Skessuhorn


Skessuhorn - 08.11.2017, Qupperneq 17

Skessuhorn - 08.11.2017, Qupperneq 17
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2017 17 þá ættu þær að vera í fjölskyldu- hópum, með marga unga en síð- ustu 30 ár hefur raunin verið önn- ur,” segir Niall og Rachel dregur fram graf. „Ungarnir ættu að vera um 15-20% af hverjum gæsahópi. Þannig var það á 8. áratugnum og hér er grátt svæði sem sýnir það hlutfall unga sem búast mætti við. En það er ekki þannig, hlutfallið er miklu lægra og þarf engan fugla- fræðing til að sjá að eitthvað er að. Miðað við rannsóknir okkar hér í sumar sýnist okkur um 4% stofns- ins vera ungar. Það er bara ekki nóg til að stofninn geti lifað af til lengri tíma,“ segir Niall. „Já, þetta er ástæðan fyrir því að við kynntumst á Grænlandi,“ segja þau og skella bæði upp úr þegar þau áttuðu sig á því að sag- an af þeirra fyrstu kynnum snerist upp í frásögn af hnignun blesgæsa- stofnsins. „Það hefur verið farið í þessa leiðangra síðan á 9. áratugn- um til að kanna hvað veldur því að tegundinni gengur svona illa að koma ungviði sínu á legg,“ segja þau. „Þetta var sagan af okkur og gæsunum,“ segir Rachel og bros- ir. „Hún er sorglegt vegna þess að það er dapurlegt að horfa upp á gæsunum fækka með hverju árinu, en ánægjuleg því hún er líka sagan af okkur,“ bætir hún við. Kynna rannsóknina heimamönnum Niall og Rachel hafa tekið saman bráðabirgðaniðurstöður rannsókn- arinnar í Andakíl og munu þau kynna hana fyrir heimamönnum næsta miðvikudag, 15. nóvember kl. 20:00 í Ásgarði, aðalbyggingu LbhÍ á Hvanneyri. Aðspurð segj- ast þau ekki hafa rekið sig á neitt óvænt, enda hafi það ekki verið markmið rannsóknarinnar. „Mark- miðið var í raun að lýsa árinu 2017, finna út hvað var venjulegt ástand árið 2017. Það verður ekki fyrr en gerðar verða aðrar rannsóknir að hægt verður að sjá eitthvað óvenju- legt, miðað við það sem við höfum lýst,“ segir Niall. „En þó við höf- um ekki rekist á neitt sérstaklega óvænt þá höfum við skráð ýmis- legt merkilegt og margt skemmti- legt. Mestur fjöldi fugla sem við töldum á einum degi var fimm þúsund fuglar af hinum ýmsu teg- undum. Það kom ekki stórlega á óvart en var bara virkilega gaman að fá að njóta þess að vera í kring- um svona marga fugla í einu,“ segir Rachel. „Ég upplifði svæðið stund- um eins og færiband og það fannst mér mjög skemmtilegt. Eina vik- una var til dæmis rosalega mikið af hettumáfi, en næstu vikuna voru þeir farnir og margir bjartmáfar og hvítmáfar komnir í staðinn. Þeir voru hér í nokkrar vikur en síðan voru þeir horfnir líka. Í ágúst var stór hópur af urtönd í Andakíl en mánuði síðar var fuglinn á bak og burt. Það var mjög gaman að upp- lifa alla þessa fjölbreytni,“ segir Niall. Þessum athugunum og fleirum til munu Rachel og Niall deila á kynningu þeirra í Ásgarði næsta miðvikudag. „Okkur finnst Íslend- ingar vera í meiri tengslum við náttúruna en það sem við þekkjum erlendis frá. Flestir hérna þekkja til dæmis nöfn allra helstu fuglateg- unda og vita ýmis grunnatriði um lifnaðarhætti þeirra. Þess vegna erum við mjög spennt að kynna niðurstöður rannsóknanna fyrir heimamönnum, svara spurningum og eiga gott samtal um fuglalífið í Andakíl næsta miðvikudag,“ segja Rachel og Niall að endingu. kgk/ Ljósm. Rachel Stroud. Fuglafræðingur að störfum. Þessari mynd smellti Rachel af Niall við vettvangsrannsóknir á háflóði. Spóaungi sem Rachel smellti mynd af í sumar. Hér velta Rachel og Niall vöngum yfir nokkrum fuglum sem flugu hjá þegar Skessuhorn fór í örstutta gönguferð með fuglafræðing- unum. Ljósm. kgk. Vínbúðin leitar að þjónustuliprum einstaklingum sem eru tilbúnir að veita framúrskarandi og ábyrga þjónustu í jákvæðu starfsumhverfi. Skemmtilegur og lifandi vinnustaður ÁTVR rekur 50 Vínbúðir um allt land. Stefna ÁTVR er að vera eitt af fremstu þjónustufyrirtækjum landsins og fyrirmynd á sviði samfélagsábyrgðar. Fyrirtækið vill að vinnustaðurinn sé öruggur, heilsueflandi og skemmtilegur þar sem samskipti einkennast af lipurð, þekkingu og ábyrgð. Gildi ÁTVR eru LIPURÐ – ÞEKKING – ÁBYRGÐ. Ráðningar í stöður hjá fyrirtækinu taka mið af þessum gildum. Umsóknir óskast fylltar út á vinbudin.is. Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri og sakavottorðs er krafist. Nánari upplýsingar veitir Guðrún Símonardóttir – starf@vinbudin.is, 560 7700. Frábær vinna í jólafríinu Við leitum einnig að kraftmiklu fólki til starfa í Vínbúðunum og Dreifingarmiðstöðinni í desember. Aðstoðarverslunarstjóri Helstu verkefni og ábyrgð • Þjónusta við viðskiptavini • Sala, birgðahald og umhirða búðar • Framstilling á vöru og vörumeðhöndlun • Eftirfylgni þjónustu- og gæðastefnu fyrirtækisins • Verkstjórn í fjarveru verslunarstjóra Hæfniskröfur • Reynsla af verslunarstörfum • Reynsla af verkstjórn • Frumkvæði og metnaður í starfi • Jákvæðni og rík þjónustulund • Hæfni í mannlegum samskiptum • Almenn tölvukunnátta er nauðsynleg og þekking á Navision kostur Umsóknarfrestur er til og með 20. nóvember nk. Við leitum reynsluríkum og metnaðarfullum einstaklingi í 100% starf. á höfuðborgarsvæðinu

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.