Skessuhorn


Skessuhorn - 29.11.2017, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 29.11.2017, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 20174 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Tepptar samgöngur Á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudaginn var sýndur býsna fróðlegur þátt- ur um uppbyggingu atvinnulífs á suðurfjörðum Vestfjarða. Kristján Már Unnarsson þáttagerðarmaður ræddi þar við fjölda fólks um þá miklu uppbyggingu sem er að verða í atvinnulífinu á Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal. Í fyrstu var það bygging kalkþörungaver- smiðjunnar sem sneri við öfugri byggðaþróun sem verið hafði um árabil, en nú á síðari árum hefur mesta byltingin orðið vegna fisk- eldis í sjó. Á undraskömmum tíma hefur verið byggt upp laxeldi af þeirri stærðargráðu að Vestfirðingar tala um stjóriðju, slík eru áhrif- in. Fram kom í þættinum að laun eru nú orðin samkeppnishæf við suðvesturhornið enda forsenda fyrir því að fólk sé tilbúið að flytja búferlum og setjast að í þessum fallegu sjávarplássum að eftir ein- hverju sé að slægjast. Nú er svo komið að einkum tvennt hamlar auknum vexti. Annars vegar er það skortur á íbúðarhúsnæði en hins vegar eru það vegasamgöngur. Varðandi uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á suðurfjörðunum þurfa menn tæpast að hafa áhyggjur til langs tíma litið. Ef áfram verð- ur vöxtur í fyrrnefndum atvinnugreinum og þær þess megnugar að greiða samkeppnishæf laun, verður ekki langt í að menn hefji bygg- ingu íbúðarhúsnæðis. Markaðsöflin munu þar ráða för. Hins vegar eru það samgöngumálin sem hafa verður áhyggjur af. Ekki einvörð- ungu að ríkisvaldið hefur með óskiljanlegum hætti dregið lappirn- ar í uppbyggingu þjóðvegarins vestur í Barðastrandarsýslu, heldur munu á næstu vikum og jafnvel mánuðum að óbreyttu liggja niðri sigling Baldurs yfir Breiðafjörð. Alvarleg bilun varð í aðalvél skips- ins í síðustu viku og nær öruggt að viðgerð á eftir að taka tvo eða þrjá mánuði. Það er fyrirtækið Sæferðir sem heldur úti daglegum siglingum milli Stykkishólms og Brjánslækjar með viðkomu í Flat- ey. Ferðirnar byggja á samningi við Vegagerðina en ríkið styður við þennan mikilvæga legg í almenningssamgöngum vestur. Það er mitt mat að við aðstæður eins og nú hafa skapast verður að leggja þá kröfu á Sæferðir, e.t.v. með sérstökum stuðningi ríkisins, að nú þegar verði leitað hófanna með leigu á skipi erlendis frá til að leysa Baldur af. Íbúar og ekki síst atvinnulífið á sunnanverðum Vest- fjörðum og á Snæfellsnesi má ekki við því að verða án siglinga yfir Breiðafjörð svo vikum eða mánuðum skiptir. Margt bendir til þess að í hönd fari umhleypingasamur vetur með tilheyrandi erfiðleikum í samgöngum. Ég tek því undir skrif þeirra Bergþórs Ólasonar og Sigurðar Páls Jónssonar, þingmanna Miðflokksins í Skessuhorni í dag, þar sem þeir kalla eftir tafarlausum lausnum á þeirri stöðu sem upp er komin í samgöngum við landshlutann. Fátt kemur í veg fyrir að ný ríkisstjórn taki við völdum í þessari viku. Allir þrír flokkarnir sem standa að hinni nýju stjórn höfðu á stefnuskrá sinni fyrir kosningar að bæta samgöngur sem nauðynleg- an þátt í því sem kalla mætti eðlilega innviðauppbyggingu. Ég held að það yrði farsæl ákvörðun hjá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að hafa það sem fyrsta verk sitt að taka samgöngumál á vestanverðu landinu til alvarlegrar skoðunar. Ríkisvaldið hefur dregið lappirnar of lengi og nú kallar samfélagið á aðgerðir. Magnús Magnússon Leiðari Í auglýsingu í Skessuhorni vikunn- ar kallar Ungmennasamband Borg- arfjarðar eftir