bjóða upp á fjölbreytta flóru tónverka, flutt af mörgum af þekkt- ustu tónlistarmönnum okkar og sérlegum gestum, strengjakvartett- inum Meta4. Efnisskráin spann- ar aldir – allt frá Bach (1685-1750) til hins finnska Juha Koskinen (1972).“ Ítarlega efnisskrá má finna á viðburðasíðum tónleikanna ásamt tenglum sem vísa beint á miðasölu. Miðasala fer fram á midi.is (https://midi.is/tonleikar/1/10119/ Reykholtshatid_2017) og er hægt að kaupa miða á staka tónleika eða hátíðarpassa sem gildir á alla tón- leika hátiðarinnar. Einnig verður miðasala við innganginn. -fréttatilkynning Náttúrubarnahátíð framundan á Ströndum Tónlistarhátíðin Reykholtshátíð framundan Frá hátíðinni í fyrra. Á góðri stund verður um næstu helgi Aldís Ásgeirsdóttir er framkvæmdarstjóri hátíðarinnar. Unnsteinsson Quartet hélt frábæra djasstónleika á Kaffi Emil mánudagskvöldið 24. júlí. Reykhóladagar eru framundan

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.