Skessuhorn


Skessuhorn - 08.11.2017, Page 15

Skessuhorn - 08.11.2017, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2017 15 Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 7 1263. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 14. nóvember kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0. Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir: Sjálfstæðisflokkurinn í Stúkuhúsinu, laugardaginn • 11. nóvember kl. 10.30. Björt framtíð að Smáraflöt 1, mánudaginn • 13. nóvember kl. 20.00. Samfylkingin í Stjórnsýsluhúsinu, 1. hæð, Stillholti 16-18, • laugardaginn 11. nóvember kl. 11.00. Frjálsir með Framsókn í Framsóknarhúsinu við Sunnubraut, • mánudaginn 13. nóvember kl. 20.00. Bæjarstjórnarfundur                 Valdimar Hallgrímsson íbúi á Akra- nesi vakti í síðustu viku athygli á að mikið vantar upp á að fólk beri end- urskinsmerki í umferðinni nú þeg- ar rökkva tekur. Þá segir hann jafn- vel enn verra ástand á ljósabúnaði á reiðhjólum. „Ég bjó lengi í Dan- mörku og þar var einfaldlega sektað um þúsund krónur danskar ef ljósa- búnað vantaði á reiðhjól í umferð- inni. Hér á landi eru engin slík við- urlög og það er nánast undantekn- ing ef fólk notar ljós að framan og aftan á reiðhjól sín og sést því ekki úti í umferðinni. Þetta hefur valdið slysum og mér finnst ég alltaf vera að upplifa þetta á Akranesi.“ Valdimar segist fara í sundlaug- ina snemma á hverjum morgni og nánast daglega sjái hann reiðhjóla- fólk án ljósa og jafnvel dökkklætt að auki. Hann segir jafnframt að það veki honum ugg hversu fá börn eru á ferð á götum úti án endur- skinsmerkja eftir að skyggja tekur. „Þessir krakkar átta sig greinilega ekki á hversu illa ökumenn sjá þá. Þá er ábyrgðarhluti foreldra þeirra mikill,“ segir hann. Valdimar tel- ur að eðlilegt væri að endurskins- merki væru gefin í öllum skólum og að skólastofnanir verði að sýna frumkvæði að bæta úr ástandinu. Þá skoraði hann á tryggingafélög, lög- reglu og aðra sem láta sig öryggi og velferð vegfarenda varða, að sýna frumkvæði í að allir sjáist í umferð- inni. „Að öðrum kosti erum við að bjóða hættunni heim, það verða slys,“ segir Valdimar. Brugðist hratt við Hluti af þessu viðtali við Valdimar var birt á vef Skessuhorns miðviku- daginn 1. nóvember. Svo skemmti- lega vill til að sama dag dreifði Slysavarnadeildin Líf á Akranesi endurskinsmerkjum í skóla á Akra- nesi. En fleiri brugðust við. „Það sló okkur að lesa þetta viðtal á vef Skessuhorns og viljum leggja okk- ur af mörkum til að koma í veg fyr- ir slys í umferðinni,“ sagði Sigrún A. Þorsteinsdóttir sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. „Trygginga- félaðið VÍS hefur ákveðið að taka áskorun Valdimars og býður öll- um Skagamönnum að koma á skrif- stofu félagsins að Kirkjubraut 40 og fá gefins endurskinsmerki fyrir börn og fullorðna sem og áberandi endurskinsvesti fyrir hjólreiðafólk en með endurskini sjást einstak- lingar fimm sinnum fyrr í umferð- inni. „Opið er á skrifstofu VÍS alla virka daga til kl.16:30,“ segir í til- kynningu frá félaginu. mm Endurskinsmerki vantar og ljóslaus reiðhjól á ferð VÍS býður öllum sem vilja að nálgast endurskinsmerki á skrifstofu og hjólreiða- fólki að ná í endurskinsvesti. Svo skemmtilega vildi til að daginn eftir að Valdimar vakti máls á endurskinsmerkjaskorti á yfirhöfnum á Akranesi á vef Skessuhorns færði Slysavarnadeildin Líf á Akranesi öllum nemendum og starfsmönnum skólanna endurskinsmerki að gjöf. Á meðfylgjandi mynd má sjá fulltrúa félagsins, þær Kristínu Ármannsdóttur og Rósu Sigurðardóttur, afhenda nemendum þessa góðu og mikilvægu gjöf. Ljósm. Grundaskóli. ÚRVAL INNRÉTTINGAVIÐ HÖNNUM OG TEIKNUM STURTUTÆKI SPEGLAR OG LJÓS STYRKUR - ENDING - GÆÐI BAÐHERBERGISINNRÉTTINGAR HÁGÆÐA DANSKAR OPIÐ: BLÖNDUNARTÆKI

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.