Skessuhorn - 15.11.2017, Page 25
MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2017 25
Áttu Megas?
Kaupi efni með eða eftir Megas, sér-
staklega spólur/kassettur/snæld-
ur. Hef einnig áhuga á grafiskum
blöðum, teikningum og mynd-
um eftir hann. Hafið samband á
gunnidabb@gmail.com eða síma
+479-167-6990.
Eignarspilda við sjóinn
Óska eftir að kaupa litla jörð, örfáa
hektara, alveg við sjóinn á Suður-
eða Vesturlandi eða Reykjanesi. Hef
í hug að byggja mér þar lítið hús (að
hámarki 60 fm) til að búa í. Endilega
sendið mér línu á 67dagny@gmail.
com. Bestu þakkir fyrirfram!
Borgarnesdagatalið 2018
Veggdaga-
tal með 13
myndum úr
Borgarnesi.
Skoða má
myndirnar, fá
nánari upp-
lýsingar og
panta daga-
talið á slóð-
inni:
www.hvitatravel.is/dagatal.
Bíll til sölu
Til sölu Subaru Forester árgerð
2014 ekinn 46 þús. km. Hvítur að
lit. Ásett verð er 3,5 milljónir króna.
Upplýsingar í síma 431-1866.
Markaðstorg Vesturlands
Nýfæddir Vestlendingar
ÓSKA KEYPT
Markaðstorg
Vesturlands
Skráðu SMáauglýSinguna Frítt á
www.SkeSSuhorn.iS Fyrir kl
ukkan 12.00 á þriðjudöguM
23. október. Stúlka. Þyngd:
4.218 gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar:
Elaine Ni´ Cuana og Sigurbjörn
Björnsson, Akranesi. Ljósmóðir:
Elísabet Harles. Nafn stúlkunnar
er Eldey Hrafntinna Éiru
Sigurbjörnsdóttir.
5. nóvember. Drengur. Þyngd:
3.358 gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar:
Gunnhildur Gunnarsdóttir og
Óskar Hjartarson, Stykkishólmi.
Ljósmóðir: Elísabet Harles.
9. nóvember. Stúlka. Þyngd:
3.128 gr. Lengd: 49 cm.
Foreldrar: Björg Björgvinsdóttir
og Friðfinnur Kristjánsson,
Grundarfirði. Ljósmóðir:
Valgerður Ólafsdóttir.
Á döfinni
Borgarbyggð -
miðvikudagur 15. nóvember
Dagur íslenskrar tungu er
á fimmtudaginn og í tilefni
hans boðar Félag aldraðra í
Borgarfjarðardölum til samkomu
daginn áður, miðvikudaginn
15. nóvember, í félagsheimilinu
Brún í Bæjarsveit. Dagskráin hefst
kl. 14:00. Góðir gestir mæta til
hátíðarhaldanna, þar á meðal
fulltrúar ungu kynslóðarinnar.
Akranes -
fimmtudagur 16. nóvember
„Munið eftir smáfuglunum“.
Sýning Kolbrúnar S. Kjarval,
bæjarlistamanns Akraness 2017,
verður opnuð á Bókasafni Akraness
kl. 17:00. Sýningin stendur til
22. desember og verður opin á
afgreiðslutíma bókasafnsins. Sjá
nánar í auglýsingu í Skessuhorni
vikunnar.
Borgarbyggð -
fimmtudagur 16. nóvember
Fyrirlestur í Safnahúsi
Borgarfjarðar. Heiðar Lind
Hansson sagnfræðingur flytur
erindið „Tíu afleggjarar úr
sögu Borgarness“ í Safnahúsi.
Fyrirlesturinn hefst kl. 20:00.
Borgarbyggð -
fimmtudagur 16. nóvember
Skallagrímur tekur á móti Vestra
í 1. deild karla í körfuknattleik.
Leikurinn hefst kl. 19.15 í
íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi.
