Skessuhorn


Skessuhorn - 29.11.2017, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 29.11.2017, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 201714 Hjónin Rán Kristinsdóttir og Fannar Baldursson færðu Björgun- arsveitinni Lífsbjörgu í Snæfellsbæ nýverið gjafabréf fyrir sjúkraböru- skel. Er þessi nýja skel úr harðplasti með axlaböndum fyrir burðar- menninga sem gerir allan burð með börurnar auðveldari. Tilefni þess- arar góðu gjafar er að Björgunar- sveitin Lífsbjörg sér um vatnapósta í hinu árlega Snæfellsjökulshlaupi sem þau standa fyrir. Þess má geta að sveitin fékk böruhjól, sem notað er undir börurnar, að gjöf frá þeim hjónum á síðasta ári. þa Færðu Lífsbjörgu sjúkrabörur Laugardaginn 6. janúar klukkan 20, stendur Kór Akra- neskirkju fyrir ný- árstónleikum í Bíó- höllinni á Akranesi. Á efnisskránni verða m.a. íslensk dægur- lög en einnig verð- ur fluttur lagaflokkur sem kallast Feel the spirit og inniheldur sjö afrísk-ameríska söngva. Þessi laga- flokkur hefur ekki áður verið fluttur hérlendis. Kórfélag- ar verða ekki einir á ferð því sett hefur verið saman kammersveit sem skip- uð er hljóðfæraleikurum sem koma að miklu leyti frá Akranesi eða eiga tengingu við Akranes. Stjórnandi á þessum tónleikum verður Guð- mundur Óli Gunnarsson og um ein- söng sér Auður Guðjohnsen mezzo- sópran. „Það er tilvalið að fagna nýju ári með þessum glæsilegu tónleikum og miði á tónleikana er góð gjöf í jóla- pakkann. Forsala hefst í versluninni Bjargi við Stillholt, föstudaginn 1. desember. Miðaverð er kr. 4.500,“ segir í fréttatilkynningu. mm Kór Akraneskirkju stefnir á nýárstónleika Fiskvinnslan Norðursýn ehf. er nýtt fyrirtæki á Akranesi. Starfsemi þess hófst í síðasta mánuði þegar fyrstu afurðunum var pakkað í um- búðir. „Undirbúningur hefur stað- ið yfir nokkuð lengi en við gát- um loksins byrjað í október þegar fyrstu fiskarnir voru flakaðir. Mán- uðina þar á undan hafði verið unn- ið hörðum höndum að því að gera húsnæðið klárt,“ segir Alexander Eiríksson í samtali við Skessuhorn. Alexander er eigandi Norðursýnar en það eru hann og fjölskylda hans sem stendur að fyrirtækinu. „Hér leggjum við áherslu á að kaupa línufisk af smábátasjómönnum, enda er það að mínu viti albesta hráefnið. Öllum fiski sem veidd- ur er á línu er landað samdægurs og aflinn fer strax til vinnslu,“ seg- ir hann. „Hér bjóðum við því bæði ferskan fisk og frystan, en höfum þó vera meira í frystum afurðum til að byrja með, einkum lausfryst- um þorski sem við seljum í fimm kílógramma pakkningum. Sú vara hefur fengið góðar viðtökur. Fólki vill gjarnan eiga slíka pakka í fryst- inum, enda gerist fiskurinn varla betri,“ bætir hann við. Sala á ferskum fiski í deiglunni Alexander segir að Norðursýn flytji einnig inn rækju frá Royal Greenland sem seldar eru í tveggja kílógramma neytendapakkning- um. „Síðan sjáum við fyrir okkur að bæta smám saman við vöruúr- valið. Ætlunin er að bjóða til dæm- is ferska bleikju og frysta og jafn- vel reyktar afurðir, til viðbótar við þorsk, ýsu og rækjur,“ segir hann. „Síðan er í deiglunni að selja fersk- an fisk beint til einstaklinga. Þá myndum við hafa einhvern ákveð- inn tíma sem fólk getur komið til okkar og keypt glænýjan línufisk,“ segir hann en kveðst þó eiga eftir að útfæra betur hvaða háttur verður hafður þar á. „Markaðurinn okkar er fyrst og fremst einstaklingar og fyrirtæki hér í þéttbýlinu á Akranesi en einnig bændur og íbúar í dreif- býlinu hér í kring. Yfirleitt eigum við rækju og frosinn þorsk á lag- er þannig að fólk getur þá kom- ið við og keypt fisk hjá okkur. En svo á fyrirtækið bíl sem er útbú- inn bæði frysti og kæli sem gefur okkur möguleika á að aka afurðun- um okkar heim að dyrum hjá fólki. Fólk getur þá hringt og pantað eða sent okkur skilaboð t.d. á Facebook og við keyrum vörunni heim. Það er mjög gott, ekki síst því við vilj- um sinna markaðnum í dreifbýlinu líka,“ segir hann. Gaman að vera við höfnina Alexander steig sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum í fiski þegar hann var unglingur, eins og svo marg- ir aðrir. Síðan þá hefur hann feng- ist við ýmislegt, var lengi í tölvu- geiranum en er nú kominn aftur í fiskinn. