Skessuhorn - 08.11.2017, Side 23
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2017 23
Söngkonan Guðrún Árný Karls-
dóttir heldur jólatónleika í Stykkis-
hólmskirkju sunnudaginn 17. des-
ember klukkan 17 ásamt kirkju-
kór Stykkishólmskirkju. Hægt er
að nálgast miða á tix.is. „Ég á ætt-
ingja í Stykkishólmi og mig hef-
ur lengi langað að halda þar tón-
leika. Ég söng með kirkjukórnum
þar núna í október og eftir það lang-
aði mig bara að syngja meira með
þeim og ákvað því að láta verða af
því að halda jólatónleika í Stykkis-
hólmi,“ segir Guðrún Árný í samtali
við blaðamann.
Guðrún Árný hefur sungið í fjöl-
mörg ár við ýmis tilefni en er þetta
fyrsta árið sem hún ætlar að halda
jólatónleika ein? „Ég hef í mörg ár
sungið á jólatónleikum en þá með
öðrum, ég söng t.d. með Frostrós-
um í mörg ár. Ég er mikið jólabarn
og þetta er það sem ég vil gera í des-
ember. Í mínum huga er ekkert jóla-
legra en að syngja jólalög með kór.
Ég mun syngja alveg ný lög sem
ég hef sjálf gefið út í bland við mín
uppáhalds lög sem hafa fyllt mér alla
tíð, mætti þar t.d. nefna Þín fyrstu
jól, Jólin allsstaðar og eitt af mínum
uppáhalds lögum; Það eru að koma
jól, en það er einmitt yfirskriftin á
tónleikunum.“ arg
Heldur jólatónleika í
Stykkishólmskirkju
Guðrún Árný Karlsdóttir heldur
jólatónleika í Stykkishólmskirkju
sunnudaginn 17. desember.
Hinu árlega tónlistarverkefni á Akra-
nesi; Ungir gamlir, lauk að venju með
tvennum tónleikum fyrir fullu húsi í
Bíóhöllinni síðastliðinn miðvikudag.
Þetta er tólfta árið í röð sem verk-
efni þetta fer fram. Markmið þess er
að gefa yngra tónlistarfólki á Akra-
nesi tækifæri til að vinna með reynd-
ara fólki og auka þannig líkurnar á
að áhugi kvikni fyrir að halda lengra
á sviði tónlistarinnar. Áhugasamir
nemendur taka í Ungir - Gamlir þátt
í stuttum námskeiðum með þekktum
tónlistarmönnum sem ráðnir eru til
verksins hverju sinni. Að endingu er
svo slegið upp tónleikum. Í ár var það
Páll Óskar Hjálmtýsson sem kom
fram með unga tónlistarfólkinu. Á
efnisskránni voru að mestu leyti lög
eftir Palla. Kynnir var Samúel Þor-
steinsson og um undirspil í lögun-
um sá húsbandið auk blásarasveitar
og fjölda hljóðfæraleikara einkum úr
grunnskólunum. Meðfylgjandi mynd
er frá flutningi á lokalagi á seinni tón-
leikunum. Óhætt er að segja að tón-
listarfólkið allt hafi staðið sig með
sóma enda var stemningin stórgóð í
höllinni.
mm
Tvennir tónleikar í verkefninu Ungir - Gamlir
Það var mikið um dýrð-
ir í félagsheimilinu Brún
í Bæjarsveit síðastliðinn
miðvikudag þegar Félag
aldraðra í Borgarfjarðar-
dölum blés til sinnar ár-
legu sviðaveislu. Veislan
er haldin hvert haust sem
næst allra heilagra messu,
einni af stærstu hátíðum
kirkjunnar. Að þessu sinni
vildi einmitt svo heppi-
lega til að sviðaveisluna
bar upp á daginn.
Veisluborðið svignaði
af kræsingum. Bæði voru
á boðstólunum köld svið
og heit, kjammar og lapp-
ir ásamt öllu tilheyrandi;
rófustöppu, karftöflumús,
rúgbrauði með smjöri og
síld með.
Veislan var vel sótt að
vanda og gestir skemmtu
sér vel undir þéttri
skemmtidagskrá. Guðrún
Jónsdóttir, forstöðumað-
ur Safnahúss Borgarfjarð-
ar, var sérstakur gestur í
veislunni og flutti stutt er-
indi á skemmtidagskránni.
Bjarni Guðmundsson á
Hvanneyri og Þorvald-
ur Jónsson í Brekkukoti
stjórnuðu söng og léku
undir af sinni alkunnu
snilld við góðar undirtekt-
ir félaga sem sumir hverjir
stigu léttan dans.
kgk
Glatt á hjalla í sviðaveislu í Brún
Sviðaveislan var afar vel sótt að vanda. Þorvaldur Jónsson í Brekkukoti og Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri stjórnuðu
fjöldasöng.
Þær stóðu vaktina í eldhúsinu og eiga heiður skilinn fyrir glæsilega veislu. Vigdís Sigvaldadóttir á Brennistöðum og Ragnheiður Kristófersdóttir frá Gils-
bakka.
Elsa Þorsteinsdóttir á Úlfsstöðum.Hjónin Haukur Júlíusson og Ingibjörg Jónasdóttir á Hvanneyri ásamt Ragnheiði
Ásmundardóttur á Sigmundarstöðum.
Heit svið og köld, kjammar og lappir
með öllu tilheyrandi voru á boðstólu-
num.