Skessuhorn - 29.11.2017, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2017 17
Brey� og bæ�
gæludýradeild
Egilsholti 1, Borgarnesi · Sími 430 5500
Jólavörurnar komnar!
Auglýsing um deiliskipulag
Sólvallarreitur - iðnaðarsvæði,
tillaga að deiliskipulagi
Bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkti þann 1. nóvember 2017 að
auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir iðnaðarsvæði á lóð Grundar-
fjarðabæjar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagssvæðið er á Framnesi og er það skilgreint sem iðnaðarsvæði skv.
gildandi aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2003-2015. Svæðið er 1,1 ha
að stærð miðað við mælingu út í miðlínu aðliggjandi gatna. Þrjár lóðir eru á
svæðinu. Við Sólvelli 2, lóð A, er iðnaðarhús en samkvæmt nýju deiliskipulagi
er gert ráð fyrir frekari uppbyggingu á lóð A. Á lóð B við Nesveg 13 er íbúðar-
hús með tveimur íbúðum og á lóð C við Nesveg 9 stendur einbýlishús.
Tillagan mun liggja frammi á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar frá
7. nóvember til og með 14. desember 2017. Tillagan verður einnig
aðgengileg á heimasíðu Grundarfjarðarbæjar.
Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er þannig gefinn
kostur á að kynna sér tillöguna og gera athugasemd við hana.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar
í ráðhúsinu Borgarbraut 16, 350 Grundarfirði, eða á netfangið
bygg@grundarfjordur.is í síðasta lagi þann 14. desember 2017.
Skipulags- og byggingarfulltrúi Grundarfjarðar.
Grundarfjarðarbær
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Borgnesingurinn Gréta Sigríður
Einarsdóttir tók nýverið við rit-
stjórn tímaritsins Iceland Review,
en það er elsta tímaritið um Ísland
sem gefið er út á ensku, stofnað
árið 1963. „Fyrsta tölublaðið sem
ég ritstýrði kom út í byrjun mánað-
arins,“ segir Gréta ánægð í samtali
við Skessuhorn. „Tímaritið kem-
ur út sex sinnum á ári og svo erum
við með fréttavef sem er í gangi all-
an ársins hring og er mikið lesinn
af erlendum gestum sem hingað til
lands koma,“ bætir hún við. Hún
segir efnistök blaðsins vera menn-
ing, mannlíf og náttúra Íslands sem
miðlað er bæði með samfélagsfrétt-
um, persónulegum sögum af fólk-
inu í landinu eða myndasyrpum. „Í
síðasta tölublaði var til dæmis bæði
fjallað um allt frá göngum og rétt-
um til tilraunahljómsveitarinnar
Cyber,“ segir Gréta.
Aðspurð segist Gréta ekki hafa
sett stefnuna á ritstjórn, en hún hafi
hins vegar stokkið á tækifærið þegar
það bauðst. „Ég lærði bókmennta-
fræði til BA gráðu í Háskóla Íslands
og þar þjálfast maður í að vinna með
texta og við greiningu á efni. Það
er því eiginlega náttúruleg þróun
að fara síðan að gefa út texta sjálf.
Ég útskrifaðist fyrir tveimur árum
úr meistaranámi í hagnýtri ritstjórn
og útgáfu og hef síðan unnið hjá
fyrirtæki sem gefur út ferðamanna-
blöð. Ég bý vel að þeirri reynslu
núna við ritstjórn á Iceland Review,
en við gefum einnig út önnur tíma-
rit, til dæmis What‘s On in Reykja-
vík og Reykjavík City Guide,“ seg-
ir hún. „Það er mjög skemmtilegt
að geta starfað við menningar- og
samfélagsumfjöllun og gaman að
fá tækifæri til að stýra gömlu blaði
með ríka sögu,“ bætir hún við.
„Rosalega flott blað“
Aðspurð segir hún að ekki verði
stórar breytingar á efnistökum eða
umfjöllunum Iceland Review, en
þær verði þó einhverjar. „Það urðu
nokkrar breytingar á starfshópnum
eftir að nýir eigendur keyptu blað-
ið í vor, þar á meðal kom ég inn
sem ritstjóri. Við byggjum áfram á
þeim góða grunni sem verið hefur
í gegnum tíðina en höfum tækifæri
til að gera efnið að okkar og segja
frá því sem okkur finnst áhugavert.
Ætlunin er ekki að gjörbylta neinu í
efnistökum blaðsins en óhjákvæmi-
lega breytist alltaf eitthvað með
nýju fólki,“ segir Gréta.
Iceland Review kemur út sex
sinnum á ári og er að jafnaði 112
síður, stórt og mikið blað. „Þetta
er rosalega flott blað, fjölbreytt
og við reynum að vera alltaf með
myndaþætti af bæði fólki og land-
inu. Blaðið er selt í nokkur þúsund
áskriftum víðs vegar um heiminn,
er úti um allt í Leifsstöð og mikið
lesið af útlendingum. Vefurinn er
á bæði ensku og þýsku og er hann
mikið skoðaður. Sérstaklega eru
hestafréttirnar vinsælar á þýsku út-
gáfu vefsins,“ segir Gréta og hlær
við. „Til stendur að taka vefinn í
yfirhalningu. Gífurlegt magn er til
af frábæru eldra efni sem ekki er
aðgengilegt á vefnum og við erum
að skoða hvort við eigum að gera
það aðgengilegt þar. Það væri mjög
skemmtilegt,“ bætir hún við.
Fjölbreytt starf
Aðspurð segir Gréta að sem stend-
ur séu fimm manns sem myndi rit-
stjórnarkjarna Iceland Review. Þá
starfa einnig hjá fyrirtækinu ljós-
myndarar, hönnuður og fleiri.
Vinnustaðurinn er því ekki ýkja stór
og Gréta tekur sjálf viðtöl og skrif-
ar fréttir samhliða ritstjórn blaðs-
ins. „Hér verða allir að vera allt í
öllu og tilbúnir að gera allt sem þarf
að gera, hvort sem það er að skrifa
fréttir eða menningarumfjallan-
ir eða hvaðeina sem fólki kann að
þykja áhugavert um land og þjóð.
Það gefur starfinu mikla og góða
fjölbreytni,“ segir hún. „Mér finnst
þetta starf ótrúlega skemmtilegt.
Ég fylgist með öllu sem er að ger-
ast og starfið gefur mér tækifæri til
að hitta alls konar áhugavert fólk.
Þetta er draumurinn,“ segir Gréta
Sigríður Einarsdóttir að endingu.
kgk
„Starfið gefur mér tækifæri til að
hitta alls konar áhugavert fólk“
- segir Borgnesingurinn Gréta Sigríður Einarsdóttir,
ritstjóri Iceland Review
Gréta Sigríður
Einarsdóttir er
ritstjóri Iceland
Review.
Sjötta tölublað Iceland Review þetta
árið og fyrsta tölublaðið sem Gréta
ritstýrði kom út í byrjun nóvember.