Skessuhorn - 29.11.2017, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 201710
Jólaúthlutun Mæðrastyrksnefnd-
ar Akraness fer fram fimmtudaginn
14. desember nk. frá klukkan 13-17
í húsi Rauða krossinns að Skóla-
braut 25a á Akranesi. Í tilkynningu
frá nefndinni kemur fram að tekið
verður á móti umsóknum dagana
4.-7. desember í símum 859-3000
(María) og í 859-3200 (Svanborg)
frá kl. 11-13. „Allir umsækjendur
þurfa að skila inn staðgreiðsluskrá
þar sem fram koma tekjur frá janú-
ar til nóvember 2017 (ekki skatt-
framtal) en hana er hægt að nálgast
inni á vef RSK og á Skattstofunni.
Einnig þarf að skila inn búsetuvott-
orði en það fæst útprentað á skrif-
stofu Akraneskaupstaðar.“
Tekið er á móti gögnum sem
fylgja þarf umsókn dagana 6. og
7. desember í húsi Rauða krossins
frá kl. 16-18. Sjá nánar auglýsingu
í Skessuhorni.
mm
Jólaúthlutun Mæðra-
styrksnefndar Akraness
Nú þegar líða fer að aðventu, þá
förum við Lionsmenn að undirbúa
uppsetningu ljósakrossanna í kirkju-
garðinum eins og alltaf. Við höf-
um notið velvilja bæjarbúa og þeirra
sem utan bæjarins búa í gegnum
árin í þessu verkefni okkar. Í mörg ár
höfum við getað keypt tæki og gefið
sjúkrahúsinu á grunni velvilja þeirra
sem leigja af okkur krossa í kirkju-
garðinum og erum við afar þakklátir
fyrir stuðninginn.
Við verðum í kirkjugarðinum laug-
ardaginn 2. desember frá kl. 11.00-
15.30, sunnudaginn 3. desember frá
kl. 11.00- 15.30 og laugardaginn 9.
desember frá kl. 13.00-15.30. Verð
pr. kross er óbreytt 6.500 krónur.
Lionsklúbbur Akraness hefur
aðstoðað Íþróttafélagið Þjót við
að halda bocciamót. Þá bjóðum
við upp á fríar blóðsykursmæling-
ar í samstarfi við Apótek Vestur-
land, Félag sykursjúkra á Vestur-
landi og Lionskúbbinn Eðnu. Við
höfum einnig styrkt Mæðrastyrks-
nefnd Vesturlands og alþjóðleg
verkefni Lionshreyfingarinnar. Að
þessu sinni styrkjum við baráttuna
gegn útbreiðslu mislinga og rauðra
hunda í Indónesíu. Þetta er tveggja
ára átak og stefnt að því að bólusetja
um 70.000.000 barna. Hver bólu-
setning kostar einungis 100 kr. ís-
lenskar. Þá höfum við styrkt verk-
efni sem kallast Orkester Norden,
þar sem bestu ungu hljóðfæraleik-
arar á hverjum tíma fá tækifæri til
að leika með þessari hljómsveit, sem
er í raun og veru Sinfóníuhljómsveit
unga fólksins á Norðurlöndum.
Þess má geta að við í Lionsklúbbi
Akraness viljum gjarnan fá til liðs
við okkur áhugasama félaga.
Með góðri kveðju,
Lionsklúbbur Akraness
Lionsmenn undirbúa
ljósakrossana á Akranesi
Innri-Hólmur er einn elsti kirkju-
staður á landinu. Segir í Landnámu
að þar hafi verið reist kirkja nokk-
uð fyrir kristnitöku árið 1000. Vitað
er að þar var kirkja þegar tíundarlög
voru sett árið 1096. Kirkjan sem nú
stendur í Innra-Hólmi var vígð árið
1892 og sóknarbörn fögnuðu af því
tilefni 125 ára vígsluafmæli kirkjunn-
ar 1. október síðastliðinn. Viðhaldi
kirkjunnar hefur hins vegar ver-
ið verulega ábótavant svo áratugum
skiptir. Sóknarbörn í Innra-Hólms-
sókn eru aðeins um eitt hundrað tals-
ins og sóknargjöld hrökkva vart til
reksturs á kirkubyggingunni sjálfri.
Söfnuðurinn er því engan veginn
burðugur til að ráðast í kostnað-
arsamt viðhald. Engir styrkir hafa
fengist til viðhaldsins þrátt fyrir að
ítrekað hafi verið sótt um stuðning í
sjóði Þjóðkirkjunnar og til Húsafrið-
unarnefndar.
