Skessuhorn


Skessuhorn - 27.09.2017, Qupperneq 56

Skessuhorn - 27.09.2017, Qupperneq 56
MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 201756 Vísnahorn Einn ágætur vinur minn sagði að mesta vandamál mannkynsins væri að hafa of mikið af of góðum mat. Má vera að það gildi um hluta af hinum vestræna heimi en fráleitt held ég nú að það sé algild regla. Svo er líka alltaf spurn- ingin hvað er góður matur og hvað ekki en Ólaf- ur Gunnarsson lýsti sinni mestu veislu svo: Þeir sem hafa allsnægtir og auð eta mat í salarkynnum fínum en ég hef aldrei smakkað betra brauð en bita sem ég át úr vasa mínum. Á bæ einum í Skagafirði hafði verið dreginn að fiskur í nokkru magni að vorlagi en eitthvað þótti húsfreyju heimilisfólkið vera aðfaralítið við hann þegar hann fór að taka geymslubragðinu enda var þetta fyrir tíma allra frystigeymslna. Þegar frúin hafði orð á þessu við bónda sinn sagði hann; „Það er ekki von góða mín. Þú ert með indælt ket og allslags mat.“ Saltkjötstunn- an hafði að vísu lekið pæklinum örlítið og kjöt- ið orðið framsóknargrænt þó trúlega væri þetta fyrir tíma Framsóknarflokksins. Af þessu tilefni kvað Gísli Gíslason í Hjaltastaðahvammi: Konan grét við krásarfat, karlinn lét á diskinn indælt ket og allslags mat. Enginn étur fiskinn. Á þeim tímum sem góðbændur í Borgarfirði gerðu út vinnumenn sína á vertíð suður á Suð- urnes voru þeir að sjálfsögðu nestaðir til ferðar- innar. Frá einu góðbúi héraðsins fór vinnumað- ur til sjóróðra en ekki entist nú nestið lengra en í Hafnarskóginn. Nestið í þessu samhengi var gjarnan kallað útgerð en af þessu tilefni var kveðið: Útgerðin var ekki nóg, einhver gerði spara. Brauðið var hrátt og bringan mjó, brot af mjaðmarspaða. Mér er ekki grunlaust að það hafi verið sami hagyrðingur sem var staddur á hreppsnefndar- fundi og þótti nóg um kvartanir hreppsnefndar- innar yfir ómögum sveitarinnar: Heyrast mundi vol og víl, víst má nærri geta, ef andskotinn í Andakíl yrði niðurseta. Sagt var um sum heimili að ekki væri þar of góð matarvist og á einum sómabæ andað- ist vinnumaður aldraður og sagt að ekki hefði hann verið neitt ofhaldinn af matarvistinni en þó hefði verið settur askur með mat hjá honum eft- ir að hann var skilinn við svo sjá mætti að hann hefði gengið frá leyfðu. Er ekki alveg viss um hvor þeirra feðga Eyjólfur Jóhannesson eða Jón sonur hans orti eftirfarandi en hef séð eignað þeim báðum: Illa fór hann Gvendur grey þó gamalt æti hann ketið. Þeir eru til, sem þrífast ei, þótt þeir geti étið. Að hann dáið hafi úr hor, held ég rengja megi, en hitt er satt hann var í vor vel fram genginn eigi. Eyjólfur Jóhannesson sem lengst bjó í Hvammi í Hvítársíðu var ástarbarn foreldra sinna en faðir hans hét Jóhannes Lund Jónsson. Ættaður úr Eyjafirði en var eitt ár vinnumaður á Gilsbakka. Bjó síðar á Rangárvöllum á nokkrum bæjum. Jóhannes var blótsamur nokkuð og lét sér æði tíðrætt um myrkrahöfðingjann sem hann nefndi ankota. Eitt sinn í Reykjavíkurferð hittir Jóhannes mann og spyr að heiti. Einhvern grun mun sá aðspurði hafa haft um spyrjandann því svarið var á þessa leið: Minn hórfaðir mig forlét myrkra nærri skoti. Ég man ekki, jú hann hét Jóhannes ankoti. Þetta var semsagt Eyjólfur Jóhannesson sem spurður var. Nú er ekki vitað um trúmál Eyjólfs eða hvað hann tók þá hluti alvarlega en Sigurður Björgólfsson taldi sig allavega eiga góðs von og sendi einhverjum þessa kveðju: Þó státir þú af sterkri trú og stiklir þrönga veginn. mun ég eiga eins og þú athvarf hinu megin. Karl Ágústsson í Litlagarði sendi góðvini sín- um eftirfarandi vísu á þeim árum sem umræddir höfðingjar voru á dögum en þarna mun væntan- lega átt við Benjamín Eiríksson bankastjóra og Bjarna Benediktsson (ekki þann sem nú er í rík- isstjórn): Verði