Skessuhorn


Skessuhorn - 27.09.2017, Page 1

Skessuhorn - 27.09.2017, Page 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 39. tbl. 20. árg. 27. september 2017 - kr. 750 í lausasölu Loratadin LYFIS - fæst án lyfseðils Yfir ��� tilboð Allir viðskiptavinir Arion banka eru í Einkaklúbbnum Náðu í appið og nýttu þér tilboðin Til alþingismanna Tökum upp US Dollar Pétur Geirsson SK ES SU H O R N 2 01 7 Sauðamessan 7. október í Borgarnesi Stuðlabandið á Sauðamessuballinu kl. 23:00-03:00 Hlökkum til að sjá ykkur Matarauður Vesturlands Með Skessuhorni í dag fylgir 36 síðna sérblað um vinnslu, sölu og markaðssetningu á vestlenskum mat. Sjá bls. 15 til 50 Ljósm. Guðmundur Bjarki Halldórsson. Tvær tvíburamæður lágu sængurleg- una á kvennadeild Heilbrigðisstofn- unar Vesturlands á Akranesi í síðustu viku. Að sögn ljósmæðra á Akranesi mun þetta vera í fyrsta sinn svo vit- að sé að tvenn tvíburasystkini dvelji á deildinni á sama tíma. Oftast fæðast ekki nema ein tvíburasystkini á deild- inni á ári hverju og því afar ólíklegt að rekast þar á tvenn tvíburasystkini sama daginn. Foreldrar barnanna eru annars vegar Bryndís Ottesen og Jón Ein- ar Hjaltested og hins vegar Linda Sif Frímannsdóttir og Jón Már Bryn- jólfsson, öll búsett á Akranesi. Þeim Bryndísi og Jóni Einari fæddust tvær stúlkur að morgni þriðjudagsins 19. september. Þær komu í heiminn á Landspítalanum en rúmlega sólar- hring síðar færði fjölskyldan sig til sængurlegu á kvennadeildina á Akranesi. Stúlkurar hafa fengið nöf- nin Emilía og Freyja. Fimmtudaginn 21. september fæddust Lindu og Jóni Má einnig tvær stúlkur. Þær komu í heiminn á Akranesi og fjölskyldan lá sömuleiðis sængurleguna á kvennadeildinni í síðustu viku. Dætur Lindu og Jóns Más hafa fengið nöfnin Natalía og Ísabella. kgk/ Ljósm. eo. Tvennar tvíburasystur saman á deildinni Stúlkurnar hittust allar fjórar á kvennadeildinni síðastliðinn föstudag. Til vinstri á myndinni kúra stysturnar Emilíu og Freyju, en hægra megin hjúfra sig upp við hvora aðra systurnar Natalía og Ísabella.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.