Skessuhorn - 29.11.2017, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 201720
Fyrirmyndardagurinn var síðastliðinn föstudag, en þenn-
an dag gefst atvinnuleitendum og einstaklingum með skerta
starfsorku tækifæri til að heimsækja hina ýmsu vinnustaði og
kynnast starfseminni þar. Margir brugðu sér þá í það hlutverk
að verða gestastarfsmenn í einn dag, eða hluta úr deginum.
Fyrirmyndardagurinn er því mikilvægur til að auka möguleika
fólks með skerta starfsgetu til fjölbreyttari atvinnuþátttöku.
Með því fá gestastarfsmenn innsýn í fjölbreytt störf og starfs-
menn fyrirtækja kynnast styrkleikum atvinnuleitenda.
Hér á Vesturlandi tók Vinnumálastofnun höndum saman
með Starfsendurhæfingu Vesturlands og starfsfólki vinnu- og
hæfingarstaða við undirbúning og framkvæmd dagsins. Að
sögn Guðrúnar Sigríðar Gísladóttur, forstöðumanns Vinnu-
málastofnunar á Vesturlandi, tókst föstudagurinn mjög vel.
„Við erum mjög ánægð hversu margir á Vesturlandi tóku
þátt, bæði einstaklingar og fyrirtæki. Gestastarfsmennirnir
voru 41 að þessu sinni og fyrirtækin sem tóku á móti þeim
voru 33. Á landinu öllu voru 124 gestastarfsmenn skráðir og
120 fyrirtæki. Þátttaka var því með besta móti hér á Vestur-
landi. Skipulag dagsins og umgjörðin öll var unnin í samstarfi
við Starfsendurhæfingu Vesturlands, Fjöliðjuna á Akranesi,
Ölduna í Borgarbyggð, Ásbyrgi í Stykkishólmi og Smiðjuna
í Snæfellsbæ. Víða var gestastarfsmönnunum svo boðið upp
á veitingar á eftir þar sem rætt var hvað dagurinn hafði gefið
fólki í reynslubankann,“ sagði Guðrún Sigríður í samtali við
Skessuhorn.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á Fyrirmyndardeginum á
nokkrum stöðum á Vesturlandi. Sýna þær glöggt hversu fjöl-
breytt og skemmtileg störf fólk fékk að kynnast á Fyrirmynd-
ardeginum. mm
Fyrirmyndardagurinn tókst vel víðsvegar um Vesturland
Davíð Einar var gestastarfsmaður hjá B.Sturlusyni í Stykkishólmi. Hann Ásþór í Krónunni á Akranesi tók vel á móti Ívari sem fékk að kynnast
starfseminni í versluninni.
Áslaug Elva var gestastarfsmaður hjá Gissuri tómstundafulltrúa í
félagsstarfi aldraðra í Setrinu í Stykkishólmi.
Pizzuveisla á Akranesi að loknum góðum degi.
Ívar og Erlingur Birgir í Fjöliðjunni á Akranesi.
Hressir starfsmenn á Ásbyrgi.Laufey María og Emma fóru á Höfða og eru hér ásamt Ingigerði
Höskuldsdóttur.
Helgi Jóhann var gestastarfsmaður hjá Lindu Ómarsdóttir í félags-
starfi á Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi.
Ólafía Sæunn var gestastarfsmaður hjá Íslandspósti í Stykkishólmi.
Rúna Ösp Unnsteinsdóttir var gestastarfsmaður í sundlauginni í
Stykkishólmi. Hann Þorvaldur fékk að kynnast starfinu í Vínbúðinni á Akranesi.
Elli og Kristinn eru hér með henni Lilju í Gámaþjónustu Vesturlands
á Akranesi.
Máni og Róbertó með Guðbjörgu í Húsasmiðjunni.
Ásta Birna og Allý voru gestastarfsmenn í Ráðhúsinu í Borgarbyggð.