þér aldrei veröld myrk. Veití þér Drottinn Marsjalstyrk. Benjamíns ráðdeild blessist þér. Bjarni þá fyrir hinu sér. Nú á síðustu dögum sem höktir öndin í bless- aðri ríkisstjórninni væri kannske við hæfi að rifja upp gamla vísu um allt aðra ríkisstjórn enda hafa þær sjaldnast verið vinsælar fyrr en eftir andlát sitt: Stjórnin bæði stirt og vilt stýrir dýrum knerri. Fátt er svo með öllu illt að ekki sé hún verri. Það hefur lengi verið siður okkar að yrkja eft- irmæli hvort heldur er um hross eða ríkisstjórnir og um þá ríkisstjórn sem nú er í andarslitrunum orti Hjálmar Freysteinsson: Illa tókst að axla skyldur enda í heldur þröngum stakk. Hún var svoddan hrófatildur að heyrðist varla þegar hún sprakk. Og Ragnar Önundarson kvað einnig í minn- ingu sömu stjórnar: Andvana var hún ugglaust fædd, andvana hlaut hún framann. Andvana starfað´ún ósköp mædd, andvana féll hún saman. Ekki man ég betur en það hafi verið Gunn- laugur Pétursson frá Selhaga sem kvað um sitj- andi ríkisstjórn á þeim tíma: Skeiðar til ég hef og hnífs en hvergi má við fórninni. Af öllu hjarta eilífs lífs óska ég ríkisstjórninni. Svo verður hver að gera upp við sig hvernig vísan á að skiljast. Yfirleitt er það svo með þá sem hafa einhver völd, hvort sem það eru ríkis- stjórnir eða aðrir að allir vita miklu betur en þeir hvað ætti að gera og hvað er landi og þjóð fyrir bestu enda orti Kristján Ólason: Aðdáun og undrun hafa aukið hjá mér jafnt og þétt þeir sem aldrei eru í vafa og alltaf vita hvað er rétt. Í síðasta þætti birti ég nokkrar haustvísur eftir Ingólf Ómar en einhverra hluta vegna aflagað- ist ein vísan og því rétt að birta hana hér aftur rétta: Langa rekja leitarmenn leið um hraun og fláa. Heillar þeirra hugi enn heiðin fjallabláa. Líklega hafa þeir ágætu menn verið að leita að lambakjötsfjallinu í einhverri mynd enda sýnist það torfundið og alls ekki af þeirri stærðargráðu sem reiknimeistarar höfðu séð fyrir sér. Guð- mundur Halldórsson orti um þann eltingaleik við ,,Fata morgana“: Tálsýnir og talnabrall við tíðum megum þola, lambakjöts er farið fjall nú finnst þar bara hola. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Fátt er svo með öllu illt - að ekki sé hún verri Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Auk þess birtum við lausn á krossgátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessuhorni. Alls bárust 85 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Uppsalir.“ Vinningshafi er Ína Sif Stefánsdóttir, Vesturgötu 40, 300 Akranesi. Máls- háttur Sam- þykki Gramur Kveikja Skaut Spann Blaður 1050 Mjaka Galsi Þófi Vær Stormur Geð Hvíldi Skaði Svoli Gæði Geymsla Áhald Hætta Lykkja For Grjót Pabbi Stafina Mat Tónn Víma Örlæti Hólf Hljóta 1 Harð- indi Heill Ágæti Drykkur Æst 3 Dynur Batt Móska 8 Flói Óhræsi Lánaði Fæði Sefar Laust Trjá- mylsna Annir Skrá Innyfli Rugga 5 Mögl Pota Mamma Frið- söm Flan Ílát Von 7 Núna Egnir Utan Leynd Felur Mont Forsk. Eilíf Ró Eink.st Fiskur Hýði Reim Þrek Þreytan Sk.st. Væekill Leðja Öf.röð Upp.hr. Nisti Mjöður Þegar Vitund Lík Karl Kusk Fen Fugl Ambátt Samhlj. Vann Önugur 6 Fugl- inn Næg 4 Skák Spyr Keyra Hlífa Alúð Ofn Sál 2 Ras Tvíhlj. Rödd Lín Dvína Árbók Annríki Korn Ennþá Logn- alda 100 Rösk Svall 1 2 3 4 5 6 7 8 S K Ý J A M Y N D L J Ó S Y L A I L Á A R K L I F R A R Ú V A L N A F N H Á T Á T A N R I M J Á T A R S V E R F L A S A L Á L Á T E L Ú R E L T O R A R D R J Ú G Ð N A R R T R Ú R Æ Ð A R U M S L A G A R Ð A E R R Á R T Ó F A N Æ R Ð I S T M V A N T R L A U G L Á S V Ö K A F E F R A U S N Ó A R Á R I G L E R P A U F N U S L A P O F A Ö V O Ð S N E M M A S T A K K U R R E I S N L Æ K S U L L T A G L N Ó A R Ý T R A Ð I R G Á F A Ð R A U P P S A L I R L A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.