Skessuhorn


Skessuhorn - 27.09.2017, Qupperneq 26

Skessuhorn - 27.09.2017, Qupperneq 26
 Matarauður MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 201726 PEnnAGREIn Í síðustu viku reið mikið áfall yfir í minu lífi. Ég varð fertug. Hót- unarbréfum frá allskonar aldurs- tengdum áhættuþáttum rigndi inn. Seinni hálfleikur byrjaður. Verð reyndar að líta svo á að ég sé yfir í hálfleik þar sem gæfa mín mæld í persónum og leikendum í lífinu er mjög mikil. Á þessum tímamótum var ýmislegt sem fór í gegnum hug- ann en alltumvefjandi var þessi ei- lífa spurning: „Hvað er í matinn?“ Hvað á ég að elda í veislunni, hvað fæ ég mér í hádegismat á fertugs- afmælinu, hvaða kvöldsnarl er við- eigandi á þessum stóra degi. Allir sem reka heimili fá þessa spurningu í andlitið á óvænt- ustu tímum og sum okkar sem al- veg nenna að elda eru samt orðin dauðleið á þessu. Er ekki eitthvað annað sem má tala um? Getur fólk ekki haft áhuga á einhverju öðru? Ég meina, það er enginn að fara að svelta á Íslandi. Og börn sem aldrei borða matinn sinn hvort eð er þurfa endalaust að spyrja að þessu. Svarið er „Nei,“ fólk hefur eiginlega ekki áhuga á neinu öðru og það er ekki mikið annað að tala um. Kannski veðrið. Sem hefur mjög mikil áhrif á matvælafram- leiðslu. Matur er og verður mið- punktur í okkar lífi og athöfnum og mun líklega alltaf leika lykil- hlutverk á stóru stundunum. Við sem störfum innan landbúnaðar- ins höfum með frumframleiðslu á matvælum að gera. Okkar hlutverk er að sjá fólkinu okkar, þjóðinni og ferðamönnum, fyrir hollum og góðum mat sem er framleiddur á sem sjálfbærastan og ábyrgastan hátt. Við sköpum þessi verðmæti sem skipta fólk svo miklu máli. Við þurfum því bæði að vera mjög meðvituð um hvernig við framleið- um matvælin og hvað það er sem neytendur leita eftir en við þurf- um einnig að gera ríkar kröfur um það að okkur sé launað í samræmi. Að þessi undirstaða mannlegs lífs sé metin að verðleikum og að flæði virð- i s k e ð j u n n a r liggi í átt að frumframleiðendum. Við eigum einnig að skapa meiri verðmæti úr matnum með nýsköp- un og vöruþróun því þessi mark- aður lokast líklega aldrei. Kannski verður einhvern tímann hægt að þrívíddarprenta lamba- læri með sveppasósu og brúnuðum kartöflum en þangað til þarf frum- framleiðsla að vera í lagi og hún þarf að vera ábyrg en hún þarf líka að njóta virðingar í samræmi. Nú er ég fjörtíu ára og nokkurra daga og verð að hætta að pikka því ég þarf að finna út hvað ég á að hafa í matinn. Auður Magnúsdóttir, Höf. er deildarforseti Auðlinda- og umhverfisdeildar Landbúnaðar- háskóla Íslands. Hvað er í matinn? Þorkell Símonarson, betur þekkt- ur sem Keli vert, hefur rekið gisti- húsið og veitingastaðinn Langa- holt í Staðarsveit á Snæfellsnesi í ell- efu ár en þar á undan var staðurinn í höndum foreldra hans. „Við erum með fullvinnslueldhús sem þýðir að öll vinnsla matvælanna er unn- in á staðnum. Við höfum einnig alla tíð lagt mikla áherslu á að nýta hrá- efni úr héraði. Við kaupum fiskinn á markaði í nágrenninu, bláskelin kem- ur úr Breiðafiðri og svo hef ég ver- ið að fikra mig áfram með kálfakjöt sem ég fæ hjá bændum í sveitinni,“ segir Keli í samtali við