Skessuhorn


Skessuhorn - 15.11.2017, Side 7

Skessuhorn - 15.11.2017, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2017 7 Áfangastaðaáætlun DMP á Vesturlandi Opnir súpufundir um framtíðarsýn ferðamála á Vesturlandi verða haldnir núna í nóvember: - 20. nóv. Opinn fundur fyrir Dalabyggð - haldinn í Dalabúð í Búðardal - 23. nóv. Opinn fundur fyrir Snæfellsnes - haldinn á Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshreppi - 28. nóv. Opinn fundur fyrir Borgarbyggð og Skorradalshrepp - haldinn í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri - 29. nóv. Opinn fundur fyrir Akranes og Hvalfjarðarsveit - haldinn í Garðakaffi á safnasvæðinu í Görðum á Akranesi Hvernig vilt þú sjá framtíðarþróun ferðamála á þínu svæði? Vertu með og leggðu þitt af mörkum í stefnumótun ferðamála á Vesturlandi! Hefur þú skoðun á ferðamálum? FUNDIRNIR ERU KL. 17:00-20:00 ALLIR VELKOMNIR! Mikilvægt að skrá sig á www.west.is – svo við höfum súpu fyrir alla  Hjónin Telma Garðarsdóttir og Birgir Birgisson eru bæði fædd og uppalin í Ólafsvík en búa núna í Reykjavík þar sem þau hanna og selja barnaföt undir merkinu Mói. „Við erum með þetta alveg tví- skipt, ég sé um að hanna fötin og Birgir sér um markaðs- og rekstr- artengd mál,“ segir Telma. „Þetta er eiginlega það síðasta sem ég sá fyrir mér að gera í lífinu. Það mætti segja að ég hafi farið alveg óvart út í þessa starfsgrein,“ segir hún og hlær. Telma er menntaður arkitekt og segist hafa séð fyrir sér að starfa við fag sitt. „Þegar maður fer í nám er það væntanlega af því maður stefnir í ákveðna átt í fram- tíðinni. En já, ég skipti alveg um stefnu og er mjög ánægð með það í dag,“ segir Telma. Aðspurð hvern- ig það hafi komið til að hún tók þessa stefnu segir hún marga þætti hafa spilað inn í. „Árið 2008, þeg- ar hrunið varð, ákvað ég að fara til Danmerkur í mastersnám og flutti alla fjölskylduna með mér. Tveim- ur árum síðar útskrifast ég og á þeim tíma var fjármálakerfið ekki enn búið að jafna sig og arkitekt- ar því margir atvinnulausir. Ég tók þá að mér nokkur hönnunartengd verkefni annað slagið fyrir mark- aðsfyrirtækið sem Birgir hafði þá þegar stofnað í Danmörku. Þá fékk ég þessa hugmynd að hanna mína eigin barnafatalínu. Mér fannst þetta ekkert svo ólíkt því sem ég var þegar farin að gera. Það spilaði líka inn í að ég var ófrísk á þessum tíma. Það lá því bara beinast við hanna barnafatalínu,“ segir hún og hlær. „Á þessum tíma bjugg- um við enn í Danmörku og Birg- ir var að útskrifast úr mastersnámi í markaðsfræði. Þetta var því líka mjög sniðugt verkefni fyrir hann, að prófa að markaðssetja okkar eigið vörumerki,“ bætir hún við. Hægt að kaupa Móa föt í Stykkishólmi Næsta vor verða fimm ár liðin frá því fyrsta fatalínan kom frá Móa. „Við byrjuðum á að koma með vorlínu árið 2013 og voru móttök- urnar frábærar. Síðan hefur þetta vaxið mjög hratt og núna erum við að selja föt um allan heim. Við höfum ekki enn tekið ákvörð- un um hvernig við ætlum að fagna fimm ára áfanganum en við mun- um án efa gera eitthvað,“ segir Telma. Aðspurð hvar hægt sé að kaupa fötin segir hún þau vera seld í nokkrum verslunum á Íslandi og í vefverslun, www.moi-kidz.com. „Við byrjuðum þetta eiginlega á öfugum enda, flestir byrja með litla verslun og stækka svo við sig en við byrjuðum strax á að selja að- eins til verslana og fórum ekki að selja sjálf nærri því strax. Á þessum tíma voru fötin mest seld erlend- is, en Ameríka er stærsti markað- urinn okkar og má til að mynda finna vörumerkið í um 40 versl- unum SAKS þar í landi. Það eru ekki nema tvö ár síðan við fór- um að selja fötin okkar sjálf. Þá opnuðum við verslun við Óðins- götu í Reykjavík og vefverslun,“ segir Telma. Hún segir það ekki vera í kortunum að opna verslun á heimaslóðum á Vesturlandi eins og staðan er núna en útilokar þó ekkert. „Við höfum ekkert hugs- að okkur að opna fleiri verslanir eins og er. En föt frá okkur eru þó seld víða, í öðrum verslunum. Fyr- ir þá sem eru á ferðinni á Snæfells- nesi er hægt að kaupa föt frá okkur í versluninni Mæðgur og Magaz- ín í Stykkishólmi,“ segir Telma að endingu. arg/ Ljósm. úr einkasafni Snæfellingur hannar barnaföt undir merkinu Mói Telma Garðarsdóttir og Nökkvi sonur hennar. Brot úr haust- og vetrarlínu Móa.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.