Skessuhorn


Skessuhorn - 29.11.2017, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 29.11.2017, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2017 13 Velkomin í sund! Opnunartími um jól og áramót í sundlaugum Borgarbyggðar 2017 Sundlaugin í Borgarnesi 23. des. Þorláksmessa, opið 6:00-18:00 24. des. aðfangadagur, opið 9:00-12:00 25. des. jóladagur, lokað 26. des. annar í jólum, lokað 31. des., 9:00-12:00 1. jan. 2017, lokað Sundlaugin Kleppjárnsreykjum 23. des. Þorláksmessa, lokað 24. des. aðfangadagur, lokað 25. des. jóladagur, lokað 26. des. annar í jólum, lokað 31. des., lokað 1. jan. 2017, lokað Sundlaugin á Varmalandi er lokuð yfir vetratímann SK ES SU H O R N 2 01 7 Aðventustemning í Akranesvita í desember SK ES SU H O R N 2 01 7 Jólatónar alla laugardaga kl. 14:00 2. desember• - Tónlistarfólkið Valgerður Jónsdóttir og Þórður Sævarsson 9. desember • - Hanna Þóra Guðbrandsdóttir sópran og Birgir Þórisson 16. desember• - Jónína Björg Magnúsdóttir söngkona 23. desember • - Rakel Pálsdóttir söngkona og Birgir Þórisson Allir velkomnir og aðgangur ókeypis Opnunartími í desember Akranesviti er opinn þriðjudaga til laugardaga frá kl. 11-17 allan desember Eftir vikulangar viðræður Sjálf- stæðisflokks, Vinstri hreyfingar- innar græns framboðs og Fram- sóknarflokks dró loks til tíðinda í gær. Þá veitti Guðni Th. Jóhann- esson, forseti Íslands, Katrínu Jak- obsdóttur formanni VG form- legt umboð til stjórnarmyndunar. Guðni telur að ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks undir forsæti Katrín- ar geti tekið við á ríkisráðsfundi á morgun, fimmtudag. Guðni sagði við fréttamenn á fundi sem hann hélt á Bessastöðum í gærmorg- un að stjórnarsáttmáli liggi fyrir í megindráttum og að hann leyfði sér að vera bjartsýnn á að stjórnar- samstarfið myndi halda. „Það er í verkahring stjórnmála- mannanna að mynda hér ríkis- stjórn. Þeir eru langt komnir með það núna leiðtogar þriggja flokka,“ sagði Guðni. „Það er alveg sama hverjir hefðu tekið það verkefni að sér og leitt til lykta – ég hefði verið bjartsýnn fyrir þeirra hönd,“ sagði forsetinn. Ekkert hefur enn komið fram um ráðherraskipan, að öðru leyti en því að Katrín verður forsætis- ráðherra. Gert er ráð fyrir að ríkis- stjórn verði skipuð ellefu ráðherr- um og að skipting ráðuneyta verði með svipuðum hætti og hjá síðustu ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkur fá ifimm ráðherra og hinir flokkarnir þrjá hvor. mm Ný ríkisstjórn að verða til www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.