Skessuhorn


Skessuhorn - 27.09.2017, Blaðsíða 44

Skessuhorn - 27.09.2017, Blaðsíða 44
 Matarauður MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 201744 Á Íslandi er gnægð náttúruauð- linda. Allar tengjast þær matvæla- framleiðslu með beinum eða óbein- um hætti. Fiskimiðin eru einhver þau gjöfulustu sem þekkjast. Sýnt hefur verið fram á að það frum- stæða landbúnaðarsamfélag sem einkenndi Ísland frá landnámi fram á seinni hluta 19. aldar hafi ver- ið háð sjávarnytjum. Fiskveiðar voru þá einna mikilvægastar. Vegna frumstæðrar tækni (bátar og veið- arfæri) var best að sækja sjóinn á vetrarvertíðum þegar þorskurinn gekk á landgrunnið til hrygningar. Það gerði hann mest á Suðurlandi og Vesturlandi. Bændur fóru þá í ver, sem kallað var, alls staðar af að landinu og voru þau fjölmennustu á Reykjanesi, Vestfjörðum og Snæ- fellsnesi. Bent hefur verið á þá sér- stöðu Íslands að vertíðarnar voru á þeim tíma ársins sem lítið álag var vegna sauðfjárbúskaparins en gæft- ir litlar þegar álag var í sauðfjárbú- skapnum á vorin, sumrin og fyrst á haustin. Þessi sérstaða og sam- keppnisforskot hafði Ísland fram yfir önnur lönd á norðurhveli jarð- ar. Því má segja að Íslandi hafi frá upphafi verið sérstaklega hentugt til matvælaframleiðslu og átti það við um suður- og vesturströnd lands- ins vegna hrygningarstaða þorsks- ins en ekki síður þess að mesta und- irlendi landsins og hæsti meðalhiti er þar líka. Þar er vísað til undir- lendi Suðurlands, Borgarfjarðar og jafnvel Dala. Veðráttan og ýms- ar jarðhræringar hafa þó ávallt sett óheppilega strangar skorður á mat- vælaframleiðslu á Íslandi og þess vegna fjölgaði fólki ekki mikið frá landnámi fram að byrjun 20. ald- ar, þegar tæknivæðing hóf innreið sína. Í seinni tíð hefur samt þótt væn- legast að byggja forskot íslenskr- ar matvælaframleiðslu á sérstöðu landsins sem er gnægð grænnar orku, hreins vatns, hverfandi lítill- ar mengunar, skynsamlegrar nýt- ingar náttúruauðlinda og mögu- leika á að standa vel að velferð hús- og villtra dýra fremur en lágs verðs. Þrátt fyrir mikla umfjöllun um nauðsyn þess að styðja við fyrr- nefnd gildi hefur afkoma verið af- spyrnu léleg í íslenskum matvæla- iðnaði að sjávarútvegi frátöldum. Vesturland Í fyrstu virðist atvinnulíf Vestur- lands einkennast af hefðbundnum landbúnaði og sjávarútvegi eins og landsbyggðirnar flestar. Við nánari rýni kemur þó í ljós matvælaiðn- aður á Vesturlandi á sér einhverja sérstöðu. Þar má nefna veiðar og vinnslu á skelfiski – einkum í Breiðafirði. Einnig má geta þess að fáir hlutar landsins geta státað af eins gjöfulum ám og vötnum í náttúrlegum laxi og silungi. Þá eru heiðar og engi á Vesturlandi ákaflega heppilegar til rjúpna- og gæsaveiða. Að öðrum landshlutum ólöstuðum þá hefur landshlutinn Vesturland verið einna öflugastur í landbúnaði og sjávarútvegi af fyrr- greindum sökum. Akranes og Hvalfjörður Íbúar Akraness voru 767 árið 1900, 2.577 árið 1950 og 5.433 árið 2000. Frá fornu fari hefur verið hentugt að sækja sjóinn frá Akranesi og það talið vera elsti út- gerðarstaður landsins. Á Akranesi hefur lengi