Akranes -
fimmtudagur 16. nóvember
Upplestur á Bókasafni Akraness í
tilefni af Norrænni bókasafnaviku,
Guðbjörg Árnadóttir handhafi
Menningarverðlauna Akraness
2017 les kafla úr sögunni Ís eftir
finnska höfundinn Ulla-Lena
Lundberg. Kaffi og kleinur í boði
Norræna félagsins á Akranesi
- allir velkomnir. Upplesturinn
hefst kl. 20:00.
Grundarfjörður -
fimmtudagur 16. nóvember
Pub Quiz til styrktar
K ö r f u k n a t t l e i k s d e i l d a r
Grundarfjarðar á Kaffi Emil. Í tilefni
af Degi íslenskrar tungu er þemað
„Íslenska og alls kyns því tengt“.
Spurningahöfundur er Loftur
Árni Björgvinsson. Keppnin hefst
klukkan 20:30 og aðgangseyrir
er 1.000 kr. sem renna til styrktar
körfuknattleiksdeildinni.
Grundarfjörður -
föstudagur 17. nóvember
Grundfirðingar mæta Keflavík b
í 3. deild karla í körfuknattleik.
Leikurinn hefst kl. 19:00 í
íþróttahúsinu í Grundarfirði.
Akranes -
föstudagur 17. nóvember
ÍA tekur á móti FSu í 1. deild
karla í körfuknattleik. Leikurinn
hefst kl. 19:15 í íþróttahúsinu við
Vesturgötu.
Stykkishólmur -
laugardagur 18. nóvember
80´s partý Hjalta og Gogga í
Skúrnum í Stykkishólmi. Veitt
verða verðlaun fyrir flottasta 80´s
klæðnaðinn og besti dansarinn
verður valinn af leynilegri
dómnefnd. Fjörið byrjar kl. 23:00
og aðgangur er ókeypis.
Stykkishólmur -
sunnudagur 19. nóvember
Snæfell mætir Breiðabliki í 1. deild
karla í körfuknattleik. Leikurinn
hefst kl. 15:00 í íþróttamiðstöð
Stykkishólms.
Dalabyggð -
mánudagur 20. nóvember
Opinn vinnufundur um ferðamál í
Dölum verður haldinn kl. 17:00 til
20:00 í Dalabúð í Búðardal. Rædd
verður staða og framtíðarsýn
fólks varðandi ferðaþjónustu í
sveitarfélaginu. Hvað hefur verið
vel gert og hvað má betur fara.
Allir þeir íbúar Dalabyggðar sem
hafa skoðanir á ferðaþjónustu eru
hvattir til að mæta og leggja sitt
að mörkum til að atvinnugreinin
geti blómstrað á svæðinu í sátt
við íbúa og umhverfi. Súpa verður
í boði sveitarfélagsins.
Borgarbyggð -
miðvikudagur 22. nóvember
Skallagrímur mætir Njarðvík
í Domino‘s deild kvenna í
körfuknattleik. Leikurinn hefst
kl. 19:15 í íþróttamiðstöðinni í
Borgarnesi.
11. nóvember. Stúlka. Þyngd:
3.780 gr. Lengd: 51 cm. Foreldrar:
Svava Mjöll Viðarsdóttir og Andri
Geir Alexandersson, Akranesi.
Ljósmóðir: Jóhanna Ólafsdóttir.
TIL SÖLU
Á fundi hreppsnefndar Eyja- og Miklaholtshrepps
þann 21. September sl. var ákveðið að auglýsa
skipulagslýsingu á deiliskipulagi fyrir Vegamót í Eyja-
og Miklaholtshreppi. Er það gert í samræmi við gr.
5.2.4. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.
Lýsingin er aðgengileg á vef sveitarfélagsins
www.eyjaogmikla.is. Athugasemdum skal skila til
Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyja- og Miklaholts-
hrepps á netfangið bygg@eyjaogmikla.is til og með
24. nóvember nk.
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Eyja- og Miklaholtshrepps
Skipulagslýsing á deiliskipulagi fyrir
Vegamót, Eyja- og Miklaholtshreppi
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
11. nóvember. Stúlka. Þyngd:
3.658 gr. Lengd: 51 cm. Foreldrar:
Margrét Egilsdóttir og Guðjón
Birgir Tómasson, Akranesi.
Ljósmóðir: Jóhanna Ólafsdóttir.