Skessuhorn


Skessuhorn - 27.09.2017, Blaðsíða 41

Skessuhorn - 27.09.2017, Blaðsíða 41
 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2017 Matarauður 41 „Ég er búinn að eiga þessa stöð frá árinu 2005 en hef verið í grænmet- isrækt frá því ég var ungur. Pabbi var í útiræktun svo ég kynntist þessu snemma og hef ég verið að rækta eitt og annað t.d. gulrætur, tómata, gúrku og nú papriku,“ seg- ir Dagur Andrésson garðyrkjubóndi í Reit í Borgarfirði. Í Reit er Dag- ur með 2.300 fermetra gróðurhús í fjórum einingum og ræktar þar um 18-20% af allri papriku sem fram- leidd er hér á landi. „Þetta er aðeins breytilegt á milli ára en ég hef, með þessa litlu stöð hér, verið að fram- leiða svona um þetta, 18-20%, en ansi mikið af paprikunni hér á landi er innflutt,“ segir Dagur. Rólegast yfir sumartímann „Uppskerutíminn er frá apríl fram í nóvember en það er nóg að gera þess á milli. Ég þarf að sótthreinsa húsin á milli tímabila og svo í janú- ar sái ég fyrir nýjum plöntum. Ég el þær upp á borði undir ljósum svona fram í mars en þá þurfa húsin að vera tilbúin svo ég geti komið plönt- unum fyrir,“ segir Dagur aðspurður um hvað garðyrkjubóndi geri þegar ekki er uppskerutími. „Sumarið er í raun rólegasti tíminn hjá mér. Þá er þetta bara rútína, huga að plöntun- um og taka af þeim. Svo er ég líka með starfsfólk hjá mér yfir sumar- ið,“ bætir Dagur við. Þekking hefur aukist Aðspurður hvers vegna papriku- ræktun sé ekki jafn öflug og gúrku- og tómataræktun hér á landi segist Dagur ekki vita það nákvæmlega, en að það gæti tengst því að papr- ikuplantan sé viðkvæm. „Ef papr- ikuplantan verður fyrir áfalli vegna kulda nær hún sér alls ekki alltaf á strik aftur. Það gæti spilað inní. En svo gefa paprikuplönturnar ekki jafn mikið af sér og gúrku- og tóm- ataplönturnar. Það hefur þó lagast mikið svona frá aldamótum. Þá kom hér nýr ráðunautur sem hef- ur komið með góð ráð fyrir bænd- ur og hefur orðið mikil aukning í framleiðslu síðan. Áður þótti það bara nokkuð gott að ná svona 7-10 kílóum á fermetra en í dag er það örugglega nær 18 kílóum,“ segir Dagur. Umbúðir um grænmeti hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu og segir Dagur umbúðirnar þjóna tvennum tilgangi. „Pakkningarnar eru m.a. til að upprunamerkja vör- urnar. Ef við pökkum þeim ekki og merkjum geta kaupmenn auðveld- lega sett erlenda vöru í kassana fyr- ir þær íslensku og þá er engin leið fyrir neytendur að vita um uppruna vörunnar. Svo hefur þetta gríðarleg áhrif á endingu grænmetisins. Var- an endist töluvert betur í góðum pakkningum en í lausu,“ segir Dag- ur. arg Paprikubóndi í Borgarfirði Uppskeran hefur aukist samhliða meiri þekkingu í greininni Dagur Andrésson garðyrkjubóndi ræktar paprikur í Reit í Borgarfirði. Paprikurnar nýkomnar af plöntunni. Matarbúrið Dalabyggð Dalabyggð er fyrst og fremst landbúnaðarhérað, þar sem mikil hefð er fyrir sauðfjárrækt og mjólkurvinnslu. Við erum stolt af okkar metnaðarfullu fyrirtækjum á sviði matvæla- framleiðslu í bæði stórum og smáum stíl, jafnt í frumvinnslu hráefnis og fullvinnslu afurða. Við hvetjum Dalamenn til þess að virkja ímyndunaraflið enn frekar og þróa og framleiða fleiri matvörur af öllu tagi. Þar má byggja á annars vegar því góða hráefni sem land- búnaður héraðsins býður upp á og hins vegar á þeim nátt- úruauðlindum til lands og sjávar sem héraðið býr yfir. Sveitarfélagið byggir upp vottaða matvælaframleiðsluað- stöðu í félagsheimilinu Tjarnarlundi, sem stendur til boða fyrir íbúa sveitarfélagsins að nýta til þróunar og framleiðslu á nýjum matvælum. Matur framleiddur í vottaðri aðstöðu er meðal annars gjaldgengur í sælkeraverslanir og sem hráefni til veitingahúsa. SK ES SU H O R N 2 01 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.