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á sjávarútvegi, hef til dæmis átt bát með pabba og bróður mín- um síðan 2008 og róið á strandveið- um og þá hef ég undanfarin miss- eri aðeins átt við sölu á sjávarafurð- um til Bretlands. Ég hef alltaf haft gaman af því að vera niðri við höfn- ina og ég veit að það hafa fleiri. Það er í blóðinu hjá mörgum Íslending- um. Hugmyndin að því að stofna þetta fyrirtæki er einhvern veginn sprotinn úr þessum jarðvegi,“ seg- ir Alexander. „Ég ákvað að koma þessu fyrirtæki á fót hér í mínum heimabæ, láta á það reyna hvort starfsemi sem þessi gangi ekki upp á Akranesi. Síðan verður framtíðin bara að skera úr um hvernig þetta kemur til með að ganga,“ bætir hann við. Bjartsýnn á framtíð fiskmarkaðar Akranes er rótgróinn sjávarúvegs- bær þó útgerð hafi dregist verulega saman frá því sem áður var. „Akra- nes var líklega þriðja stærsta ver- stöð landsins fyrir ekki meira en 15 til 20 árum, eða svo. Síðan þá hefur útgerð farið verulega minnkandi og margir þættir sem vinna þar sam- an. Smábátútgerð hefur sömuleið- is dregist saman síðustu ár og eru ákveðnar blikur á lofti hvað það varðar hér á Skaga. Fiskmarkaðn- um var til dæmis lokað 15. októ- ber sem er auðvitað ekki gott,“ seg- ir Alexander, en rekstur Norður- sýnar byggir m.a. á því að kaupa fisk af markaði. Hann kveðst engu að síður bjartsýnn á að lausn finn- ist í því máli. „Mér heyrist bæjaryf- irvöld, Faxaflóahafnir og aðrir vera allir af vilja gerðir að beita sér fyrir því að hér verði fiskmarkaður starf- ræktur í framtíðinni. Ég held að all- ir vilji hafa líf á hafnarsvæðinu og grunnurinn að því er auðvitað fisk- markaður, bæði fyrir báta að landa aflanum og eins fyrir fiskverkun til að kaupa fisk eða þá fá hann send- an og afgreiddan í gegnum mark- aðinn hér. Ég er bjartsýnn á farsæla lendingu í þessu máli því mér heyr- ist allir vera sammála um nauðsyn þess að hafa hér fiskmarkað,“ seg- ir hann. Sígandi lukka er best Aðspurður segir Alexander að starf- semi Norðursýnar verði smá í snið- um til að byrja með. Þar eru nú eitt til tvö stöðugildi eftir atvikum og þannig verður það áfram fyrst um sinn. „En það er áhugi fyrir því að efla fyrirtækið með tíð og tíma. Það verður að haldast í hendur við það hvernig fólki líkar við vöruna og það verður bara að koma í ljós,“ segir hann og kveðst munu fara sér að engu óðslega í upphafi. „Þeg- ar fram í sækir horfum við auðvitað til útflutnings líka en fyrst um sinn munum við einbeita okkur að inn- anlandsmarkaði. Ætlunin er að fara varlega af stað og auka starfsemina svo hægt og rólega eftir atvikum,“ segir Alexander að endingu. kgk Fiskvinnslan Norðursýn hóf nýverið starfsemi á Akranesi „Ætlunin að fara varlega af stað og auka starfsemina hægt og rólega“ Fyrstu þorskarnir voru flakaðir í fiskvinnslunni Norðursýn í síðasta mánuði. Hér eru feðgarnir Alexander og Eiríkur faðir hans. Alexander Eiríksson, eigandi Norðursýnar. „Hér leggjum við áherslu á að kaupa línufisk af smábátasjómönnum, enda er það að mínu viti albesta hráefnið,“ segir Alexander í samtali við Skessuhorn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.