Skessuhorn - 26.07.2017, Qupperneq 24
MIÐVIKUDAGUR 26. JúLÍ 201724
Vörur og þjónusta
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Drei bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.is
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
Leiguakstur á Akranesi sem og á öllu Vesturlandi
Ari Grétar Björnsson
Sími: 864-2100
Email : taxar@simnet.is
Daglegar ferðir milli Reykjavíkur og Borgarness
Tvær ferðir í viku í sveitir Borgarfjarðar
Skrifstofan er opin mánudaga – föstudaga
kl. 9.00 – 12.00 og 13.00 – 15.30
Sími 437-2030 - v.v@simnet.is
DAGLEGAR FERÐIR BORGARNES - REYKJAVÍK
www.skessuhorn.is
Þjónustuauglýsingar
Skessuhorns
Auglýsingasími:
433 5500
TEK AÐ MÉR GARÐAÚÐUN ALLA DAGA VIKUNNAR
GARÐAÚÐUN REYNIS SIG
SÍMI: 899-0304
Pennagrein
LAUSNIN HÖFÐASELI
Opnunartími er frá kl. 8:00-16:00
alla virka daga
Góðir lesendur! Það dylst engum
sem hefur kynnt sér og prófað á eig-
in skinni, að byggðastefna á Íslandi er
í molum. Það stendur ekki steinn yfir
steini og handahófskennd vinnubrögð
leiða til stórkostlegra breytinga á
byggð og skerðingar á mannlífi út um
landið. Fjölskyldur leita í ríkari mæli
á mölina enda ekki skrítið miðað við
þá mismunun sem viðgengst í þessu
ríkasta landi heims. Hvað veldur og
hvað er til ráða? Í stuttu máli er stað-
an þannig að íbúar á köldum svæðum
greiða himinhátt verð til að kynda hús
sín, margir hafa ekki aðgang að við-
unandi ljósleiðaratengingum og njóta
ekki vegasambands eða snjómoksturs
svo mannsæmandi sé. Einnig stend-
ur einfasa rafmagn mörgum fyrir þrif-
um. Póstdreifing til sveita og þorpa er
þverrandi. Kvótakerfi í sjávarútvegi
er meingallað og skilur eftir byggðir
í sárum, alger andhverfa þess sem til
var ætlast að það myndi tryggja byggð
í landinu. Þar verður að gera róttæk-
ar breytingar ef ekki á að fara illa. Svo
ekki sé minnst á brottkastið gegnum
árin. Smáplástrar Byggðastofnunar,
byggðakvóti og verkefnið brothættar
byggðir eru góðra gjalda verðar, en
duga engan veginnn því ekki er ráð-
ist gegn rótum vandans. Það verður að
jafna kjörin í landinu og leyfa fólki að
bjarga sér.
Þetta tel ég vænlegt til árangurs:
Ívilnanir í gegnum skattkerfið.•
Breytt fiskveiðistjórnun. Allur afli •
á markað. Frjálsar krókaveiðar.
Stórátak í vegagerð. Metnaðar-•
full áætlun fyrir jarðgöng.
Ljósleiðari og þriggjafasa raf-•
magn um allt land.
Jöfnun flutningskostnaðar.•
Ívilnunum má beita gegnum skatt-
kerfið samkvæmt norrænni fyrir-
mynd. Norðmenn hafa um árabil
styrkt byggðir gegnum skattkerfið
með góðum árangri. Ekki síst hafa
þeir hugað vel að frjálsum fiskveiðum
á harðbýlum svæðum. Hví lítum við
ekki til reynslu frænda okkar og gyrð-
um okkur í brók í byggðamálum? Ég
get sem skattgreiðandi vel unnt góðu
fólki í Árneshreppi á Ströndum (svo
dæmi sé tekið) þess að greiða lægri
tekjuskatt, enda njóta þeir ekki þeirra
lífsgæða sem við hér við Faxaflóann
teljum sjálfsögð mannréttindi. Það
leggur ekki þjóðfélagið á hliðina, en
verður hvati til þess að íbúar lands-
ins sitji við sama borð. Það verður
einnig hvati til þess að stjórnvöld setji
fram áætlun hvernig skuli jafna kjörin
svo allir greiði sama tekjuskatt. Hægt
er að gera sáttmála um hvað lífsgæði
liggja að baki ákvörðun um skatt-
greiðslur. Það má gera með aðkomu
stéttarfélaga, sveitarfélaga og ráðu-
neyta. Svona gæti sáttmálinn litið út í
grófum dráttum.