verið um stærri fyrir- tæki að ræða eins og Sementsverk- smiðja ríkisins, sjúkrahús og Fjöl- brautaskóli Vesturlands eru dæmi um. Það sama hefur einkennt mat- vælaframleiðslu. Þar bar Harald- ur Böðvarsson hf. höfuð og herðar yfir aðra framleiðendur. Í dag hefur starfsemi Haralds Böðvarssonar verið hætt í nafni HB-Granda en nýir aðilar, Ísfiskur frá Kópavogi, hafa keypt bolfisk- vinnsluhúsið og hyggjast nú nýta sér húsa- og tækjakost sem þar er til fiskvinnslu. Ennþá er Norðan- fiskur starfræktur sem vinnur fisk og ýmsa fiskrétti og Akraborg sem sýður niður loðnu, smásíld, svil, skötusels- og þorsklifur í sælkera- pakkningar. Þá starfrækir fyrir- tækið líka niðursuðuverksmiðju í Ólafsvík á Snæfellsnesi. Á Akra- nesi hafa þróast atvinnugreinar í tengslum við sjávarútveg. Þar má nefna fyrirtæki eins og Skaginn 3X sem þróar, hannar og framleiðir hátæknilausnir fyrir bæði skip og fiskvinnslur í landi. Þá er Vignir G Jónsson hf. á Akranesi, sem í dag er í eigu HB Granda, framsækið framleiðslu- fyrirtæki sem framleiðir margvís- leg matvæli úr sjávarfangi, hrogn og fleira fyrst og fremst til útflutn- ings. Í Hvalfirði hefur hefðbundinn landbúnaður verið stundaður en vægi hans hefur dregist saman eftir að athafnasvæðið á Grundartanga byggðist upp. Þaðan voru Hval- veiðar stundaðar og vinnsla afurð- anna fór þar fram í stórri hvalstöð og þeirri einu eftir miðja 20. öld. Þar hafa aðilar í Hvalfirði ráðist í einskonar staðtengda handverks- framleiðslu á matvælum undir merkjum „beint frá býli“. Borgarfjarðarsvæði Myndun þéttbýlis í Borgarnesi á upptök sín að rekja til matvæla- framleiðslu – þ.e. verslunar og til- rauna til útflutnings á laxaafurð- um á seinni hluta 19. aldar. Íbú- um fjölgaði síðan í hægum skref- um fram að seinni heimsstyrjöld- inni. Um aldamótin, árið 1901, voru íbúar í Borgarnesi 50 talsins. Árið 1940 var fjöldi íbúanna kom- inn upp í 629. Á áttunda áratugnum var mik- ill uppgangstími í landbúnaði sem hófst reyndar á árunum strax eft- ir síðari heimsstyrjöldina. Þá var sláturhús í Brákarey stækkað mik- ið og byggt stórt mjólkursamlag í Borgarnesi. Uppganginn á áttunda áratugnum má sjá á því að íbúum fjölgaði um 40% frá 1970 til 1980, árið 1970 voru þeir 1.157 en árið 1980 voru þeir 1.619. Árið 1981 var Borgarfjarðarbrúin opnuð fyr- ir umferð. Framkvæmdir við hana hófust árið 1975. Um svipað leyti hófust framkvæmdir við Hitaveitu Akraness og Borgarness. Á þessum tíma var mikið af húsnæði byggt í Borgarnesi. Fyrir utan landbúnað og þjónustu við hann voru starf- ræktir fimm framhaldsskólar í Borgarfirði á þessum tíma, á Bif- röst, Varmalandi, Reykholti, Borg- arnesi og Hvanneyri. Þrír þeirra tengdust matvælaframleiðslu þar sem búfræði var kennd á Hvann- eyri, húsmæðraskóli á Varma- landi og iðnskóli í Borgarnesi þar sem nema mátti mjólkur- og kjöt- iðn ásamt fleiru. Í dag eru aðeins tveir þeirra starfræktir að hluta til, en tveir háskólar hafa bæst við. Frá miðjum níunda áratugnum fjar- aði hratt undan skólarekstri Hús- mæðraskólans að Varmalandi og Héraðsskólans í Reykholti. Þó að héraðsskóli teljist hafa