Skessuhorn


Skessuhorn - 29.11.2017, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 29.11.2017, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2017 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Snæfell vann góðan sigur á Vestra, 111-94, þegar liðin mættust í níundu umferð 1. deildar karla í körfuknatt- leik á sunnudag. Leikið var í Stykk- ishólmi og höfðu heimamenn held- ur undirtökin þó leikurinn væri jafn og spennandi. Snæfellingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og léku vel fyrstu mínúturnar. Áræðni og þolinmæti einkenndi leik þeirra í upphafi. Þeir tóku góð skot, hittu vel og komust í 7-0. Þá vöknuðu gestirnir til lífs- ins og komu sér inn í leikinn. Um miðjan upphafsfjórðunginn höfðu þeir minnkað forystu Snæfells í tvö stig, 15-13. Eftir það höfðu heima- menn hins vegar undirtökin og með góðri rispu undir lok upphafsfjórð- ungsins náðu þeir tíu stiga forskoti, 35-25. Snæfellingar voru áfram við stjórnvölinn í öðrum leikhltua. Þeir hittu vel úr skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna en gestirnir sóttu meira inn að körfunni og voru heimamönnum erfiðir viðureignar í teignum. Snæfell leiddi með ellefu stigum í hálfleik, 65-54. Snæfell hélt forystunni eftir hléið en gestirnir tóku að sækja að þeim, hægt og sígandi, eftir því sem leið á þriðja leikhluta. Að honum lokn- um höfðu þeir minnkað muninn í fjögur stig, 85-81 og leikurinn gal- opinn fyrir lokafjórðunginn. Fjórði leikhluti var æsispennandi framan af. Vestramenn gerðu harða atlögu að Snæfelli, minnkuðu muninn í tvö stig og fylgdu þeim síðan eins og skugginn. Gestirnir misstu Nem- anja Knazevic af velli með fimm vill- ur þegar þrjár mínútur lifðu leiks og við það hrundi leikur Vestra. Snæfell tók öll völd á vellinum síðustu mín- úturnar á meðan gestirnir náðu ekki að skora stig. Forysta Snæfells óx úr fjórum stigum í 17 þessar síðustu mínútur. Lokatölur urðu 111-94 fyrir Snæfell. Christian Covile var atkvæða- mestur Snæfellinga með 29 stig, ell- efu fráköst, sjö stoðsendingar og sex stolna bolta. Sveinn Arnar Davíðs- son var í miklu stuði sömuleiðis, skoraði 27 stig og tók sjö fráköst. Viktor Marinó Alexandersson skor- aði 17 stig, Þorbergur Helgi Sæ- þórsson 15 og Nökkvi Már Nökkva- son var með 12 stig. Nemanja Knazevic átti stórleik fyrir gestina, skoraði 38 stig, reif niður 22 fráköst og var með sex varin skot. Nebosja Knazevic kom honum næstur með 31 stig og níu fráköst og Björn Ásgeir Ásgeirsson skoraði tíu stig. Eftir leikinn hefur Snæfell tólf stig eftir níu leiki í þriðja sæti deild- arinnar, tveimur stigum meira en næstu lið fyrir neðan en einum sigri á eftir Breiðabliki í sætinu fyrir ofan. Næst leikur Snæfell fimmtudaginn 30. nóvember næstkomandi þegar l iðið mætir FSu á útivelli. kgk Botnlið ÍA í tók á móti Fjölni 1. deild karla í körfuknatt- leik að kvöldi föstu- dags. Leikurinn var nokkuð kaflaskipt- ur og fjörugur en að endingu náðu Fjölnismenn tök- um á leiknum og höfðu 13 stiga sig- ur, 86-99. Mikið jafnræði var með liðunum í upphafi og þau skiptust á að leiða leikinn. Aldrei munaði meira en örfáum stigum á báða bóga, en eft- ir fyrsta leikhluta voru það Skaga- menn sem höfðu forystuna, 27-24. Skagamenn héldu forystunni fram- an af öðrum leikhluta en gestirnir úr Grafarvogi fylgdu þeim eins og skugginn. Fjölnismenn náðu síðan að snúa leiknum sér í hag á síðari hluta annars leikhluta. Þeir komust yfir um miðjan fjórðunginn og með góðri rispu náðu þeir níu stiga for- ystu fyrir hléið, 51-60. Skagamenn minnkuðu muninn í fjögur stig snemma í síðari hálfleik en gestirnir náðu að slíta sig aðeins frá þeim að nýju og höfðu ellefu stiga forskot um miðjan þriðja leik- hluta. Eftir það náði ÍA aftur góð- um leikkafla og minnkaði muninn í tvö stig en voru fjórum stigum á eftir fyrir lokafjórðunginn, 75-79. Gestirnir höfðu undirtökin í upp- hafi fjórða leikhlutans