Skoði nú hver fyrir sig. Þetta má
telja til þess sem við höfum byggt
upp sem þjóðfélag og ríflega helm-
ingur þjóðarinnar telur vera sjálfsögð
mannréttindi núna árið 2017. Það er
fádæma aumingjaskapur að hafa ekki
sama verð á orku til húshitunar um
allt land. Þessi gæði voru byggð upp
fyrir daga kvótakerfis og skortveiði-
stefnu. Það ætti því að vera forgangs-
atriði að breyta fiskveiðistjórnuninni
og afla tekna.
Margar þessar byggðir sem höfðu
lagt ógrynni fjár til samfélagsins eru
nú rjúkandi rústir því innviðir voru
ekki byggðir upp. Uppbyggingu var
hætt og heilu byggðirnar skildar eft-
ir í myrkrinu og kuldanum. Ljósið í
myrkrinu er metnaðarfull áætlun Ra-
rik að leggja allt rafmagn í jörðu og
þriggja fasa. Það er vel, en þarf að ger-
ast miklu hraðar með aðkomu stjórn-
valda. Vel er hægt að leggja ljósleiðara
með rafstrengjum og spara stórfé líkt
og gert var í Öræfasveit.
Jöfnun flutningskostnaðar er ein-
föld framkvæmd. Sé ekki tollhöfn inn-
an 100 km er hægt að beita ívilnunum
gegnum skattkerfið. Það er tímabært
að innlend fyrirtæki í eigu Íslendinga
njóti ívilnana líkt og stór erlend fyrir-
tæki í stóriðju. Næg er kvöðin af vaxta-
okri fyrirtækja að þurfa ekki að glíma
við himinháan flutningskostnað.
Það er nauðsynlegt að horfa í bak-
sýnisspegilinn og læra af mistökun-
um, en það þarf að spyrna við fótum
og bjarga byggðunum. Horfa fram á
veginn. Bjóða út á EES svæðinu, þessi
20-25 jarðgöng sem á eftir að bora hér
innanlands. Gera áætlun um að eyða
einbreiðum brúm. Þarna verða þing-
menn að setja sig í spor kjósenda sinna,
líka þeir sem lifa við öll þessi kjör í
Garðabænum (svo dæmi sé tekið). Ef
gamli söngurinn kemur um kostnað
við verkefnin má benda á stóra tekju-
pósta í vannýttum fiskistofnum kring-
um landið sem eru varðir af skortveiði
kvótakerfisins. Vilji er allt sem þarf til
að breyta mannanna verkum.
Stefán Skafti Steinólfsson, Akranesi.
Höf. er nemi og áhugamaður um
byggðamál.
Stundum velti ég því fyrir mér hvort
sumir upplifi lífið sitt í gegnum
snapchat, hvort sem það er í mat,
drykk eða bólförum. Stórviðburð-
ir hjá fólki eru teknir inn í gegnum
þetta smáforrit og sendir út í kos-
mósið fyrir aðra að sjá. Til dæm-
is finnst mér afar skemmtilegt að fá
að vera hleypt inn í líf fólks á þenn-
an máta. Þegar hreyft myndskeið af
tónleikunum með bjagaðri hljóðrás-
inni rennur af stað í þessar 10 sek-
úndur streymir um mig vellíðan og
ég lifi í voninni að fá að sjá meira.
Ég fæ auðvitað að sjá meira, miklu
meira en ég kæri mig um að sjá. Ég
sjálfur er ekki mikið virkur á snapc-
hat, fylgist með vinum mínum og
Bubba mínum (ég elska Kjósina).
En þetta er ekki það sem ég ætl-
aði bara að ræða um í þessum pistli,
heldur langar mig líka að deila ást
minni á Nickelback með lesendum.
