Skessuhorn


Skessuhorn - 27.09.2017, Side 42

Skessuhorn - 27.09.2017, Side 42
 Matarauður MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 201742 fleiri svæði á nokkrum dögum. „Draumurinn er að hafa þema- tengdar ferðir þar sem lífinu til sjávar og til sveita er gert skil með því að heimsækja einn dag- inn bændur í uppsveitum Borg- arfjarðar eða í Dölunum og næsta dag matarframleiðendur við sjáv- arsíðuna t.d. á Snæfellsnesi. Það er nefnilega hægt að segja svo marg- ar sögur af landi og þjóð í gegn- um mat og matarhefðir. Þetta er klárlega það sem ferðamaðurinn sem kemur til okkar hefur áhuga á,” segir Sigríður Anna. Hún tel- ur jafnframt mikilvægt að sam- vinna við heimamenn sé með allra besta móti og það gerist þegar all- ir hagnast á samvinnunni. „Hing- að til höfum við verið mjög hepp- in með samstarfsaðila og það væri mjög gaman að heyra frá fleiri aðilum á Vesturlandi sem hefðu áhuga á að taka þátt í þessu með okkur. Ekki hika við að hafa sam- band,“ segir Sigríður Anna. Sjá nánar á: http://crisscross.is bg Stefnumótið er hugsað til að efla tengslanet, samtal og samvinnu aðila sem vilja efla matvælaframleiðslu, fullvinnslu hráefnis í hér- aði, sölu beint frá býli, hrá- efnisnotkun úr heimahéraði á veitingastöðum og matar- tengda upplifun á Vestur- landi. Stefnumótið er skipu- lagt með léttum brag og kryddað með reynslusögum matarfrumkvöðla. Sóknaráætlun Vestur- lands reynir að endurspegla þær þarfir og framtíðarsýn sem Vestlendingar hafa fyr- ir landshlutann. Í vinnu við Sóknaráætlun 2015-2019 kom fram að auk eflingar og þróunar í þeim öflugu mat- vælafyrirtækjum sem fyrir eru á svæðinu er markvisst unnið að því að skapa aðstæður sem styðja við sprota í matvæla- framleiðslu, ýta undir samvinnu, efla markaðssetningu og auka sölu. Í sömu vinnu var rætt um að stofna samstarfsvettvang til að skapa um- gjörð fyrir matvælaframleiðendur þar sem t.d. yrði hægt að vinna að sameiginlegu vörumerki, að stefnu- mótun, samstarfi við ferðaþjónustu- aðila, stuðningi við beint frá býli og beint frá bát og eflingu ræktunar líf- rænna matvæla. Stefnumótið fimmtudaginn 19. október er tilraun til þess að bjóða upp á vettvang til tengslamyndunar og sam- hristings milli framleið- enda og veitingasala á Vest- urlandi. Vonandi verður stefnumótið enn eitt skref- ið í þá átt að efla samvinnu og samtal hagsmunaaðila á Vesturlandi. Á staðnum verða, auk matvælaframleiðenda og veitingasala, fulltrúar frá Matís, Íslandsstofu, Land- búnaðarháskóla Íslands og atvinnuþróunarfélögum svo eitthvað sé nefnt. Stefnu- mótið er einstakt tækifæri til að efla viðskiptatengsl, víkka sjóndeildarhringinn og taka þátt í skemmtilegri samkomu. Þeir matvælaframleið- endur sem vilja gefa smakk af vör- unni sinni á stefnumótinu er vel- komið að gera það en það er ekki skylda. Þátttökugjald er ekkert. Skráðu þig strax með því að senda póst á signy@creatrix.is fyrir 14. október. Stefnumót 19. október í Hjálmakletti í Borgarnesi Crisscross er nýtt ferðaþjónustu- fyrirtæki sem sérhæfir sig í matar- ferðum um Vesturland. Bændur og smáframleiðendur eru heimsóttir og ferðalöngum gefst tækifæri til að kynnast bústörfum og gæða sér á ljúffengum matarhandverki beint frá býli. Á bak við fyrirtækið stend- ur Sigríður Anna Ásgeirsdóttir. Hún er sjálf matarfrumkvöðull, en hún framleiðir Íslandus mysudrykk og Íslandus kex úr mysu frá Rjóma- búinu á Erpsstöðum. Í drykkinn blandar hún bláberja- og kræki- berjasafa og seyði af villtum jurtum við mysuna en kexið inniheldur auk mysu ýmis holl fræ og fjallagrasa- hratið úr drykkjarframleiðslunni. “Mig langaði að setja þessa hollu vöru, mysuna, í nýjan búning sem hentaði vel nútíma matarsmekk og kæmi í veg fyrir matarsóun,” segir Sigríður Anna. Í dag eru Íslandus vörurnar seldar í sérvöruverslun- um víðsvegar um landið og ekki síst sem matarminjagripur til erlendra ferðamanna, enda vinsælt að taka heim til sín séríslenskar vörur til minningar um ferðina hingað til lands. Í gegnum þátttöku á mat- armörkuðum kynntist ég mörg- um frábærum framleiðendum sem leggja metnað í að koma hreinum og góðum afurðum sem framleidd- ar eru á vandaðan og vistvænan hátt á framfæri. Það var þá sem hug- myndin fæddist að blanda saman þessum tveimur ástríðum mínum, matarframleiðslu og ferðalögum,” segir Sigríður Anna, en hún hefur einnig langa reynslu sem leiðsögu- maður fyrir erlenda ferðamenn. Stórkostleg matarkista Ferðir Crisscross byggjast á sam- vinnu við heimamenn og þeirra framlag. Gestirnir miðla af lífi sínu og eigin reynslu og eykur það mjög gildi ferðarinnar fyrir erlenda ferða- menn. Crisscross hefur að leiðarljósi að fara ótroðnar slóðir í sínum ferð- um og það var ekki að ástæðulausu að Vesturland varð fyrir valinu sem áfangastaður. „Þar er mikil náttúru- fegurð og hægt að velja úr mörg- um náttúruperlum sem fáir leggja leið sína um. Einnig er Vesturland- ið allt stórkostleg matarkista og mik- il gróska í matarhandverki og nýt- ingu á staðbundnum hráefnum. Það er einmitt þetta sem ferðalangar með mataráhuga eru að leita að.” Þessi gerð ferðamennsku fer sannarlega ört stækkandi því víða um heim nýt- ur matarferðamennska mikilla vin- sælda þótt hún sé ennþá fremur ný af nálinni hérlendis. Samvinna er allra hagur Fram til þessa hafa ferðirnar hjá Crisscross mestmegnis verið dags- ferðir um Hvalfjörð og Borgar- fjörð. Fyrirtækið hyggur á lengri ferðir þar sem farið verður um Ferðaþjónusta sérhæfð í matarferðum um Vesturland

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.