en Skaga- menn voru ekki langt undan. Það var síðan um miðjan fjórðunginn sem Fjölnir náði góðum spretti og 15 stiga forskoti sem gerði út um leikinn. Fjölnir sigraði að lokum með 13 stgium, 86-99. Marcus Dewberry var atkvæða- mestur leikmanna ÍA með 31 stig en Ármann Örn Vilbergsson skor- aði 17. Jón Orri Kristjánsson og Jón Frímannsson skoruðu tíu stig hvor en aðrir höfðu minna. Samuel Prescott jr. var í algerum sérflokki í liði gestanna með 43 stig og ellefu fráköst. Sigvaldi Eggerts- son var með 24 stig og sex fráköst og Rafn Kristján Kristjánsson skor- aði 13 stig. Skagamenn sitja enn stigalausir á botni deildarinnar eftir átta leiki, tveimur stigum á eftir FSu í sætinu fyrir ofan. Næst leikur ÍA föstudag- inn 1. desember næstkomandi þeg- ar liðið mætir Hamri í Hveragerði. kgk Skallagrímur vann öruggan heima- sigur á FSu, 111-83, þegar liðin mættust í 1. deild karla í körfuknatt- leik á fimmtudag. Hlutskipti liðanna í deildinni er ólíkt, Skallagrímur er á toppnum en FSu-menn í áttunda og næstneðsta sæti með aðeins einn sigurleik í farteskinu. Fyrirfram bjuggust því flestir við sigri Skallagríms en það voru gest- irnir sem náðu yfirhöndinni í fyrsta leikhluta eftir að liðin höfðu skipst á körfum í upphafi. Ekki fór mikið fyrir varnarleik Skallagríms og FSu náði fimm stiga forskoti um miðj- an upphafsfjórðunginn. Þeir leiddu leikinn þar til í blálok leikhlutans að Skallagrímsmenn náðu með góðri rispu að komast yfir áður en flaut- an gall, 25-23. Jafnræði var með lið- unum framan af öðrum fjórðungi en þá fóru Skallagrímsmenn að keyra upp hraðann og komust níu stigum yfir, 43-34. Gestirnir áttu lokaorð- ið í fyrri hálfleik og tókst að minnka muninn í fimm stig áður en flautað var til hálfleiks, 50-45. FSu náði að minnka muninn í tvö stig í upphafi síðari hálfleiks en þá sögðu Skallagrímsmenn hingað og ekki lengra. Þeir keyrðu upp hrað- ann og stungu af. Með góðum leik náðu Borgnesingar 16 stiga for- skoti fyrir lokafjórðunginn, 79-63. Það sem eftir lifði leiks voru Skalla- grímsmenn grimmari og ákveðnari í öllum sínum aðgerðum. Þeir héldu áfram að keyra upp hraðann í leikn- um og gestirnir náðu ekki að halda í við þá. Þegar lokaflautan gall var forysta Skallagríms orðin 28 stig. Þeir sigruðu með 111 stigum gegn 83. Aaron Parks skoraði 26 stig í liði Skallagríms, tók átta fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Eyjólfur Ásberg Halldórsson skoraði 18 stig, tók átta fráköst og gaf sjö stoðsendingar og Kristófer Gíslason var með 17 stig. Ari Gylfason var atkvæðamestur gestanna með 29 stig, Charles Jett Speelman var með 17 stig og Florij- an Jovanov var með 16 stig. Skallagrímur trónir á toppi deild- arinnar með 16 stig eftir fyrstu níu leiki vetrarins með tveggja stiga for- skot á Breiðablik í sætinu fyrir neð- an. Næst mæta Skallagrímsmenn liði Fjölnis á útivelli föstudaginn 1. desember næstkomandi. kgk Snæfell og Skallagrímur mættust í Vesturlandsslag Domino‘s deildar kvenna í körfuknattleik á laugardag. Leikurinn fór fram í Stykkishólmi en það voru gestirnir úr Borgarnesi sem höfðu betur, 56-67. Snæfellskonur áttu mjög erfitt uppdráttar í upphafi leiks og skor- uðu aðeins sex stig í fyrsta leikhluta. Þeim gekk illa að sækja og hittu ekki úr skotum sínum. Á sama tíma voru Skallagrímskonur mun sterkari í frá- köstunum og miklu grimmari að sækja á körfuna. Fyrir vikið höfðu þær góða forystu eftir upphafsfjórð- unginn, 6-20. Snæfell náði að minnka muninn í níu stig snemma í öðrum fjórðungi en Skallagrímskonur voru áfram mun sterkara liðið á vellinum allt til hálfleiks. Þær sneru taflinu sér í vil og bættu við forskotið á meðan leikur Snæfells var fremur daufur. Skallagrímur hafði þægilega 18 stiga forystu í hálfleik, 20-38. Skallagrímur byrjaði betur í síðari hálfleik en eftir því sem leið þriðja leikhluta fóru Snæfellskonur að minnka muninn jafnt og þétt. Tólf stigum