Skessuhorn


Skessuhorn - 27.09.2017, Page 10

Skessuhorn - 27.09.2017, Page 10
MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 201710 Átelja svik um lækkun tryggingagjalds LANDIÐ: „Stjórn Félags ráðgjafarverkfræðinga lýs- ir yfir miklum vonbrigð- um með að enn er trygg- ingagjald hér á landi of hátt og ekkert bólar á áformum um að lækka það þrátt fyr- ir að atvinnuleysið hafi nær horfið. Það eru gríðarleg vonbrigði að í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2017 skuli ekki sjást samkomu- lag stjórnvalda og Samtaka atvinnulífsins um lækkun tryggingagjalds í áföngum sem gert var í tengslum við gerð kjarasamninga á al- mennum markaði í byrjun árs 2016.“ Þá segir að sam- komulagið hafi falið í sér lækkun tryggingagjalds um 0,5% á árinu 2016 og 0,5% á árinu 2017, sem síðan hafi ekkert orðið af. „Jafn- framt var handsalað sam- komulag við fjármálaráð- herra um að stefnt skyldi að því að almenna trygginga- gjaldið færi í fyrra horf, þ.e. í 4,5% á árinu 2018, enda skapi lækkun vaxtabyrði ríkissjóðs samhliða lækkun skulda ríkisins svigrúm til lækkunar gjaldsins. Það var sameiginlegur skilningur á að lækkun tryggingagjalds- ins til fyrra horfs væri fyr- irtækjum mikilvægt til að mæta miklum kostnaði við umsamdar launahækkanir og jöfnun lífeyrisréttinda án þess að raska efnahags- legum stöðugleika. Það lá ljóst fyrir að kjarasamning- arnir myndu ganga mjög nærri getu fyrirtækja og að mótvægisaðgerðir stjórn- valda væru nauðsynlegar til að kostnaðaraukinn færi ekki að stórum hluta út í verðlag.“ -mm Söfnuðu yfir 80 milljónum RVK: Á laugardagskvöldið fór fram á RUV söfnunar- þáttur til styrktar átakinu Á allra vörum, sem styð- ur við rekstur og uppbygg- ingu Kvennaathvarfsins. Ríflega 80 milljónir söfn- uðust, bæði með frjáls- um framlögum og sölu á Á allra vörum, varasettum frá Benecos. „Við erum í skýjunum með árangur- inn. Þetta þýðir að góð- ur grundvöllur er nú fyr- ir byggingu húsnæðis þar sem konur og börn þeirra geta búið í allt að tvö ár meðan verið er að fóta sig aftur út í lífið,“ segir Elísabet Sveinsdóttir ein af þeim sem standa fyrir átakinu. -mm Hjáleið vegna lokunar BORGARNES: Vegna fram- kvæmda við lagnir og þver- un Borgarbrautar í Borgarnesi verður lokað fyrir umferð um götuna á móts við Borgarbraut 57-59 frá og með mánudegin- um 2. október til og með föstu- deginum 6. október nk. Verk- taki í verkinu er Borgarverk ehf en verkið er unnið fyrir Veitur ohf og Rarik ohf. Hjáleið verð- ur um Kveldúlfsgötu/Kjartans- götu á meðan á framkvæmdum stendur. „Beðist er velvirðing- ar á þeim óþægindum sem þessi lokun hefur í för með sér fyrir vegfarendur,“ segir í tilkynn- ingu frá framkvæmdasviði sveit- arfélagsins. -mm Aflatölur fyrir Vesturland dagana 16. - 22. september Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 2 bátar. Heildarlöndun: 12.839 kg. Mestur afli: Ebbi AK: 12.681 kg í tveimur löndunum. Arnarstapi: 1 bátur. Heildarlöndun: 372 kg. Mestur afli: Hansi MB: kg í 372 í einum róðri. Grundarfjörður: 7 bátar. Heildarlöndun: 238.330 kg. Mestur afli: Steinunn SF: 115.930 kg í tveimur löndun- um. Ólafsvík: 9 bátar. Heildarlöndun: 104.950 kg. Mestur afli: Tryggvi Eðvarðs SH: 18.649 kg í fjórum róðr- um. Rif: 9 bátar. Heildarlöndun: 72.906 kg. Mestur afli: Esjar SH: 15.563 kg í einni löndun. Stykkishólmur: 5 bátar. Heildarlöndun: 91.656 kg. Mestur afli: Hannes Andrés- son SH: 34.450 kg í fimm lönd- unum. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Hringur SH - GRU: 64.094 kg. 19. september. 2. Steinunn SF - GRU: 59.612 kg. 20. september. 3. Steinunn SF - GRU: 56.318 kg. 17. september. 4. Helgi SH - GRU: 45.584 kg. 18. september. 5. Esjar SH - RIF: 15.563 kg. 20. september. -kgk Nýverið samþykkti stjórn Verslun- armannafélags Reykjavíkur, stærsta stéttarfélags landsins, að markmið félagsins í komandi kjarasamning- um verði að krefjast þess að lægstu laun verði gerð skattfrjáls. Það mark- mið ætti að nást með því að hækka persónuafslátt þannig að hann verði endurskoðaður til samræmis við launavísitölu frá árinu 1990 og þetta ákvæði verði sömuleiðis bundið í lög. „Stjórn VR beinir þeim tilmælum til stjórnvalda að endurskoða fjár- hæð persónuafsláttar til samræm- is við launavísitölu frá árinu 1990 í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2018. Í komandi kjarasamningum er mik- ilvægt að horft sé til framtíðar og launafólki verði tryggður stöðugleiki og raunveruleg kaupmáttaraukning. Mikilvægur þáttur í því er að festa með lögum að persónuafsláttur fylgi launavísitölu.