Skessuhorn - 08.11.2017, Qupperneq 25
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2017 25
Kvenfélagskonur í Kvenfélagi Hell-
issands afhentu í síðustu viku Leik-
skólanum Kríubóli á Hellissandi
vettlinga. Fengu þær þá hugmynd
frá öðru kvenfélagi á Snæfells-
nesi að prjóna vettlinga fyrir leik-
skólabörnin og nefna þær verkefnið
„Hlýjar hendur.“ Prjónuðu þær yfir
20 pör sem Helga Guðrún Sigurð-
ardóttir og Lísa Dögg Davíðsdóttir
afhentu svo Ingigerði Stefánsdótt-
ur leikskólastjóra. Ætlar Ingigerður
að leyfa kvenfélagskonum að fylgj-
ast með hvernig þetta gengur og
þær auðvitað tilbúnar að bæta við
þegar þess þarf.
Hugmyndin á bak við verkefnið
er sú að börnin geti fengið lánaða
hlýja vettlinga hjá leikskólanum.
Foreldrar þurfi ekki að hafa áhyggj-
ur af því að þau hafi gleymt að setja
vettlinga í hólfið eða að börnin
týni vettlingunum sínum og hafi þá
enga. Oft fara börnin líka tvisvar út
yfir daginn og þá er alltaf gott að
eiga þurra vettlinga fyrir litla fing-
ur í kuldanum. Ætlar leikskólinn að
sjá um að þvo vettlingana og vera
með tilbúna vettlinga í körfu fyrir
þau börn sem þurfa. þa
Kvenfélagskonur gáfu
Kríubóli vettlinga
„Það er stillt og stjörnubjart laugar-
dagskvöld í byrjun nóvember. Fullt
tungl ásamt fyrsta snjó vetrarins
hjálpast að við að gefa litla þorpinu
bjartari ásýnd ásamt lýsingu frá ör-
fáum bæjarljósum. Maður stendur
rétt við heimili sitt þegar fljúgandi
verur koma æðandi að úr myrkum
háloftunum, taka stefnuna að hon-
um og ná lendingu skammt frá fót-
um hans.“
Þessi frásögn gæti allt eins verið
byrjun á skáldsögu, en svo er ekki.
Það var vissulega fullt tungl laugar-
dagskvöldið 4. nóvember og lýsing-
in hér að framan segir frá því þeg-
ar þrjár gæsir ásamt einni álft tóku
flugið inn í Búðardal úr myrkrinu
þegar Guðmundur Líndal Pálsson
var úti að viðra hundinn sinn. Guð-
mundur segir þetta hafa verið stór-
undarlega upplifun sem hann muni
seint gleyma. Í fyrstu leit út fyrir að
fuglarnir stefndu beint á hann en
svo tóku þeir lendingu örfáa metra
frá honum. Álftin og gæsirnar
komu sér fyrir á Búðarbrautinni og
voru hinar spökustu. Glöggir menn
komu fljótt með þá skýringu að ný-
legar fréttir í fjölmiðlum um björg-
un sela og vistun í Búðardal hafi
laðað þessa góðu gesti að og því
deginum ljósara að um bókstaflega
selskapsferð hafi verið að ræða.
Síðar um kvöldið kom í ljós að
hin fjögur fræknu höfuð laumast að
heiman frá Dýragarðinum að Hól-
um í Hvammssveit og komu bænd-
ur þaðan að sækja dýrin fyrir nótt-
ina. sm
Þegar fljúgandi verur
birtust í kvöldmyrkrinu
Íbúar í Brákarhlíð í Borgarnesi
héldu árlegan basar sinn á laug-
ardaginn. Seldir voru munir sem
framleiddir eru í félagsstarfinu og
iðjunni. Sem fyrr var margt um
manninn en menningarviðburður
þessi á sér langa hefð. Hægt var að
setjast niður, fá sér vöfflur og ræða
við íbúa og aðra gesti. Meðfylgj-
andi myndir voru teknar við þetta
tækifæri.
