Skessuhorn


Skessuhorn - 29.11.2017, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 29.11.2017, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2017 11 Jólaljósin tendruð í Skallagrímsgarði kl. 17.00 Ljósin verða tendruð á jólatré Borgarbyggðar í Skallagrímsgarði. Þar mun Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri flytja ávarp og tendra jólaljósin. Jólalög verða sungin af Barnakór Borgarness undir stjórn Steinunnar Árnadóttur við undirleik Halldórs Hólm. Einnig mun Andrea Jónsdóttir spila á saxafón. Nemendur Grunnskólans í Borgarnesi bjóða upp á heitt kakó. Jólasveinar mæta á svæðið og dansað verður í kringum jólatréð. Aðventustemning verður í bænum. Gleðilega hátíð! Upphaf aðventu í Borgarbyggð sunnudaginn 3. desember 2017 SK ES SU H O R N 2 01 7 Síðdegis á þriðjudaginn í liðinni viku kom bæjarstjórn unga fólks- ins á Akranesi saman í bæjarþings- al Akraneskaupstaðar. Fundinn sátu einnig bæjarfulltrúar Akra- neskaupstaðar og bæjarstjóri. Það var Sigríður Indriðadóttir, forseti bæjarstjórnar, sem stjórnaði fund- inum. Í bæjarstjórn unga fólksins eiga sæti þau Selma Dögg Þorsteins- dóttir og Gylfi Karlsson f.h. Arn- ardalsráðs, Birta Björgvinsdóttir og Ella Eir Ágústsdóttir f.h. Hvíta húss ráðs, Aron Kristjánsson f.h. nemendafélags Brekkubæjarskóla, Guðjón Snær Magnússon f.h. nem- endafélags Fjölbrautaskóla Vestur- lands, Jón Hjörvar Valgarðsson, ungmennaráði og áherynarfulltrúi í skóla- og frístundaráði og Ísak Örn Elfarsson f.h. nemendafélags Grundaskóla. Ísak Örn gat ekki verið viðstaddur fundinn vegna veikinda en Jón Hjörvar tók að sér að flytja hans mál. Lof og ábendingar Krakkarnir nýttu tækifærið til að ræða um hvaðeina sem viðkemur ungu fólki á Akranesi. Hrósað var fyrir það sem vel er gert og bent á það sem ungmennin töldu að bet- ur mætti fara. Félagsmiðstöðv- arnar Arnardalur og Hvíta húsið fengu lof fyrir gott starf og kallað var eftir því að opnunartími þeirra yrði rýmkaður. Einnig lýsti unga fólkið ánægju með gott samstarf félagsmiðstöðva á Vesturlandi. Bæjaryfirvöldum var hrósað fyr- ir Akranesstrætóinn sem nýtist krökkum vel á leið til skóla eða æf- inga. Hins vegar var kallað eftir því að breyting frá vetrarakstri vagns- ins yfir í sumarakstur mætti miðast við skólaslit. Eins og skiptingunni er háttað núna tekur sumarakstur við áður en skóla lýkur. Tvær ferð- ir sem falla niður á sumrin nýtast því ekki grunnskólabörnum síð- ustu kennsludaga skólanna. Bæjaryfirvöldum var hrósað fyr- ir að útvega grunnskólabörnum námsgögn. Látið var vel af netmál- um í Grundaskóla en kallað eft- ir bættu neti í Brekkubæjarskóla. Kallað var eftir fjármálakennslu í grunnskólunum eða í Fjölbrauta- skóla Vesturlands, til dæmis sem viðbót í lífsleiknikennslu. Allir sem vöktu máls á gatna- framkvæmdum í bænum lýstu yfir ánægju sinni með þær og voru bæjaryfirvöld hvött til að halda uppteknum hætti. Rætt var um þrengsli líkamsræktarsalsins á Jað- arsbökkum og bæjaryfirvöld hvött til að ráða bót í máli. Einnig voru þau hvött til að hita Akraneshöll- ina betur yfir vetrartímann, það myndi skila sér í betri nýtingu og draga úr líkum á meiðslum. Að lokum var varpað fram þeirri hugmynd að standa að uppbygg- ingu stúdentagarða eða lítilla leiguíbúða á Akranesi. Bærinn væri ekki inni í myndinni sem búseta fyrir fólk sem stefnir á háskólanám vegna þess að hagstætt húsnæði sé vandfundið í bænum. Akranes sé hins vegar vel staðsett og hægt að taka strætó alla leið í Háskóla Ís- lands. Því væri færi til uppbygg- ingar stúdentagarða sem myndi auka líkur á því að ungt fólk snúi heim að námi loknu. kgk Ungir Akurnesingar láta sig bæjarmálin varða

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.