Skessuhorn


Skessuhorn - 29.11.2017, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 29.11.2017, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 201724 fimmtudaginn 7. desember klukkan 20. Að- gangseyrir er 2.000 kr. og 1.500 kr. fyrir aldr- aða og öryrkja og frítt fyrir 16 ára og yngri. Hátíðartónleikar Eyþórs Inga verða haldnir í Grundarfjarðarkirkju föstudaginn 15. des- ember klukkan 20. Um er að ræða hugljúfa jólastund. Að tónleikum loknum ætlar Eyþór að koma við á 59 Bistro bar. Jólatónleikarnir „Jól með Jóhönnu“ verða í Grundarfjarðar- kirkju föstudaginn 22. desember klukkan 20. Þar mun söngkonan Jóhanna Guðrún koma fram ásamt Davíð Sigurgeirssyni gítarleik- ara. Á tónleikunum ætla þau að skapa nota- lega jólastemningu og flytja sín uppáhalds jólalög í glænýjum útsendingum fyrir gítar og söng. Miðaverð 2.990 kr. Miðvikudaginn 20. desember klukkan 15 verður útskriftarhá- tíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundar- fjarðarkirkju. Setbergsprestakall Sr. Aðalsteinn Þorvaldsson 3. desember – Fyrsti sunnudagur í aðventu: Guðsþjónusta á fyrsta sunnudegi aðventunn- ar klukkan 11 í Grundarfjarðarkirkju. 4. desember – Mánudagur: Morgunsöngur klukkan 10 í Grundarfjarðarkirkju. 6. desember – Miðvikudagur: Kirkjuskóli klukkan 16:20 og jólatónleikar Tónlistar- skóla Grundarfjarðar klukkan 20 í Grundar- fjarðarkirkju. 7. desember – Fimmtudagur: Tónleikar Söngsveitarinnar Blær klukkan 20 í Grund- arfjarðarkirkju. 11. desember – Mánudagur: Morgunsöngur klukkan 10 í Grundarfjarðarkirkju. 12. desember – Þriðjudagur: Aðventu- kvöld með Kirkjukór og Karlakórnum Kára í Grundarfjarðarkirkju. 13. desember – Miðvikudagur: Kirkjuskóli klukkan 16:20 í Grundarfjarðarkirkju. 18. desember – Mánudagur: Morgunsöngur klukkan 10 í Grundarfjarðarkirkju. 24. desember – Aðfangadagur: Beðið eftir jólunum. Barnastund klukkan 11 í Grundar- fjarðarkirkju. 24. desember – Aðfangadagur: Guðsþjón- usta klukkan 18 í Grundarfjarðarkirkju. 25. desember – Jóladagur: Guðsþjónusta klukkan 14 í Setbergskirkju. 31. desember – Gamlársdagur: Guðsþjón- usta klukkan 16 í Grundarfjarðarkirkju. Stykkishólmur Líkt og annarsstaðar á Vesturlandi er ýmis- legt á döfinni í Stykkishólmi á aðventunni. Þeir Andrés Þór Gunnlaugsson, Karl Olgeirs- son og Jón Rafnsson halda tónleika á morgun, fimmtudag, í Stykkishólmskirkju klukkan 20. Kvenfélagið Hringurinn verður með sinn ár- lega jólabasar sunnudaginn 3. desember í Safn- aðarheimili Stykkishólmskirkju frá klukkan 15-17. Þar verða fallegir handgerðir munir til sölu. Söngsveitin Blær verður með jólatónleika í Stykkishólmskirkju sunnudaginn 3. desember klukkan 20. Aðgangseyrir er 2.000 kr. og 1.500 kr. fyrir aldraða og öryrkja og frítt fyrir 16 ára og yngri. Jólatónleikar í sal tónlistarskólans verða fimm talsins þetta árið, mánudaginn 4. des- ember klukkan 18 og 18:45, þriðjudaginn 5. desember klukkan 18 og miðvikudaginn 6. desember klukkan 18 og 18:45 Allir eru hjart- anlega velkomnir á tónleikana og frítt inn. Þá vilja nemendur og kennarar Tónlistarskóla Stykkishólms bjóða bæjarbúum og nágrönnum að njóta með þeim notalegrar stundar fimmtu- daginn 14. desember á tónleikum þar sem fjöldi nemenda ætlar að spila og syngja