“ Með því að persónu- afsláttur verði hækkaður muni kaup- máttur lægstu launa og millitekju- fólks hækka umtalsvert. „Hækkun persónuafsláttar verður ein af aðal- kröfum félagsins fyrir komandi kjara- samninga,“ segir í samþykkt stjórnar VR. Ekki þurfti lengi að bíða and- svara, en þau komu frá Samtökum atvinnulífsins, enda féll ríkisstjórn- in skömmu eftir að stjórn VR hafði opinberað kröfugerð sína og ekki að vænta viðbragða úr þeirri átt. Hall- dór Benjamín Þorbergsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, skrifaði grein í Markað Frétta- blaðsins í síðustu viku og kvaðst afar skeptískur á möguleika þess að stjórnvöld gætu orðið við kröfu VR. Hann sagði m.a. að hugmyndir um að endurskoða fjárhæð persónuaf- sláttar til samræmis við þróun launa- vísitölu frá árinu 1990 myndu þýða tekjutap fyrir ríkissjóð upp á að lág- marki 130 milljarða króna á ári. Af þeirri fjárhæð færu um 74% til þeirra tekjuhærri. mm VR vill uppfærslu persónuafsláttar í kröfugerð fyrir komandi samninga Sjö af átta þingmönnum Norðvest- urkjördæmis, allir utan Lilju Raf- neyjar Magnúsdóttur VG, hyggj- ast leggja fram frumvarp á næstu dögum á Alþingi þess efnis að veita Vegagerðinni leyfi til framkvæmda á leið Þ-H á Vestfjarðarvegi (60), sem liggur um Teigsskóg í vestanverðum Þorskafirði. Þrátt fyrir að vera ekki meðflutningsmaður er Lilja Rafney engu að síður fylgjandi því að málið komist á rekspöl. „Samstaða er með- al allra þingmanna kjördæmisins að málið komist úr þeirri kyrrstöðu sem það hefur verið í og fái framgang í samræmi við matsskýrslu Vegagerð- arinnar og álit Skipulagsstofnun- ar,“ segir Teitur Björn Einarsson al- þingismaður Sjálfstæðisflokksins, en hann hefur fyrir hönd þingmann- anna sjö sent fjölmiðlum yfirlýsingu vegna þessa. „Ekki þarf að fjölyrða um brýna nauðsyn þess að ráðast í vegabætur á svæðinu sem um ræðir, enda ber gamli malarvegurinn um Gufudals- sveit ekki lengur þá umferð sem um hann fer og skapar alvarlega hættu,“ segir Teitur Björn. „Óásættanleg töf hefur nú þegar orðið á málinu en það hefur nú velkst í kerfinu í tæp 15 ár. Flutningsmenn telja ekki ásættanlegt að íbúar svæðisins þurfi lengur að líða fyrir þær miklu ógöngur sem leyfi til framkvæmda hefur þurft að feta. Það hefur varla verið vilji löggjaf- ans að hægt sé að halda jafn brýnni samgöngubót í gíslingu flækjustigs stjórnsýslunnar í jafn langan tíma og raun ber vitni. Tafir á uppbyggingu Vestfjarðarvegar um Gufudalssveit eru án fordæmis og því getur veiting framkvæmdaleyfis með sérstökum lögum nú heldur ekki verið fordæm- isgefandi. Tímabært er að umræða um rétt íbúa gegn svifaseinni stjórn- sýslu eigi sér stað.“ Nú er staða málsins sú að öll efnis- leg atriði liggja fyrir í nýju mati á umhverfisáhrifum og í áliti Skipu- lagsstofnunar. Búið er að taka tillit til margvíslegra athugasemda, draga verulega úr neikvæðum áhrifum framkvæmdarinnar á umhverfið og eldri ágreiningsefni um stjórnsýslu- meðferðina heyra enn fremur sög- unni til. En enn á ný eru tafir á fram- kvæmdum og snúa þær tafir að máls- meðferð er varðar veitingu fram- kvæmdaleyfis. Flutningsmenn frumvarpsins telja nauðsynlegt að löggjafinn grípi nú um tauma í þeim tilgangi að koma í veg fyrir frekari tafir og flýta því eins og kostur er að framkvæmd- ir geti hafist. „Sveitarfélög á Vest- fjörðum hafa á undanförnu sett fram sambærileg sjónarmið. Með veit- ingu framkvæmdaleyfis með lögum er verið að eyða óvissu um þann þátt málsins sem snýr að veitingu fram- kvæmdaleyfis samkvæmt gildandi lögum og fyrirbyggja þannig frekari tafir á þessari brýnu samgöngufram- kvæmd sem varðar ríka almanna- hagsmuni. Áréttað er í frumvarpinu að þrátt fyrir veitingu framkvæmda- leyfisins hefur viðkomandi sveitarfé- lag eftirlit með framkvæmdum sam- kvæmt ákvæðum skipulagslaga. Eins er gert ráð fyrir að Vegagerðin verði eftir sem áður að ljúka ákveðnum verkefnum áður en ráðist verður í framkvæmdir en þar er um að ræða rannsóknir Hafrannsóknastofnunar á botnsseti á leið Þ-H í Þorskafirði í samræmi við álit Skipulagsstofnun- ar og breyting á aðalskipulagi Reyk- hólahrepps vegna nýrra efnistöku- staða,“ segir í yfirlýsingu þingmann- anna sjö. mm Á þessari teikningu sést fyrirhuguð Þ-H leið. Sjö þingmenn NV kjördæmis flytja frumvarp um vegagerð um Teigsskóg Teigsskógur.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.