Skessuhorn


Skessuhorn - 15.11.2017, Page 18

Skessuhorn - 15.11.2017, Page 18
MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 201718 Grundfirðingurinn Rúnar Geir- mundsson nældi sér í sinn fyrsta heimsmeistaratitil í kraftlyfting- um laugardaginn 4. nóvember á heimsmeistaramóti sem fram fór í Las Vegas. „Ég ætlaði mér að gera betur og ég veit að ég get það. Í raun var þetta ekki neinn sérstakur árangur hjá mér persónulega, en dugði til sigurs,“ segir Rúnar þeg- ar blaðamaður heyrði í honum eft- ir heimkomuna. Í kraftlyftingum er keppt í þremur greinum og keppti Rúnar í þeim öllum sama daginn. „Keppt er í hnébeygju, réttstöðu- lyftu og bekkpressu. Mótið sjálft er mjög stórt og stendur yfir í fimm daga en minn flokkur keppti á laugardeginum,“ segir Rúnar. „Ég er sjálfur 84 kíló og keppti því í mínus 90 kílóa flokki, þó að í rauninni væri ég mun nær flokkin- um fyrir neðan, sem er mínus 82,5. Ég hefði getað reynt að létta mig til að komast niður um flokk en ég vildi ekki gera það. Ég er viss um að það hafi bara neikvæð áhrif á líkamann og orkuna og ég trúi ekki á að vera að raska þyngdinni rétt fyrir mót bara upp á að kom- ast niður um flokk. Ég vil bara vera bestur þar sem ég er staddur,“ seg- ir Rúnar og hlær. Rúmlega þreföld líkams- þyngd í hnébeygju Þrátt fyrir að hafa ekki verið nógu ánægður með árangurinn bætti Rúnar Íslandsmet í bekkpressu á mótinu. „Vissulega er ég ánægð- ur að hafa unnið á heimsmeist- aramóti, það er bara þegar maður veit að maður á meira inni þá er maður ekki alveg fullkomlega sátt- ur. En mér gekk gel í bekkpress- unni og setti Íslandsmet þar. Ég hefði getað gert mun betur bæði í réttstöðulyftu og hnébeygju,“ segir Rúnar. Hann er alla jafn- an að lyfta um 200 kílóum í bekk- pressu, 250 kílóum í réttstöðulyftu og 300 kílóum í hnébeygju, sem er vel rúmlega þreföld líkamsþyngd Rúnars. Hann hefur verið að lyfta í tíu ár og er orðinn atvinnumaður í greininni. Getur nú lifað á þessu „Það er ekki auðvelt að verða at- vinnumaður í kraftlyftingum. Þessi íþrótt hefur ekki verið nógu áberandi til að fyrirtæki fáist til að styðja okkur. Undanfarið hef- ur þó orðið mikil vakning, sér- staklega með tilkomu samfélags- miðla, og núna eru fyrirtæki farin að koma meira inn og hjálpa okk- ur. Fyrstu átta árin mín í kraftlyft- ingum kom allt úr mínum vasa og ég varð að vinna með. Núna get ég lifað á þessu og hjálpar það mér án efa til að ná árangri,“ segir Rúnar. Aðspurður hversu mikið hann æfi segir hann það misjafnt eftir því hvað hann er að gera hverju sinni. „Ég æfi allt árið, mismikið samt. Það er ekki nóg að æfa bara stíft fyrir mót og slaka á þess á milli, þá næ ég ekki að bæta mig eins og ég vil gera. Þegar fimm til sex mán- uðir eru í mót gef ég mikið í og tek svona þriggja klukkustunda æfing- ar fimm sinnum í viku. Svo þarf ég að hugsa vel um líkamann, fara í djúpnudd, borða hárrétt og hvílast vel. Það er fátt annað sem kemst að í lífinu ef maður ætlar að ná langt í kraftlyftingum,“ segir Rúnar. Keppir næst í mars Rúnar fór á sitt fyrsta heimsmeist- aramót árið 2010 en þetta var í fyrsta sinn sem hann náði þess- um góða árangri. Þá hefur hann þrisvar orðið Evrópumeistari og margoft Íslandsmeistari, auk þess sem hann hefur sett Íslandsmet í fimm þyngdarflokkum. „Þeg- ar ég byrjaði í þessari íþrótt var ég mjög léttur en hef bætt á mig þrjátíu kílóum á þessum tíu árum, og því færst upp um fimm þyngd- arflokka og sett Íslandsmet í þeim öllum. Ég setti líka öll unglinga- heimsmetin á Evrópumóti fyrir þremur árum,“ segir Rúnar. Að- spurður hvað taki við næst seg- ir hann það fyrst og fremst vera hvíld. „Núna ætla ég að hvíla mig í nokkra daga. Eftir það byrja ég bara að æfa aftur og halda mér í góðu formi. Ég ætla að taka mér smá pásu frá mótum fram í mars, en þá er mér boðið að keppa á kraftlyftingamóti í Manchester, á Tattoo hátíð. Það getur ekki hver sem er keppt á þessu móti, aðeins þeim sem er boðið. Þetta er í þriðja sinn sem ég fæ boð og ég geri fastlega ráð fyrri að taka því,“ segir Rúnar. „Annars er ekk- ert planað hjá mér, ég ætla bara að halda áfram að leggja mig fram við að verða betri,“ bætir Grund- firðingurinn Rúnar Geirmunds- son við að endingu. arg/ Ljósm. úr einkasafni Heimsmeistari í kraftlyftingum Nýr titill til viðbótar við Evrópumeistaratitla og margfaldan Íslandsmeistaratitil Rúnar Geirmundsson varð heimsmeistari í kraftlyftingum þegar hann vann sinn flokk á heimsmeistaramóti í Las Vegas laugardaginn 4. nóvember sl. Rúnar tekur vel rúmlega þrefalda líkamsþyngd sína í hnébeygju. Kappinn tekur á góðum degi um 250 kíló í réttstöðulyftu.Á mótinu í Las Vegas bætti Rúnar Íslandsmetið í bekkpressu.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.