Skessuhorn


Skessuhorn - 29.11.2017, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 29.11.2017, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 48. tbl. 20. árg. 29. nóvember 2017 - kr. 750 í lausasölu Lúsina burt! Augndropar! Jólagjöf sem allir geta notað Gjafakort Arion banka er hægt að nota hvar sem er. Þú velur fjárhæðina, þiggjandinn velur gjöfina. Gjafakortið fæst í öllum útibúum Arion banka. Til alþingismanna Tökum upp US Dollar Pétur Geirsson SK ES SU H O R N 2 01 7 Pantanir: veislur@vogv.is Aðrar uppl. í síma: 431-4343 Jólahlaðborð Laus sæti 2.desember Í Skessuhorni í dag fylgja upplýs- ingar um dagskrá á aðventu víðs- vegar um Vesturland; á vegum sveitarfélaga, í sóknum eða hjá fé- lögum og fyrirtækjum. Fjölbreytt menning er framundan og ættu all- ir að finna eitthvað við sitt hæfi. Á meðfylgjandi mynd er kirkjan á Innra-Hólmi í Hvalfjarðarsveit. Kirkjubyggingin er illa farin og peninga skortir til að hefja nauð- synlegar viðgerðir. Fjallað er um það í annarri frétt í blaðinu í dag. mm Dagskrá á aðventu Eins og greint hefur verið frá í Skessuhorni varð alvarleg vélarbilun í Breiðafjarðarferjunni Baldri í byrj- un síðustu viku og hefur ferjan verið fjarri góðu gamni síðan. Í fyrstu var búist við að skipið yrði ekki sjófært í nokkra daga en við nánari athug- un reyndist bilunin mun alvarlegri en talið var í fyrstu og áætlaður við- gerðartími er nokkrar vikur. Aðalvél skipsins er biluð og reyndist útilok- að annað en taka hana upp og flytja til viðgerðar hjá Framtaki í Garða- bæ. Að óbreyttu kemst því skipið ekki í siglingar að nýju fyrr en í byrj- un næsta árs. Stjórn Sæferða ákvað að farþegaskipið Særún muni sigla frá Stykkishólmi í Flatey tvisvar í viku meðan Baldur er í viðgerð. Far- ið verður föstudaga og sunnudaga á meðan viðgerð á Baldri stendur yfir. Stöðvun á siglingum Baldurs var til umræðu á fundi bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar fimmtudaginn 23. nóvember. Þar samþykkti bæjar- stjórn bókun þar sem skorað er á Sæ- ferðir að hraða viðgerð eða tryggja annað skip til siglinga svo fljótt sem kostur er. „Siglingar Baldurs gegna mikilvægu og sívaxandi hlutverki í samgöngukerfinu sem þjónar Vest- fjörðum og Breiðafjarðarsvæðinu og þar með Stykkishólmi. Rekstur ferjuhafnarinnar er stór liður í rekstri Stykkishólmshafnar og ferðaþjónust- an treystir á siglingar ferjunnar all- an ársins hring svo ekki sé talað um þýðingu ferjusiglinganna fyrir ein- staklinga, heimilin og atvinnulífið á sunnanverðum Vestfjörðum. Bæj- arstjórn Stykkishólmsbæjar skorar á stjórn Sæferða og stjórnendur Eim- skipafélags Íslands, sem eiganda ferj- unnar, að leita allra leiða til þess að hraða viðgerð á vélbúnaði ferjunnar, eða tryggja annað skip til siglinga um Breiðafjörð svo fljótt sem kostur er. Stöðvun ferjusiglinganna er alvarlegt tjón fyrir samfélagið við Breiðafjörð og á Vestfjörðum og því nauðsynlegt að bregðast hratt við og tryggja að ferja sigli að nýju svo komið verði í veg fyrir alvarleg skakkaföll og efna- hagsleg áföll hjá þeim sem njóta þjónustu ferjunnar,“ segir í bókun bæjarstjórnar sem verður komið til stjórnenda Sæferða. kgk Skora á Sæferðir að hraða viðgerð eða fá annað skip Nýverið var gerð videóupptaka af nýju jólalagi eftir Valgerði Jónsdóttur tónlistarkonu af Akranesi. Lagið er við sálm eftir Brynju Einarsdóttur og nefnist Jólasálmur. Barnakór úr Grundaskóla og Karlakórinn Svanir sungu en um undirleik sáu þau Flosi Einarsson og Sigrún Þorbergsdóttir. Valgerður stjórnaði kórunum en Bergur Líndal Guðnason kvikmyndagerðarmaður tók upp. Upptökunni verður streymt á Yotutube fyrir næstu helgi, eða um svipað leyti og aðventan gengur í garð. Sjá nánar á bls. 18. Ljósm. mm. Aðalvél Baldurs er biluð og þarf að taka hana úr skipinu og flytja til viðgerðar í Garðabæ. Ekki er líklegt að skipið farið í siglingar fyrr en í byrjun næsta árs.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.