munaði á liðunum fyrir loka- fjórðunginn í stöðunni 40-52. Skalla- grímskonur létu hins vegar ekki slá sig út af laginu og gættu þess að hleypa Snæfelli aldrei nær sér. Þær juku for- skot sitt í 17 stig snemma í lokafjórð- ungnum og höfðu prýðilega stjórn á leiknum það sem eftir lifði. Snæfell gerði tilraun til áhlaups siðustu mín- úturnar, minnkuðu muninn í sjö stig þegar um mínúta lifði leiks en kom- ust ekki nær. Skallagrímskonur skor- uðu síðustu stig leiksins og höfðu að lokum ellefu stiga sigur, 56-67. Fyrsti leikhluti réði úrslitum Snæfell náði aldrei að rétta úr kútnum eftir afleitan upphafsfjórðung. Lið- ið átti erfitt uppdráttar og hitti illa úr skotum sínum allan fyrri hálfleikinn. Hittnin batnaði ekki mikið í þeim síð- ari og því fór sem fór. Skallagrímslið- ið átti engan stórleik en gerði nóg til að halda forystunni. Liðið brást alltaf við þegar á reyndi, hélt einbeitingu og stöðvaði allar tilraunir Snæfells til að komast inn í leikinn að nýju. Carmen Tyson-Thomas var tví- mælalaust besti leikmaður vallarins að þessu sinni. Hún skoraði 36 stig fyr- ir Skallagrím og reif niður 18 fráköst. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var með 15 stig og níu fráköst en aðrar höfðu minna í liði Borgnesinga. Í liði Snæfells var Kristen McCarthy stigahæst með 22 stig og tók hún tíu fráköst að auki. Berglind Gunnars- dóttir skoraði 17 stig, tók átta frá- köst og gaf fimm stoðsendingar og Rebekka Rán Karlsdóttir var með tíu stig. Staðan liðanna í deildinni er þannig þegar níu umferðir hafa verið leikn- ar að Skallagrímur situr í þriðja sæti með tólf stig, rétt eins og liðin tvö fyrir ofan en tveimur stigum á undan næstu liðum. Snæfell er aftur á móti í sjöunda og næstneðsta sæti með sex stig, fjórum stigum á eftir næstu lið- um en með gott forskot á lið Njarð- víkur sem er stigalaust á botninum. Bæði liðin leika næsta leik sinn í dag, miðvikudaginn 29. nóvember. Snæfell mætir Haukum á útivelli en Skallagrímur tekur á móti Val. kgk Í síðustu viku skrifuðu þrír ungir og efnilegir knattspyrnumenn und- ir sinn fyrsta samning við ÍA. Þetta eru þeir Oskar Wasilewski, Sigurð Hrannar Þorsteinsson og Þór Llo- rens Þórðarson. Allir hafa þeir leik- ið með yngri flokkum ÍA undanfar- in ár og æft með meistaraflokki. Oskar hefur leikið 101 leik sem skráðir eru hjá KSÍ í 2.-4. og á einnig að baki fjóra landsleiki með U18 ára landsliði Íslands. Sigurð- ur Hrannar hefur spilað 129 leiki í 2.-4. flokki. Hann hefur ekki enn leikið landsleik en hefur þó ver- ið valinn í æfingahópa U18 liðs- ins. Þór Llorens hefur tekið þátt í 108 skráðum leikjum hjá KSÍ í 2.-4. flokki og hefur auk þess leikið 3 landsleiki með U17 liði Íslands. „Um er að ræða fyrstu samn- inga leikmannana, sem allir urðu 17 ára á þessu ári, og er í samræmi við stefnu félagsins sem hefur það að leiðarljósi að gefa ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri. Við óskum strákunum innilega til hamingju og treystum því að þessir strákar eigi eftir að gera það gott í fótboltanum í framtíðinni,“ segir í tilkynningu á vef KFÍA. kgk Samið við þrjá efnilega leikmenn Hulda Birna Baldursdóttir,framkvæmda- stjóri KFÍA og leikmennirnir Oskar Wasilewski, Sigurð Hrannar Þorsteins- son og Þór Llorens Þórðarson sem allir skrifuðu á dögunum undir sinn fyrsta samning við félagið. Ljósm. KFÍA. Skallagrímur sigraði í fremur daufum Vesturlandsslag Snæfell lagði Vestra í jöfnum leik Nökkvi Már Nökkvason á fleygiferð með boltann í leiknum á sunnudag. Ljósm. Haukur Páll. Aaron Parks sækir hér að körfu FSu- manna. Ljósm. Skallagrímur Körfubolti. Snæfellskonan Berglind Gunnarsdóttir sækir að körfu Skallagríms í leiknum á laugardag. Ljósm. Haukur Páll. Skallagrímur stakk af í síðari hálfleik Marcus Dewberry, leikmaður ÍA. Ljósm. úr safni/ jho. ÍA tapaði fyrir Fjölni í fjörugum leik

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.