Skessuhorn


Skessuhorn - 08.11.2017, Síða 20

Skessuhorn - 08.11.2017, Síða 20
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 201720 Það var frekar rólegt og afslapp- að andrúmsloft sem mætti blaða- manni þegar hann rak inn nefið á starfsstöð Hafrannsóknastofnun- ar í Ólafsvík á dögunum. Þar hitti hann fyrir fjóra starfsmenn sem þar sinna ýmsum störfum. Það var síðastliðinn vetur sem Hafrann- sóknastofnun og Sjávarrannsókna- setrið Vör skrifuðu undir sam- starfssamning um að hafa fram- vegis samstarf um að reka rann- sóknasetur í Ólafsvík. Í framhaldi af því var svo starfsstöð Hafrann- sóknastofnunar flutt í húsnæði Varar. Í kjölfar þessara breytinga voru auglýstar tvær nýjar stöður og í byrjun sumars voru ráðin þau Jónína Herdís Ólafsdóttir, stöðv- arstjóri og sjávarvistfræðingur á botnsjávarlífríkissviði og Jóhann Garðar Þorbjörnsson, sjávarvist- fræðingur á umhverfissviði. Gina S. Sapanta sér eftir sem áður um greiningar svifþörunga auk þess sem hún kemur að öðrum verk- efnum starfsstöðvarinnar. Jóhann- es Ragnarsson sér um gagnasöfn- un úr afla fyrir stofnmat Hafrann- sóknastofnunar. Eru þau því stafs- menn sýnatöku- og gagnavinnslu- sviðs. Stefnt er að því að halda áfram vöktun og sýnatöku um samspil umhverfisþátta og svifþörunga í Breiðafirði en sjávarrannsókna- setrið Vör hefur sinnt því undan- farinn áratug. Aðspurð um hvað sé framundan sagði Jónína að langur undirbúningstími væri á verkefn- um sem þessum en hún mun taka þátt í stofnmati ígulkera á næsta ári og einnig er hafin undirbún- ingsvinna til að auka rannsóknir á fiskungviði, vistfræði strandsvæða og líffræði hryggleysingja í Breiða- firði. Fimmtudaginn 9. nóvember ætlar starfsfólk starfsstöðvarinn- ar í Ólafsvík að hafa opið hús til að kynna starfsemina. Hefst opna húsið klukkan 15:30 og eru allir velkomnir. Vona þau að samstarf- ið milli Hafrannsóknastofnun og Varar verði farsælt og til þess að efla sjávar- og ferskvatnsrannsókn- ir í Breiðafirði. þa Nú standa yfir framkvæmdir við Grundargötu í Grundarfirði en Al- menna umhverfisþjónustan ehf. er að leggja rafmagnsstreng fyrir Rarik. Verkið mun taka einhverja daga en á meðan er hjáleið upp Borgarbraut og niður Hlíðarveg. Einnig eru starfs- menn Steypustöðvar Skagafjarðar uppi í hlíðunum fyrir ofan Grundar- fjörð þar sem verið er að tengja nýju spennistöðina við hringtenginguna um Snæfellsnes. tfk Framkvæmdir á Grundargötu í Grundarfirði Kynna starfsemi Hafró og Varar í Ólafsvík Íslandpóstur ohf. hefur tilkynnt Póst- og fjarskiptastofnun að fyr- irtækið hygðist breyta því fyrir- komulagi sem verið hefur hingað til á póstdreifingu í þéttbýli. Áætl- ar fyrirtækið að fækka dreifing- ardögum bréfapósts frá 1. febrú- ar 2018 þannig að hvert heimili í þéttbýli fái til sín bréfapóst annan hvern dag, með þjónustustigi sem kallað er D+3. Það þýðir að póstinn skuli bera út innan þriggja daga frá því hann er póstlagður. Í tilkynn- ingu Íslandspósts er vísað til ný- legrar breytingar á reglugerð um alþjónustu þar sem kveðið er á um að heimilt sé að fækka dreifingar- dögum niður í allt að tvo virka daga í viku ef kringumstæður eða land- fræðilegar aðstæður hindri hag- kvæma dreifingu. Með kringum- stæðum í skilningi reglugerðarinn- ar er m.a. átt við að eftirspurn al- mennings og fyrirtækja