verið starf- ræktur í Reykholti á tímabilinu 1931 til 1997 (Heimskringla, 2004) var starfsemi hans aðeins svipur hjá sjón á tíunda áratugnum. Árið 1995 var mjólkursamlaginu í Borg- arbyggð lokað. Árið 1988 var Sam- vinnuskólinn fluttur upp á háskóla- stig og var nemendafjöldi nokkuð stöðugur í kringum 90 og starfs- menn um 15 nánast allan tíunda áratuginn en tók miklum breyting- um við aldamótin og hélst nánast óslitið fram að bankahruni. Þennan tíma var stöðug uppbygging á að- stöðu, einkum nemendagarða og kennarabústaða. Við bankahrun- ið fækkaði nemendum að Bifröst. Skólastarf á Hvanneyri óx hægar á árunum fyrir bankahrun en tók vaxtarkipp eftir bankahrun. Þessu var fylgt eftir með uppbyggingu á aðstöðu. Í dag eru úrvinnslugreinar land- búnaðarins horfnar úr Borgar- firði ef frá er talin lítil veisluþjón- usta sem heitir Kræsingar. Þá hafa bændur og fáeinir aðrir aðilar ver- ið að þróa með sér matvælafram- leiðslu í smáum stíl og í anda „beint frá býli“ og hafa þeir aðgang að vottuðu eldhúsi í þeim tilgangi og selja vörur sínar í versluninni Ljó- malind. Tvö fyrirtæki eru að vinna og verka fisk – Eðalfiskur í bleikum fiski og annar smærri aðili í hvítum. Þó hefur matsölustöðum fjölgað ört vegna útþenslu ferðaþjónust- unnar og má segja að hægt sé að kaupa mat á 12 stöðum í Borgar- nesi. Einhver ylrækt er í Borgar- firði en miklu minni en hún var á níunda áratug 20. aldarinnar. Þar má nefna Laugaland á Varmalandi sem framleiðir gúrkur og svo er all nokkur framleiðsla tómata, jarðar- berja og papriku og fleiri grænmet- istegundir á Kleppjárnsreykjum, Reykholti og nágrenni. Þá eru framleiddar ýmsar vörur í Borgarfirði sem auka á fjölbreytni í matvælaframleiðsu þó það sé ekki í stórum stíl. Þar má nefna fram- leiðsla á víni, bjórnum Steðja, sult- ur og krydd. Snæfellsnes Útræði var víða á Snæfellsnesi en eftir að vélbátavæðing hófst á Ís- landi og mikilvægi góðra hafna fór að skipta meiru máli til að verja dýr fiskiskip þéttist byggðin þar sem þær var að finna í bland við nálægð gjöfulla miða. Það ásamt litlu undir- lendi orsakaði að kjölfesta atvinnu- lífsins á norðanverðu Snæfellsnesi urðu veiðar og vinnsla sjávarfangs. Þó má segja að löngum hafi ver- ið lögð talsverð áhersla á bolfisk- vinnslu utarlega á nesinu en eftir því sem innar dró hafi áherslan auk- ist á veiðar og vinnslu á skelfiski. En skelfiskmiðin hrundu um aldamót- in síðustu og árið 2002 voru veiðar Matvælaframleiðsla á Vesturlandi Breiðafjörður hefur verið kallaður matarkista vegna fengsælla fiskimiða og fjölbreytni sjávarfangs. Ljósm. úr safni Skessuhorns/af. Kornrækt er stundum í sveitum Vesturlands, flest ár með ágætum árangri og bætir þá afkomu búana sem hana stunda. Meðal frumkvöðla á því sviði er Magnús Egg- ertsson bóndi í Ásgarði í Reykholtsdal sem hér þrestir korn. Ljósm. úr safni Skessuhorns/mm. Víða er unnið að þróun í matvælaframleiðslu í landshlutanum. Í því sambandi má nefna salatræktun á gróðrarstöðinni Lágafelli við Vegamót á Snæfellsnesi. Ljósm. Matarauður Íslands. PEnnAGREIn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.