Skessuhorn - 15.11.2017, Page 6
MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 20176
Afmælisdagatal
Gamla vitans
AKRANES: Gamli vitinn
á Suðurflös á Akranesi var
byggður árið 1918 og verð-
ur því 100 ára á næsta ári. Í
tilefni þess hefur verið gefið
út dagatal með myndum frá
ýmsum ljósmyndurum, þar
sem myndefnið er einmitt
Gamli vitinn. Til stendur
að friða vitann á næstunni,“
segir í tilkynningu frá Hilm-
ari Sigvaldasyni vitaverði.
„Dagatalið er veglegt og
til sölu hjá Pennanum Ey-
mundsson á Akranesi, Versl-
uninni Bjargi, á Heilbrigðis-
stofnun Vesturlands og einn-
ig í afgreiðslu Akranesvita.
Þá er einnig hægt að panta
það í síma 894-3010,“ seg-
ir Hilmar. Dagatalið kostar
kostar 1.500 kr. og mun allur
ágóðinn af sölu þess renna til
Vesturlandsvaktarinnar, sem
eru Hollvinasamtök Heil-
brigðisstofnunar Vestur-
lands. „Ég vil nota tækifærið
og þakka öllum þeim sem
komu að útgáfu þessa daga-
tals,“ segir Hilmar Sigvalda-
son. -kgk
Rekstur
tjaldsvæðis
boðinn út
AKRANES: Bæjarráð Akra-
neskaupstaðar samþykkti
á fundi sínum 1. nóvem-
ber síðastliðinn að bjóða út
rekstur tjaldsvæðisins í Kal-
mansvík. Bærinn hefur ann-
ast reksturinn undanfarin
þrjú ár og hefur hann geng-
ið vel, að því er fram kem-
ur í tilkynningu á vef Akra-
neskaupstaðar. Tjaldsvæðið
var opnað 15. maí síðastlið-
ið vor og var opið til 1. októ-
ber sl. Ráðist var í nokkrar
framkvæmdir á tjaldsvæð-
inu í sumar, útbúinn vegur á
neðra svæðinu og rafmagns-
mál bætt með nýrri heim-
taug og fjölgun tengla. Þjón-
ustuhúsið var málað að utan,
skipt um pall fyrir framan
það og reist þjónustuskýli
við hlið þess, þar sem ferða-
menn geta grillað mat eða
borðað nesti. Aðstaða starfs-
manna var bætt og tekið
upp nýtt greiðslukerfi. Á vef
Akraneskaupstaðar segir að
undirbúningur útboðs um
rekstur tjaldsvæðisins hefj-
ist fljótlega og stefnt sé að
því að bjóða hann út í janú-
ar á næsta ári. Á sama tíma er
unnið að deiliskipulagi svæð-
isins og vænta má þess að
það liggi fyrir um mitt næsta
ár. Þar er meðal annars gert
ráð fyrir að smáhýsi verði
reist á nærliggjandi svæði,
nær Akrafjalli. -kgk
Samþykkja
skipulag vegna
þjónustuhúss
BORGARBYGGÐ: Í funda-
gerð Sveitastjórnar Borgar-
byggðar frá 9. nóvember kem-
ur fram að samþykktar hafa
verið tillögur að deiliskipulagi
fyrir svæði ætlað fyrir verslun-
ar- og þjónustustarfsemi ferða-
þjónustufyrirtækisins Into the
glacier ehf. í landi Húsafells 3
við Kaldadalsveg. Tillagan var
auglýst og er athugasemda-
frestur liðinn. Athugasemdir
bárust frá Umhverfisstofnun
og hafa uppdrættir og greina-
gerð verið uppfærð með tilliti
til þeirra. -arg
Opnar sýningu á
Bókasafninu
AKRANES: Kolbrún S. Kjar-
val, bæjarlistamaður Akraness
árið 2017, opnar sýningu á leir-
munum á Bókasafni Akraness
fimmtudaginn 16. nóvember
klukkan 17. Sýningin stendur
yfir til 22. desember og verður
opin á afgreiðslutíma safnsins.
