Skessuhorn


Skessuhorn - 29.11.2017, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 29.11.2017, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2017 19 Jólaskemmtun á Akratorgi Ljósin á jólatrénu á Akratorgi verða tendruð laugardaginn 2. desember kl. 16:30. Við hvetjum fólk til að láta sjá sig á spennandi viðburðum á Akranesi á aðventunni. Nánari upplýsingar um viðburði má sjá á www.akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 6 Smávinir opna hagleiksmiðju í Stykkishólmi fimmtudaginn 7. des- ember klukkan 20 við Aðalgötu 20. Smávinir sérhæfa sig í gerð handverks úr íslensku birki. Eig- andi er Lára Gunnarsdóttir mynd- listarkona. Aðrar hagleikssmiðj- ur á Íslandi eru Gestastofa Sútar- ans á Sauðárkróki og Leir 7, sem er í sama húsnæði og Smávinir. Svo skemmtilega vill til að Leir 7 fagnar 10 ára afmæli þennan dag. Við opnunina verða Smávinir formlegur félagi í alþjóðlegu sam- tökunum ÉCONOMUSÉE® net- work, sem eru samtök handverks- fyrirtækja, viðurkennd fyrir gæði sín og sérstöðu sem opna dyr sín- ar fyrri almenningi og deila ástríðu sinni á viðfangsefni sínu og arfleið. Allir eru boðnir sérstaklega vel- komnir á opnunarhátíð, afmælis- veislu og jólastund á Aðalgötu 20 frá klukkan 20-22 en boðið verður upp á hlýlegar veitingar. arg Hagleikssmiðja opnuð í Stykkishólmi Pennagrein „Ferjan Baldur er oft kölluð brúin yfir til Vestfjarða,“ segir á heima- síðu Sæferða, rekstaraðila Breiða- fjarðarferjunnar. Sú ótrúlega staða er nú uppi að önnur af tveimur sam- gönguleiðum á milli sunnanverðra Vestfjarða og Vesturlands er lokuð um ótilgreindan tíma. Fyrsta frétt gaf til kynna að lokunin myndi vara í nokkra daga. Önnur fréttatilkynn- ingin frá Sæferðum gaf til kynna að viðgerð á skipinu tæki 3-4 vikur og í gær barst þriðja tilkynningin, en þar var sagt frá því að viðgerð muni taka 7 vikur hið minnsta og siglingar ekki hefjast aftur fyrr en á nýju ári! Lokað í 3 mánuði? Því miður er hér að líkindum um óraunhæfar væntingar að ræða, mið- að við umfang bilunar og þann tíma sem tekið hefur að leysa sambærileg vandamál áður. Þó að þeir sem hér skrifa séu ekki sérfræðingar í skipa- vélum (annar þó meiri en hinn), þá má af samtölum við þá sem til þekkja ætla að líklegra sé að stopp- ið vari nær þremur mánuðum en 7 vikum! Leiguskip er eina lausnin Þessi staða er fullkomlega ótæk. Ef vegasamgöngur væru með forsvar- anlegum hætti á leiðinni væri hugs- anlegt að almenningur og atvinnu- líf á sunnanverðum Vestfjörðum og ferðaþjónustan við Breiðafjörð gæti lifað með þessu, en eins og staðan er, þá er enginn kostur annar í stöðunni en að Sæferðir gangi til þess verks, undanbragðalaust, að fá leigt skip sem getur sinnt verkefninu á meðan Baldur er í viðgerð. Bergþór Ólason og Sigurður Páll Jónsson Höfundar eru þingmenn Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Vegurinn verður lokaður í vetur! www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.