umsóknum um starf framkvæmdastjóra sambandsins. Um fullt stöðugildi er að ræða og í boði fjölbreytt starf á sviði íþrótta- og æskulýðsmála í héraðinu. Pálmi Blængsson viðskiptafræðingur hef- ur sinnt starfinu undanfarin fjög- ur ár en hann hefur nú ráðið sig til starfa hjá bifreiðaumboðinu Heklu frá næstu áramótum og er því á förum úr Borgarnesi. Aðspurður segir Pálmi að starf framkvæmda- stjóra UMSB sé mjög fjölbreytt. Fyrir um fjórum árum hafi UMSB og Borgarbyggð gert með sér sam- starfssamning sem fól í sér að við starf framkvæmdastjóra UMSB var hnýtt ýmsum verkefnum á sviði íþrótta- og æskulýðsmála þannig að um fullt starf yrði að ræða. Meðal þeirra verkefna má nefna umsjón með íþróttamannvirkjum, útdeil- ing styrkja og verðlaunaveiting- ar, rekstur þjónustumiðstöðvar og upplýsingagjöf, æfingaplön og ýmis samþætting í málaflokknum. Þau verkefni hafi komið til við- bótar yfirumsjón með rekstri hér- a ð s s a m b a n d s - ins sem í eru 19 aðildarfélög sem teygja sig yfir þrjú sveitar- félög. Í auglýs- ingunni er m.a. kallað eftir há- skó lamenntun sem nýtist í starfi og að reynslu af stjórnun og rekstri auki hæfi u m s æ k j e n d a . Umsóknarfrest- ur er til 7. des- ember nk. mm Ungmennasamband Borgarfjarðar er 105 ára, stofnað 1912. Á þeim tíma hefur starf sambandsins verið gríðaröflugt, meðal annars að standa fyrir landsmótum ungmennafélaga, en þessi mynd var einmitt tekin við upphaf Unglinga- landsmóts UMFÍ sem haldið var í Borgarnesi 2010. UMSB auglýsir starf framkvæmdastjóra Það var létt yfir starfsmönnum Steypustöðvar Skagafjarðar fyrr í vikunni þegar þeir voru að vinnu við Ytri-Búðá, rétt utan við Grund- arfjörð. Þar voru þeir að undir- búa lagningu rörs sem munu hýsa Grundarfjarðarlínu. Verkinu mið- ar þokkalega áfram en búið er að setja niður strenginn að Búlands- höfða og nú er unnið við lagningu í Grundarfirði. Stefnt er á að fram- kvæmdum ljúki sumarið 2018. tfk Lagning Grundarfjarðarlínu gengur vel Starfsmenn Steypu- stöðvar Skagafjarðar að störfum í kuldanum. Í bréfi sem Félag slökkviliðsmanna á Akranesi sendi bæjarráði Akra- neskaupstaðar í síðustu viku er lýst þungum áhyggjum af skorti á nýliðun í Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Í bréfinu sem Leiknir Sigurbjörnsson formaður félagsins skrifar segir m.a.: „Árið 2007 voru síðast ráðnir inn nýliðar í Slökkvilið Akraness og Hvalfjarð- arsveitar. Kláruðu fimm slökkvi- liðsmenn nýliðaþjálfun og urðu fullgildir slökkviliðsmenn. Starf- andi slökkviliðsmenn voru 30 eft- ir þá ráðningu á Akranesi en leit- ast hefur [verið] eftir því í gegn- um árin að fjöldi starfandi slökkvi- liðsmanna í liðinu sé ekki undir 28 manns.“ Þá segir að fækkað hafi í liðinu eftir þetta, bæði vegna brottflutn- ings og vegna aldurs. Ekki hafi verið ráðið í störfin að nýju. Starf- andi slökkviliðsmenn eru því 24 nú, einn hættir um næstu áramót vegna aldurs og fyrirséð að á næstu árum fækki um fleiri sem eru að nálgast starfslokaaldur. „Á sama tíma og þessi fækkun hefur orðið í slökkviliðinu þá hefur íbúum á Akranesi fjölgað og fyrirtækjum á starfssvæði slökkviliðsins einnig.“ Að endingu segir í bréfi Leiknis: „Félag slökkviliðsmanna á Akra- nesi treystir því að bæjarfulltrúar á Akranesi bregðist við og tryggi að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018 verði gert ráð fyrir ráðn- ingu og þjálfun nýliða hjá slökkvi- liðinu svo fjöldi starfandi slökkvi- liðsmanna fylli aftur þrjá tugi. mm Skora á bæjaryfirvöld að tryggja nýliðun í slökkviliðinu Slökkviliðið að störfum. Ljósm. úr safni Skessuhorns.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.