Skessuhorn


Skessuhorn - 27.09.2017, Síða 28

Skessuhorn - 27.09.2017, Síða 28
 Matarauður - Veisla á Vesturlandi MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 201728 Prímus Kaffi er staðsett á Hellnum við rætur Snæfellsjökuls með fallega sjávarsýn. “Við leggjum áherslu á að fólki finnist notalegt að koma til okkar. Boðið er upp á hefðbundinn íslensk- an mat (heimilismat). Má þar nefna plokkfisk, kjötboll- ur, kjöt- og fiskisúpu og fleira. Einnig er boðið upp á heimabakað brauð og tertur. Prímus kaffi tekur þátt í Súpuhring um Snæfellsnes sem hefst í október. Prímus Kaffi á Hellnum „Veitingastaðurinn Rjúkandi býður upp á freistandi úr- val af mat úr héraði. „Við höfum lagt vinnu í samstarf við bændur í nágrenninu til að geta alltaf boðið uppá besta og ferskasta hráefnið eftir árstíðum. Allt á matseðlinum okkar er búið til á staðnum úr fyrsta flokks hráefni og standa frábærir kokkar á bak við hvern og einn rétt og úr verður óvænt upplifun matargesta þar sem nútíminn og íslensk matarhefð mætast í tíma og rúmi. Við á Rjúkanda leggjum mikla áherslu á staðbundin matvæli og erum í samstarfi við bændur í kring sem eru með fjölbreyttan búskap. Þegar að matargerðinni kemur þá eru ekki neinar reglur sem stjórna heldur er það framleiðsla bænda sem stjórnar því hvað er í boði hverju sinni. Þrátt fyrir viljann um sjálfbærni þá kom- umst við ekki undan því að þurfa að versla einnig utan héraðs. Við bjóðum uppá fjölbreytt úrval af mat til þess að koma til móts við sem flesta, má þar nefna kjöt, fisk og grænmetisrétti. Allar kökur og eftirréttir eru bakaðir á staðnum af mikilli ást og umhyggju. Nýmalað rjúk- andi kaffi er alltaf á boðstólnum.“ Rjúkandi tekur þátt í Súpuslóð um Snæfellsnes sem hefst í október. Veitingastaðurinn Rjúkandi Viðvík er lítið fjölskyldurekið veitingahús sem var opnað í júlí síðastliðnum. „Staðurinn er á besta stað við Hellissand, með útsýni upp á Snæfellsjökul og yfir Breiðafjörð. „Að okkar mati gerir útsýnið ótrúlega mikið fyrir matarupplifunina, þá sérstaklega túristann. Við leggjum mikla áherslu á gæði, góða þjónustu og bjóðum upp á góðan mat í hlýlegu og fallegu umhver- fi. Matseðilinn okkar er lítill og hnitmiðaður með gæði hráefna í fyrirrúmi.“ Viðvík tekur þátt í verkefninu Súpuslóð um Snæfell- snes sem hefst í október. Viðvík við Hellissand Sjávarpakkhúsið er fjölskyldurekinn sjávarréttastaður við höfnina í Stykkishólmi. “Við ætlum að setja bláskelina hans Símonar á veislu- borðið í október.” Sjávarpakkhúsið í Stykkishólmi Í Hrísakoti á Snæ- fellsnesi eru ræktað- ar geitur og hross. Sif Matthíasdóttir er einnig formaður Geitfjárræktarfélags Íslands og framleiðir afurðir úr geitakjöti til að mynda grafið geitakjöt og svokall- aðar geita-partýboll- ur. Sif Matthíasdóttir í Hrísakoti Ræktunarstöðin Lágafell á Snæfellsnesi ræktar salat, krydd og blóm og selur til kaffi- og veitingahúsa á Snæ- fellsnesi. Það sem er í boði í október og allan ársins hring: Lágafell verður með á matarmarkaði Breiðabliks sunnu- daginn 29. október en býður einnig heim laugardaginn 14. október kl. 14 - 17. Ræktunarstöðin Lágafell á Snæfellsnesi Á Ytra-Hólmi í Hvalfjarðarsveit er heimavinnsla á kjöt- afurðum beint frá býli. Þar er framleitt úrval af vörum eins og sveitabjúgu, grafinn ærvöðvi, tvíreykt hangi- kjöt, krydduð lambalæri, lambaskanki, lamba prime og lambahakk. Viðburðir í október: Ytri-Hólmur verður á Sveitamarkaði í Æðarodda laugardaginn 7. október frá klukkan 13-17. Opnun á heimasölumarkaði að Ytra-Hólmi 1 verður laugardaginn 14. október frá klukkan 13-17. Einnig framleiðir Ytri-Hólmur vörur fyrir Hjarðarfell á Snæfellsnesi og er hægt að nálgast þær í Búsæld á Breiðabliki á Snæfellsnesi. Sauðfjárbúið Ytra-Hólmi

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.