á þjónustu innan einkaréttar hafi minnkað verulega og sé ekki í samræmi við framboð þjónustunnar. Helstu rök Íslandspósts fyrir breytingum þessum eru að rekstr- arumhverfi fyrirtækisins hafi breyst mikið á síðustu árum. Íbúðum hafi fjölgað og þar með kostnaður af dreifingu aukist. Á sama tíma hafi minnkandi eftirspurn valdið mikl- um samdrætti í magni almenns bréfapósts. Þessi þróun hafi valdið sífellt hærri einingarkostnaði. Eftir breytinguna 1. febrúar nk. verður póstur flokkaður og unninn daginn eftir póstlagningu, næsta dag þar á eftir er dreift til helmings heimila og á þriðja degi eftir póst- lagningu er dreift í hinn helming heimila. Í dreifikerfi Íslandspósts í dag er stærstum hluta bréfa dreift sem B pósti í þéttbýli og að öllu leyti sem B pósti í dreifbýli. Eftir þessa breytingu mun Íslandspóstur einungis bjóða upp á eitt þjónustu- stig innan alþjónustu í almennum bréfapósti. mm Íslandspóstur boðar fækkun dreifingardaga pósts í þéttbýli Starfsfólkið í Ólafsvík. Svipmynd af rannsóknum á lífríki Breiðafjarðar. Biskup Íslands dró síðast- liðinn þriðjudag til baka ákvörðun sína um skipun séra Evu Bjarkar Valdimars- dóttur í starf sóknarprests í Dómkirkjunni, en hún átti að hefja störf daginn eftir. Eva Björk hefur þess í stað verið skipuð héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. „Tildrög eru þau að komið hafa fram athuga- semdir um að ekki hafi ver- ið réttilega staðið að kosn- ingu kjörnefndar presta- kallsins, en kjörnefnd hefur m.a. það hlutverk að kjósa prest úr hópi umsækjenda. Sóknarnefnd Dóm- kirkjusóknar valdi í kjörnefndina en kjósa skal kjörnefnd á aðalsafn- aðarfundi eða safnaðarfundi,“ seg- ir í tilkynningu frá Biskupsstofu. Þá segir að þessi annmarki á málsmeð- ferðinni sé það mikill, að mati bisk- ups, að endurtaka verður skipunar- ferli sóknarprests í Dómkirkjunni. „Til að greiða fyrir því hefur sr. Eva Björk orðið við málaleitan biskups um að skipun hennar verði aftur- kölluð. Með þessu sé í senn litið til hagsmuna allra umsækjenda um embættið og til stjórnsýslulaga.“ Embætti Dómkirkjuprests verður því auglýst að nýju. Eins og ítar- lega kom fram í umfjöllun Skessu- horns í liðnum mánuði taldi séra Elínborg Sturludóttir, sóknarprest- ur í Stafholti og einn af umsækjend- um um embætti Dómkirkjuprests, að verulegir ágallar hafi ver- ið á málsmeðferð og ákvörð- un kjörnefndar í Dómkirkj- unni við val á nýjum presti. Því má segja að biskup hafi tekið tillit til athugasemda Elínborgar. Þá hefur af svipuðum ástæðum verið frestað kosn- ingu vígslubiskups í Skál- holtsumdæmi. Kjörnefnd- armenn sókna í Skálholts- umdæmi hafa kosningarrétt við kjör vígslubiskups, sem stendur nú yfir. „Í ljósi ofan- greinds hefur kjörstjórn við vígslu- biskupskjörið ákveðið að fresta seinni umferð kosninganna, sem hefjast áttu 6. nóvember nk. Kjör- stjórn hefur óskað eftir því að Bisk- upsstofa afli upplýsinga um það hvernig staðið hefur verið að kjöri allra kjörnefnda í Skálholtsumdæmi. Þegar þær upplýsingar liggja fyrir mun kjörstjórn taka ákvörðun um framhald málsins,“ segir í tilkynn- ingu frá Biskupsstofu. mm Biskup dró skipun Dómkirkjuprests til baka og frestaði vígslubiskupskjöri Staða dómkirkjuprests verður auglýst að nýju.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.