Kolbrún hóf leirlistarnám áður
en hún varð tvítug og stund-
aði nám á ýmsum stöðum um
margra ára skeið, bæði í Dan-
mörku og á Bretlandi. Kol-
brún vinnur aðallega í leir en
teikningar hennar og vatnslita-
myndir bera einnig sérstæðan
stíl hennar, sem er undir sterk-
um áhrifum frá náttúru Íslands
og dýralífi landsins. Kolbrún
er búsett að Kirkjubraut 48 á
Akranesi, þar sem hún er einn-
ig með vinnustofu sína. Þar
hefur hún tekið á móti gestum
á undanförnum árum og mun
gera áfram en það er vissara að
hringja á undan sér, segir í til-
kynningu. -arg
Tekið var á móti fyrstu gest-
um Krauma, náttúrulauganna við
Deildartunguhver, fimmtudag-
inn 2. nóvember síðastliðinn þegar
staðurinn var opnaður. Jónas Frið-
rik Hjartarson, framkvæmdastjóri
Krauma, er að vonum ánægður að
staðurinn hafi verið opnaður og seg-
ir viðbrögðin góð.
„Við höfum fengið rosalega góð
viðbrögð við opnuninni, það gengur
vel og gestir okkar hafa verið rosa-
lega ánægðir,“ segir Jónas í sam-
tali við Skessuhorn. Sem stendur er
búið að opna ofan í náttúrulaugarn-
ar en veitingastaðurinn við Krauma
verður opnaður í næstu viku. Þar
verður lögð rík áhersla á hráefni úr
héraði við alla matargerð.
Jónas segir markaðsstarf Krauma
ekki hafið að ráði. Ákveðið hafi ver-
ið að fara þá leið að hleypa rekstrin-
um af stokkunum og fá smá reynslu
á hann áður en farið verður af full-
um þunga í markaðssetningu stað-
arins. Hann kveðst þó bjartsýnn á
að markaðsstarfið muni ganga vel.
„Ferðaskrifstofurnar eru spenntar
og finnst Krauma spennandi kost-
ur þannig að öll viðbrögð hafa verið
jákvæð. Það hjálpar okkur helling,“
segir hann. „Að mínu mati erum við
frábært nýtt fyrirtæki í Borgarfirði
sem verður aðeins til að efla ferða-
þjónustu á svæðinu og mun vonandi
auka enn frekar ferðamannastraum
um Vesturland,“ segir Jónas Friðrik
Hjartarson að endingu. kgk
Krauma hefur verið opnuð
Gestir Krauma baða sig á sólríkum degi skömmu eftir opnunina. Ljósm. Krauma.
Uppskeruhátíð hestamanna var hald-
in laugardaginn 30. október. Á hátíð-
inni voru veittar viðurkenningar fyrir
góðan árangur í hestaíþróttum á árinu
2017. Stærsta viðurkenning kvöldsins
kom í hlut Jakobs Svavars Sigurðs-
sonar úr Hestamannafélaginu Dreyra
á Akranesi, en hann var valinn Knapi
ársins 2017. Jakob var einnig valinn
íþróttaknapi ársins og tilnefndur til
verðlauna í tveimur öðrum flokkum.
Það var síðan Máni Hilmarsson úr
Hestamannafélaginu Skugga í Bor-
garnesi sem var valinn efnilegasti
knapinn árið 2017.
kgk/ Ljósm. úr safni.
Jakob Svavar valinn knapi
ársins og Máni efnilegastur
Verðlaunahafar á uppskeruhátíðinni. Jakob Svavar Sigurðsson og Máni Hilmars-
son krjúpa í fremri röð. Ljósm. Landssamband hestamannafélaga.
Jakob Svavar
Sigurðsson á
baki Júliu frá
Hamarsey á
Fjórðungs-
móti Vestur-
lands í sumar.
Þau sigruðu
opna flokkinn
í tölti á því
móti.
Máni Hilmarsson
keppir hér á Presti
frá Borgarnesi.