mm
Fjölmenni á basar í Brákarhlíð
Að venju býður Snorrastofa í Reyk-
holti til fjölbreyttrar dagskrár um
miðjan nóvember. Tilefnið er
norræna bókasafnavikan 13.-19.
nóvember sem og Dagur íslenskr-
ar tungu. Boðið verður til sögu-
stunda með ungu kynslóðinni og
þeim sem eldri eru. Friðrik Erlings-
son rithöfundur leggur fram veg-
legan skerf til vikunnar, heimsækir
nemendur Grunnskóla Borgarfjarð-
ar, eldri borgara í Brún og prjóna-
bóka-kaffið auk þess sem hann held-
ur fyrirlestur þriðjudagskvöldið 14.
nóvember, sem hann nefnir, „Eins
og þruma úr heiðskíru lofti – eru
fornsögur nothæfar í nútíma?“
Í Prjóna-bóka-kaffinu á Degi ís-
lenskrar tungu les Friðrik einleik
sinn, „Uppgjör við smán: Mörður
Valgarðsson segir frá.“ Vikan hefst
með sögustund í ljósaskiptunum að
morgni með yngstu nemendum frá
Kleppjárnsreykjum og þeim eldri
á Hnoðrabóli í Bókhlöðu Snorra-
stofu. Þar les Ingibjörg Daníelsdótt-
ir kennari á Fróðastöðum bókina
Fjársjóðseyjan eftir Mauri Kunn-
as. Hönnubúð býður hressingu og
börnin fá næði til að skoða sig um og
melta stutta stund upplifun stund-
arinnar. Þá má ekki gleyma kvöldi
Kvæðamannafélagsins Snorra í
Reykholti, sem einnig verður í þess-
ari viðburðaríku viku.
„Eyjar á Norðurlöndum“ er yf-
irskrift vikunnar að þessu sinni og
myndskreyting hennar eftir eist-
nesku listakonuna Regina Lukk-
Toompere gefur innsýn í eyjabú-
skapinn, sem víða einkennir lífið á
Norðurlöndum.
Um framlag sitt til vikunnar segir
rithöfundurinn, Friðrik Erlingsson:
„Ef höfundur þekkir sitt erindi þá
er honum vandalaust að velja hvað
honum hentar; að setja frásögnina í
nútíð, framtíð eða fortíð. Velji hann
fortíðina þá er honum jafnfrjálst að
velja hvaða persónu sem er að fyr-
irmynd og steypa saman, ef honum
þóknast, persónum og sögusviðum
úr hvaða verkum öðrum sem hon-
um og efninu hentar best. Það er
hið skilyrðislausa frelsi sem höfund-
ur verður að gefa sér. Rekist hann
á heilaga kú ber honum að slátra
henni miskunnarlaust. Rekist hann
á óbifanlegan almennt viðurkennd-
an sannleik skal hann kalla það allt
lygi, þvaður og hjóm og snúa upp á
það einsog honum sýnist og að síð-
ustu skyldi hann brenna allar brýr
að baki sér. Aðeins þannig og ekki
öðruvísi verður höfundur að vinna
ef hann ætlar að skapa eitthvað nýtt
úr fornu efni.“
Friðrik hefur reynslu af því að
vinna sögur úr norrænum goð-
sögnum, meðal annars í alþjóðlegu
teiknimyndinni um Þór og í bókinni
Þór - Leyndarmál guðanna, auk
þess að fjalla um nýtt sjónarhorn á
hinn alræmda Mörð Valgarðsson, en
Friðrik hefur skrifað einleik byggð-
an á persónu Marðar. ”Var Mörður
kannski góði gæinn í sögunni, eftir
allt,” spyr Friðrik að lokum.
Það er vel við hæfi að Snorra-
stofa þar sem norrænn andi svífur
yfir vötnum haldi þeirri góðu hefð
á lofti, sem fylgir Norrænu bóka-
safnavikunni, og hvetji með ofan-
greindum hætti til iðkunar frásagn-
arlistarinnar, sem við Íslendingar
höfum fóstrað um langa hríð.
-fréttatilkynning
Norræna bókasafnavikan í Snorrastofu
Friðrik Erlingsson. Ingibjörg Daníelsdóttir.