jólalög og aðra hátíðlega skemmtilega tónlist. Miðvikudaginn 6. desember frá klukkan 17-19 verður myndlistarsýningin „Dáleiðandi mandölur og glaðlynd furðudýr“ opin í Norska húsinu í Stykkishólmi. Þar sýna mæðgurnar Menja von Schmaiensee og Ísól Lilja Róberts- dóttir nokkur af sínum verkum. Matar- og handverks pop-up markaður á Narfeyrarstofu verður laugardaginn 9. desember frá klukkan 13-16. Jólaljúfmetsmarkaður Stykkishólmz- Bitter sunnudaginn 10. desember í Nýræktinni frá klukkan 14-16. Jólakökubasar Lionsklúbbs- ins Hörpu í Bónus verður fimmtudaginn 14. desember. Jólamarkaðir verða opnir í Norska húsinu 14. og 21. desember frá klukkan 20-22. Friðarganga verður farin á Þorláksmessukvöli frá Hólmagarði að Ráðhúsinu, lagt verður af stað klukkan 18. Stykkishólmsprestakall Sr. Gunnar Eiríkur Hauksson 3. desember – Fyrsti sunnudagur í aðventu: Kirkjuskóli í Stykkishólmskirkju klukkan 11. 5. desember – Þriðjudagur: Kirkjuheimsókn- ir leik- og grunnskólans, helgileikur klukkan 10:30. Helgistund og súpa fyrir 60 ára og eldri klukkan 12. 10. desember – Annar sunnudagur í aðventu: Kirkjuskóli í Stykkishólmskirkju klukkan 11. Aðventustund í Helgafellskirkju klukkan 17. Guðsþjónusta í Gömlu kirkjunni í Stykkishólmi klukkan 20. 24. desember – Aðfangadagur: Aftansöngur klukkan 18 í Stykkishólmskirkju. 25. desember – Jóladagur: Hátíðarguðsþjón- usta í Helgafellskirkju klukkan 14. 26. desember – Annar dagur jóla: Guðsþjón- usta í Breiðabólstaðarkirkju klukkan 14. 27. desember – Miðvikudagur: Helgistund á St. Franciskusspítalanum klukkan 14. Helgi- stund á Dvalarheimilinu klukkan 16. 31. desember – Gamlársdagur: Aftansöngur í Stykkishólmskirkju klukkan 17. Dalabyggð Von er á Guðna Th Jóhannessyni forseta Íslands í opinbera heimsókn í Dalabyggð miðvikudag- inn 6. desember og fimmtudaginn 7. desemb- er. Forsetinn mun heimsækja og kynna sér ýmsa áhugaverða staði í Dalabyggð, svo sem Auðar- skóla, Laugar í Sælingsdal og fleiri staði. Í til- efni heimsóknarinnar verður haldin fjölskyldu- skemmtun í Dalabúð fimmtudaginn 7. desember frá klukkan 17-18:30. Þá verður dagskrá hefðbundin þegar ljósin verða tendruð á jólatrénu í Búðardal, þar sem boðið verður upp á heitt kakó og jólasveinar láta sjá sig. Dalaprestakall Sr. Anna Eiríksdóttir 3. desember – Fyrsti sunnudagur í aðventu: Sameiginlegt jólaball sunnudagaskóla Dala- og Reykhólaprestakalls í Tjarnarlundi klukk- an 11. Helga Möller mætir og syngur jóla- lög og Ingimar Ingimarsson organisti spilar undir. Einnig mætir kátur jólasveinn. Fjölskyldukaffi á Fellsenda klukkan 14 í boði kvenfélagsins Fjólunnar, sem sér um kaffi- veitingar. Kveikt verður á aðventukransin- um, lesin jólahugvekja og sungin jólalög. Nikkólína mætir með nikkurnar og Helga Möller syngur nokkur jólalög. Aðventukvöld í Hjarðarholtskirkju klukkan 20 með fjölbreyttri dagskrá. Börn úr kirkju- skólanum kveikja á fyrsta aðventukertinu, fermingarkrakkar lesa ritningalestra og stelpur úr söngskólanum ætla að flytja nokk- ur jólalög. Hjördís Kvaran flytur hugvekju. Kirkjukór Dalaprestakalls syngur jóla- sálma undir stjórn Halldórs Þorgils Þórð- arsonar og Helga Möller, söngkona, syng- ur sín þekktustu jólalög. Í lokin verður ljós- ið borið um kirkjuna um leið og sungið er Heims um ból. Allir velkomnir. 