Skessuhorn


Skessuhorn - 27.09.2017, Side 29

Skessuhorn - 27.09.2017, Side 29
 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2017 Matarauður - Veisla á Vesturlandi 29 Bjargarsteinn Mathús er nýr veitingastaður í gömlu húsi. Þar er mikið lagt upp úr notalegu andrúmslofti og góð- um mat með áherslu á staðbundið hráefni og það besta á hverjum árstíma. Sjávarréttasúpa að hætti Gunna er sá réttur sem breytist ekki milli árstíma enda alltaf jafn vin- sæll. Frá staðnum er óhindrað útsýni yfir Grundarfjörð og hið glæsilega Kirkjufell. Bjargarsteinn hefur líka þá sérstöðu að á lóðinni stendur gamall hjallur sem var gerður upp. Þar er fiskur og kjöt hengt til þerris á tilheyrandi og þjóð- legan máta. Bjargarsteinn tekur þátt í Súpuslóð Snæfellsness sem hefst í október. Bjargarsteinn Mathús í Grundarfirði Í veitingahúsi Landnámssetursins í Borgarnesi er bæði hægt að fá mat, kökur, kaffi og aðra drykki. Á matseðlin- um er að finna fjölbreytta rétti sem ættu að fullnægja þörf- um flestra, bæði barna og fullorðinna. „Við höfum holl- ustu og ferskleika að leiðarljósi og höfum svanga ferða- langa sérstaklega í huga þegar skammtað er á diskana. Allir réttir eru unnir frá grunni á staðnum. Í október bjóðum við upp á tvíreykt kindakjöt borið fram með rúgbrauði frá Geira bakara, ruccola, pikkluðum rauðlauk og piparrót- arsósu. Reykt kinda- kjöt er sterkt í hefðum Vesturlands sem er mikið landbúnaðar- hérað.“ Landnámssetur Íslands í Borgarnesi Hraun í Ólafsvík er ekki nema þriggja ára gamalt lítið fjölskyldufyrirtæki. „Við hjónin vinnum bæði í eldhúsinu og börnin hjálpa til. Við höfum frá upphafi notast við hrá- efni frá Snæfellsnesi og ef það er ekki mögulegt þá tökum við íslenskt fram yfir erlent. Markmið okkar er einfalt, en það er að vera trú hráefn- inu og ekki reyna einhvað sem við ekki getum. Við tökum nautið okkar frá Hönnu í Mýranauti, salat frá Áslaugu á Lágafelli við Vegamót, bláskel og hörpuskel frá Stykkishólmi, þorsk frá Hraðfrystihúsi Hellissands og svo framvegis. Við höfum opið allt árið og hefur svo verið alveg frá upphafi, þó það hafi verið erfitt á köflum.“ Hraun tekur þátt í Súpuslóð um Snæfellsnes í október. Hraun í Ólafsvík

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.