Skessuhorn - 29.11.2017, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 201712
Þessa skemmtilegu mynd tók Sig-
rún Ólafsdóttir bóndi í Hallkels-
staðahlíð í Hnappadal í fjárhús-
unum sínum í liðinni viku. Þarna
er búið að gefa á garðann. Glöggt
má sjá að búið er að raða í krærn-
ar fyrir fengitímann sem brátt fer í
hönd. Sigrún birti mynd sína á Fa-
cebook og fékk ýmsar skemmtileg-
ar athugasemdir; eins og aðskilnað-
arstefna, lopapeysumynstur og lita-
kóðun. Ein spurði svo: „Er þetta
svarthvíta myndin sem allir eru að
pósta?“ mm
Besta svarthvíta
myndin
Þessa dagana standa yfir fram-
kvæmdir við löndunarkantinn á
Norðurtanga í Ólafsvíkurhöfn.
Verið er að setja upp olíudælu og
endurbæta þá aðstöðu sem Olís
býður upp á, en gamla dælan var
staðsett við endann á einni flot-
bryggjunni og var hún orðin göm-
ul og úr sér gengin. Nýja dælan
er öflug og hraðvirk með 10.000
lítra tanki og mun standa á flot-
bryggju sem er tólf fermetrar að
stærð. Það er B.Vigfússon sem sér
um alla framkvæmdina fyrir Olís
og er gert ráð fyrir að allt verði til-
búið í lok næstu viku. Það sem upp
á vantar mun verða klárað í vor,
svo sem þökulagning og frágang-
ur svæðisins.
þa
Olís bætir aðstöðuna
við Norðurtangann
Hún Dóra Ólafsdóttir fædd-
ist norður í Þingeyjarsýslu fyr-
ir rúmum 105 árum. Var hún tal-
símavörður á Akureyri í fjörutíu
ár og bjó norðan heiða fast að tí-
ræðisafmælinu. En þrátt fyrir að
hafa flutt suður fyrir heiðar fyrir
nokkrum árum heldur hún áfram
þeirri fjölskylduhefð að skera út
í laufabrauð enda er laufabrauðs-
bakstur svikalaust siður norðan-
fólks. Áskell Þórisson sonur henn-
ar tók þessar skemmtilegu myndir
af móður sinni sem um liðna helgi
tók þátt í laufabrauðsskurði.
Þess má geta að Dóra var ná-
skyld þjóðskáldinu Jónasi Hall-
grímssyni og Þórir Áskelsson eig-
inmaður hennar var vinur þjóð-
skáldsins Davíðs Stefánssonar og
mikill áhugamaður um íslenskt
mál.
mm/ Ljósm. Áskell Þórisson.
Heldur í hefðina við
laufabrauðsskurðinn
Ungmennafélagið Stjarnan var
stofnað í Saurbæjarhreppi í Döl-
um laugardaginn 1. desember árið
1917. Félagið á því aldarafmæli
næsta föstudag. Í tilefni þess ætla
félagsmenn að halda upp á afmælið
í Tjarnarlundi laugardaginn 2. des-
ember næstkomandi kl. 20:00. Arn-
ar Eysteinsson í Stórholti er formað-
ur Umf. Stjörnunnar. „Ungmenna-
félagið býður öllum til kaffisamsæt-
is í Tjarnarlundi í tilefni dagsins.
Kökur og kaffi verða á boðstóln-
um og smá skemmtidagskrá þar sem
Fagradalsfrændur ætla til að mynda
að stíga á svið og sprella fyrir gesti,“
segir Arnar í samtali við Skessuhorn.
„Fyrst og fremst ætlum við þó að
njóta þess að hittast, spjalla saman
og eiga góða kvöldstund. Ef til vill
verða rifjuð upp skemmtileg atvik
frá samkomum Stjörnunnar í gegn-
um tíðina, héraðsmótum og jafnvel
þorrablótum,“ bætir hann við.
Starfið hefur breyst í
tímans rás
Ýmislegt hefur breyst í starfi Stjörn-
unnar eins og annarra ungmenna-
félaga í gegnum tíðina. Árlega er
staðið fyrir þorrablóti í Tjarnarlundi
og stundum réttardansleikjum. Það
sem breyst hefur einna helst síð-
ustu ár er íþróttastarfið. „Stjarnan
ein og sér stendur í sjálfu sér ekki
fyrir mörgum viðburðum núorð-
ið. Haldið er árlegt þorrablót en
íþróttastarfið er í samstarfi við önn-
ur ungmennafélög á svæðinu, sem
hefur gefið mjög góða raun. Ekki
er lengur grundvöllur til að halda
helgarlöng héraðsmót í Tjarnar-
lundi á hverju sumri, en í staðinn
hefur UDN farið þá leið að halda
þrjú kvöldmót á sumrin. Það hefur
því mikið breyst frá því sem var hér
áður fyrr,“ segir Arnar.
Halda utan um söguna
Um þessar mundir standa Umf.
Stjarnan, Byggðasafn Dalamanna
og Héraðsskjalasafn Dalasýslu fyr-
ir sameiginlegu átaki við söfnun
skjala, muna, ljósmynda og frásagna
um starf Stjörnunnar undanfarin
eitt hundrað ár. Þeir sem kunna að
hafa undir höndum skjöl eða muni
tengda starfi félagsins eru hvattir til
að hafa samband við Arnar eða Val-
dísi Einarsdóttur héraðsskjalavörð.
Arnar vonast til að takist að safna
einhverjum munum fyrir afmælis-
veisluna 2. desember næstkomandi.
„Það væri voða gaman að geta leyft
fólki að fletta í gegnum gamlar ljós-
myndir í afmælinu en það verður
bara að koma í ljós hvort það verður
hægt,“ segir hann. „Við í Stjörnunni
vonumst auðvitað til að sem flestir
láti sjá sig í Tjarnarlundi á laugar-
daginn til að fagna tímamótunum
með okkur,“ segir Arnar Eysteins-
son að endingu.
kgk/ Ljósmyndir útvegaði Stefán
Skafti Steinólfsson.
Ungmennafélagið Stjarnan
stendur á tíræðu
Boðið til kaffisamsætis í Tjarnarlundi á laugardag
Bræðurnir Jóhannes og Karl Smára-
synir frá Litla Holti í Saurbæ, merktir
Stjörnunni í bak og fyrir.
Frá keppni á héraðsmóti í Tjarnarlundi
á síðari hluta síðustu aldar. Hér keppir
Þórólfur Sigurðsson í langstökki.