Ragnheiður Guðmundsdóttir á
Ásfelli, Lára Ottesen á Hamri og
Ingileif Daníelsdóttir á Ytra-Hólmi
eiga sæti í sóknarnefndinni. Skessu-
horn hitti þær að máli síðastliðinn
fimmtudag. Þær segja ástand kirkju-
byggingarinnar afar slæmt og því
brýnt að viðhald hefjist sem allra,
allra fyrst. En peningarnir eru engir.
„Það hefur ekki verið hægt að halda
kirkjunni við vegna þess að það eru
ekki til neinir peningar,“ segir Ingi-
leif. „Í raun hefur kirkjunni ekki
verið haldið við síðan 1963, fyrir
utan að skipt var um glugga nokkr-
um árum síðar. Síðan þá hefur ekk-
ert verið gert, nema stöku sinnum
hefur kirkjan verið máluð og slett í
verstu sprungurnar. Múrviðgerðir
hafa hins vegar ekki heppnast nógu
vel og ástandið er afar slæmt,“ bætir
Ragnheiður við.
Tugmilljóna viðhald
Þær segja að helst hefðu viðhalds-
framkvæmdir á Innra-Hólmskirkju
þurft að hefjast í gær, ef ekki í fyrra-
dag. „Ég held við séum í raun bara
heppin að það hafi ekki orðið veru-
legar skemmdir á kirkjunni nú þeg-
ar. Þetta getur snúist í höndunum á
okkur fyrirvaralaust, ástandið er ein-
faldlega þannig,“ segir Lára. „Kirkj-
an lekur og turninn gæti allt eins fok-
ið af í næsta roki, til dæmis,“ bætir
Ragnheiður við. „Það er agalegt að
þurfa að horfa upp á ástandið versna
ár eftir ár,“ segir Ingileif.
Árið 2002 gerði Húsafriðunar-
nefnd úttekt á ástandi kirkjunnar og í
framhaldi þess voru unnar tillögur að
endurbótum. Þær fela í sér að kirkjan
yrði færð í upprunalegt horf. „Þessi
úttekt gerði ráð fyrir að kostnaður
við endurbætur yrði rúmar 19 millj-
ónir á þávirði, árið 2002. Síðan þá
hefur byggingin auðvitað legið und-
ir enn frekari skemmdum því eng-
ir peningar hafa fengist til viðhalds.
Það má því ætla að kostnaður við
viðgerðir á kirkjunni muni hlaupa á
tugum milljóna,“ segir Ragnheið-
ur. Slíkum upphæðum er hins vegar
ekki til að dreifa í sókninni. „Tekjur
sóknarinnar eru ekki nema um það
bil ein milljón á ári. Það dugir ekki
einu sinni fyrir rekstrinum og söfn-
uðurinn hefur því engin tök á að ráð-
ast í dýrt viðhald,“ segir Lára.
Jólamarkaður til
styrktar kirkjunni
Til að vekja athygli á ástandi Innra-
Hólmskirkju og safna smá peningum
í viðhaldssjóðinn hefur sóknarnefnd
ásamt velunnurum kirkjunnar ákveð-
ið að standa fyrir jólamarkaði í Mið-
garði fyrsta sunnudag í aðventu, hinn
3. desember næstkomandi. Stendur
markaðurinn yfir milli klukkan 14:00
og 18:00. Þar verður boðið til sölu
handverk ýmiss konar og matvara,
svo sem sultur, broddmjólk, kökur,
kleinur og fleira góðgæti. Kaffisala
verður á staðnum með öllu tilheyr-
andi, smákökum, vöfflum og fleiru.
Kór kirkjunnar lítur við á markaðn-
um og flytur nokkur vel valin jóla-
lög. Allur ágóðinn af markaðnum
rennur óskiptur til viðhalds Innra-
Hólmskirkju en fyrst og fremst er
honum ætlað að vekja athygli og
vekja fólk til umhugsunar um bágt
ástand kirkjunnar. „Það er von okk-
ar sem að þessu stöndum að sjá sem
flesta í Miðgarði á sunnudaginn, þar
verður tilvalið að koma og njóta upp-
hafs aðventunnar og styrkja um leið
gott málefni,“ segja þær Ragnheiður,
Lára og Ingileif að endingu.
Þeim sem vilja styðja við kirkjuna
með því að gefa muni eða varning
til sölu á jólamarkaðnum eða láta fé
af hendi rakna til viðhalds hennar er
bent á að hafa samband við sóknar-
nefnd.
kgk
Orðið afar brýnt að ráðast í viðhald Innra-Hólmskirkju
Safna peningum til viðhalds með jólamarkaði
Innra-Hólmskirkja.
Sóknarnefndarkonurnar Lára Ottesen á Hamri, Ingileif Daníelsdóttir á Ytra-Hólmi
og Ragnheiður Guðmundsdóttir á Ásfelli.