Í alvöru, mér líður líkt og ég sé að
koma úr skápnum með eitthvað sem
hefur þótt beinlínis skammarlegt
og óviðeigandi. Vinir mínir hafa
samt alltaf vitað, grunar mig, að ég
hef þóst „fílað‘etta“ á fyndinn hátt;
„hey! setjum´anna lagið Photograph
á fóninn strákar það er svo fyndið,
HA!“ Í raun þráði ég að heyra lagið
en vildi ekki gefa upp hversu mikið
ég elskaði það lag. Sama á við um
hljómsveitina Creed en það er efni
í annan pistil. Já, ég er líka laumu-
aðdáandi Bold & the Beautiful.
Nickelback er hljómsveit frá Kan-
ada og hefur alltaf þurft að berjast
fyrir tilverurétti sínum meðal gagn-
rýnenda þrátt fyrir að hlustendatöl-
ur hafi sýnt fram á annað. Fólk ein-
faldlega dýrkar þessa röspuðu rödd
hjá Chad og óaðfinnanlega kjálkal-
ínu Kroeger bræðra. Ég hef samt
mikið svag fyrir hinum gítarleikar-
anum, Ryan Peake, hann sinnir ba-
kröddum af stakri snilld og á stór-
an þátt í lögum á borð við Someday
og Missin You. Seinfeld aðdáendur
vita kannski ekki af því að sjálfur Jas-
on Alexander, sem lék hinn ódauð-
lega George Costanza, lék í mynd-
bandinu við lagið Trying Not To
Love You, ágætis pub quiz fróleik-
ur þar á ferðinni, HA! Svo eitt enn,
sem er megakúl. Besta hljómsveit í
heimi: Pantera. Þeir elska Nickel-
back, þá sérstaklega bræðurnir Vin-
nie Paul og Dimebag Darrel heit-
inn. Svo mikil var vinátta þeirra að
þegar Dimebag var skotinn niður á
sviði þá samdi Chad Kroeger lagið
Side of a Bullet tileinkað vini sínum
Dimebag, fékk hann að nota sóló
sem Dimebag hafði samið. Talandi
um vináttu.
Í þessum töluðu orðum er ég að
hlusta á playlista sem kallast Nic-
kelback discography á Spotify og
skammast mín ekkert fyrir það, ég
veit að vinir mínir sjá það á Spo-
tify að ég er hlusta á Nickelback af
áfergju á meðan einhverjum finnst
ég þurfa að kafa betur í Immortal,
Agalloch, Decapitated og Slayer.
Málið er að ég er búinn að gera það
og bý að því ævilangt, svona eins
og þegar menn segjast vera öruggir
með kynhneigð sína, þá sé í lagi fyrir
þá að skúra gólf og elda heimilismat
– á meðan þeir halda í sín bringu-
hár og þriggja daga skegg þá er allt í
lagi. Þetta tónar reyndar svolítið við
hómóerótíska karlmennsku sem átti
sér stað á 9. áratugnum (80´s) þegar
menn á mínum aldri fengu að sjá ol-
íuborinn Dolph Lundgren lumbra á
ófétum í hasarmyndum.
Allavega, ég varð bara að koma
þessu frá mér. Nickelback er æði og
ég hef fílað þá síðan ég heyrði fyrst
This is how you remind me (reiknið
út hvað það er langur tími).
Eitt enn með snapchat; ég ásamt
fleirum bíðum eftir fleiri grills-
nöppum, nærmyndum af hundakúk
og fjallgöngusnöppum. Þrjár fleiri
ástæður fyrir fólk að hata sjálft sig
og ímynda sé hvers vegna það sé
vinur fólks sem gerir slíkt, meina
hver grillar svona oft.
Kveðja, Axel Freyr
PISTILL
Sá það á snapchatByggðastefna í molum, en það er von!
Lífsgæði Já/Nei Lækkun tekjuskatts
Heitt vatn til kyndingar/neyslu 10%
Ljósleiðaratenging 100 Gb 5%
Tvíbreiður vegur/slitlag/snjómokstur daglega 5%
Þriggja fasa rafmagn. 5%
Póstþjónusta dagleg/pósthús innan 50 km radíus 2%
Annað. (t.d. samgöngur frá eyjum, ferjur, flug o.fl.) (3%)