24. desember – Aðfangadagur: Helgistund á Fellsenda klukkan 14. Hátíðarguðsþjónusta í Hjarðarholtskirkju klukkan 18. 25. desember – Jóladagur: Hátíðarguðsþjón- usta í Staðarfellskirkju klukkan 14. Helgistund á Silfurtúni klukkan 17. 26. desember – Annar dagur jóla: Hátíðarguð- sþjónusta í Snóksdalskirkju klukkan 11. Há- tíðarguðsþjónusta í Stóra- Vatnshornskirkju klukkan 14. 28. desember – Fimmtudagur: Kertamessa í Kvennabrekkukirkju klukkan 20. 31. desember – Gamlársdagur: Hátíðarguð- sþjónusta í Hvammskirkju klukkan 14. Reykhólar Hið árlega fullveldiskaffi verður í Reykhóla- skóla föstudaginn 1. desember. Sýningin hefst klukkan 19:30 og skemmtun lýkur klukkan 22. Miðaverð er 1.500 kr. fyrir fullorðna, 500 kr. fyrir 6-16 ára og frítt fyrir 5 ára og yngri. Þá verður árlegur jólamarkaður Handverks- félagsins Össu í Króksfjarðarnesi fyrstu að- ventuhelgina, 2. og 3. desember á milli kl 12 og 17 báða dagana. Hægt verður að versla ýmislegt skemmtilegt fyrir jólin auk þess sem Kvenfé- lagið Katla mun selja kaffi og meðlæti. Laugar- daginn 2. desember kemur Harmonikkufélagið Nikkólína klukkan 15 og spilar fyrir markaðs- gesti. Sunnudaginn 3. desember mun Helga Möller taka nokkur lög klukkan 12:30 og klukk- an 14 munu mæðgurnar frá Mýrartungu kynna bókina Hugdettur og heilabrot. Reykhólaprestakall Sr. Hildur Björk Hörpudóttir 3. desember – Fyrsti sunnudagur í aðventu: Jólaball sameiginlegs sunnudagaskóla Dala og Reykhólaprestakalls í Tjarnalundi klukkan 11. Söngkonan Helgar Möller kemur og syngur með börnunum og jólasveinar mæta á svæðið. Aðventustund í Barmahlíð klukkan 14:45. 14. desember – fimmtudagur: Aðventukvöld í Staðarhólskirkju klukkan 18 og Pálínuboð á eft- ir. Aðventukvöld í Garpsdalskirkju klukkan 20. 17. desember – Þriðji sunnudagur í aðventu: Aðventumessa í Gufudalskirkju klukkan 18. 25. desember – Jóladagur: Hátíðarguðsþjón- usta í Reykhólakirkju klukkan 11 og hátíðarguð- sþjónusta í Garpsdalskirkju klukkan 13. 26. desember – Annar dagur jóla: Hátíðarguð- sþjónusta í Staðarhólskirkju klukkan 14:30 og hátíðarguðsþjónusta í Skarðskirkju klukkan 17. Síðastliðinn sunnudag var hinn árlegi jólamarkaður haldinn á Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshreppi. Þar mátt sjá úrval af handverki og mat þannig að borð svignuðu undan krásunum. Meðfylgjandi myndir tók Iðunn Silja Svansdóttir við þetta tilefni. mm Héldu árlegan jólamarkað á Breiðabliki Foreldrafélag Grunnskóla Grundarfjarðar hélt árlegt jólaföndur fyrir börn og fullorðna fimmtudaginn 23. nóvember síðastliðinn. Góð mæting var á föndrið og gátu allir fundið sér eitthvað til dundurs. Afraksturinn var hinn glæsilegasti og mun eflaust prýða hillur á heimilum eða jafnvel laumast í jólapakkann. 9. bekkur sá að vanda um vöfflubakstur og kakógerð fyrir gesti en það er liður í fjáröflun fyrir ferðalag næsta vor. tfk Jólaföndur í Grunnskóla Grundarfjarðar Þessi unga dama rétt gaf sér tíma til að brosa til ljósmyndara en hún var mjög upptekin við músa- stigagerð ásamt ömmu sinni. Einbeitningin skín úr andliti þessa unga manns sem málaði krukku undir dyggri leiðsögn móður sinnar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.