blaðamann. „Við kaupum fiskinn í heilu lagi og sjáum sjálf um að meðhöndla hann, t.d. að flaka og reykja. Svo erum við bara að gera allan skrattann, eins og að búa til marmelaði, sultur, álegg og svo höfum við verið að fikta við ostagerð. Þetta er þó allt bara fyr- ir veitingastaðinn, við erum ekki að selja þetta sérstaklega eða neitt slíkt,“ bætir hann við. Breytilegur matseðill Matseðillinn í Langaholti er breyti- legur og fer algjörlega eftir því hrá- efni sem til er hverju sinni. „Hug- myndafræðin okkar er að vinna eins og hægt er með það sem til er í grenndinni. Það þýðir vissulega að matseðillinn er sífellt að breytast, en það er líka skemmtilegt. Mín skoð- un er að maður á ekki að vera að hefta sig við fastan matseðil held- ur bara þefa aðeins út í loftið og sjá hvað er til og nota það,“ segir Keli og hlær. Hann segir vissulega alltaf til fólk sem kemur og vill geta fengið sinn ostborgara með frönskum. „Við erum bara ekki með þannig veitinga- stað, en það er líka ekki eins og það sé ekki til nóg af þeim. Ég trúi því bara að ef maður vill vera með afger- andi góðan veitingastað er ekkert vit í að reyna að hafa matseðil þar sem allir eigi að geta fundið eitthvað fyrir sig. Við viljum vera góð í því sem við erum að gera og hafa okkar matseðil einstakan,“ bætir hann við. Vill upplifun fyrir viðskiptavini Erlendir ferðamenn er stór hluti við- skiptavina í Langaholti og segir Keli að þeir séu langflestir mjög ánægð- ir með þetta fyrirkomulag. „Hing- að kemur fólk sem vill fá að upp- lifa matinn og það er gert t.d. með því að gefa því mat úr nærumhverf- inu. Þetta er í það minnsta mín skoð- un og mín upplifun. Mér finnst það partur af heimsóknum mínum á veit- ingastaði í öðrum landshlutum að fá að finna hvernig nærumhverfið er ráðandi,“ segir Keli og bendir á að á Snæfellsnesi sé það sjávarfangið sem ráði helst ríkjum. „Svo eru önn- ur héruð þar sem landbúnaðurinn er meira ríkjandi eða kannski gróður- húsin og það er svo skemmtilegt að fá að upplifa svæðin í gegnum mat- inn og veitingastaðina. Hér áður fyrr var þetta bara hag- ræðing. Það var auðveldast að fá mat- vælin úr héraði ef maður vildi hafa þau fersk. Það hætti svo að vera svo- leiðis og þá breyttist þetta og maður fór að sjá alltaf eins matseðla hjá öll- um. Núna er þetta samt að komast í tísku aftur, að vera með mat úr hér- aði en margir þessara veitingastaða eru með þessu verksmiðjulega sniði, með þennan hefðbundna matseð- il, en hafa svo einn rétt úr héraði og hampa honum alveg rosalega. Mér finnst það frekar kjánalegt. Hjá okk- ur er þetta alls ekki svona, það kem- ur allt úr héraði,“ segir Keli og bætir því við að hann vilji gefa sínum við- skiptavinum upplifun með matnum. „Ég vil að staðurinn, húsið og mat- urinn hafi karakter og tóni við svæð- ið. Fólk sem kemur til okkar er ekki að leita að pylsu, samloku eða slíku, það vill fá góðan mat með upplifun,“ bætir Keli við að lokum. arg/Ljósm. Þorkell Símonarson. Í Langaholti er áhersla á matvæli úr héraði Keli með barnabörn í eldhúsinu. Morgunverðahlaðborð í Langaholti. Ungnautakjöt frá Ölkeldu í Staðarsveit. Hörpuskel úr Breiðafirði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.