Skessuhorn


Skessuhorn - 29.11.2017, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 29.11.2017, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 201718 Það er orðið fastur liður þegar að- ventan gengur í garð á Akranesi að Sundfélag Akraness setji Útvarp Akraness í loftið. Það verður að þessu sinni dagana 1. – 3. desemb- er, fyrstu helgina í aðventu og verð- ur á FM 95,0 og í netútsendingu að auki. Að venju verður boðið upp á fjölbreytta útvarpsdagskrá, efni fyr- ir alla aldurshópa, bæði tónlist og viðtalsþætti sem snúa að daglegum málum á Akranesi. Þetta verður í 28. skiptið sem Sundfélagið held- ur úti Útvarpi Akraness. Hljóðver- ið verður að þessu sinni í húsnæði Símenntunarmiðstöðvar Vestur- lands við Akratorg og hefst klukkan 13 á föstudaginn, en klukkan 9 að morgni bæði laugardag og sunnu- dag. Endurheimt gamalla þátta „Í ár hefur Sundfélagið sótt um og fengið styrki til að endurvinna og varðveita gamla þætti en þeir elstu eru til á snældum. Svo kom ný kyn- slóð með VHS spólum auk staf- rænnar tækni síðustu ára. Miklum tíma hefur verið varið í að endur- vinna nokkra þætti þannig að þeir þyki boðlegir er varðar hljóðgæði nútímans, en samt sem áður er mikil vinna framundan að hrein- lega bjarga viðtölum sem voru tek- in við margan Skagamanninn fyr- ir tæpum 30 árum,“ segir Trausti Gylfason, formaður Sundfélags Akraness, í samtali við Skessuhorn. Hann bætir því við að það sé Ólafur Páll Gunnarsson Skagamaður, sem stutt hefur Útvarp Akraness alla tíð, sem beri hita og þunga af þess- ari vinnu sem í gangi er við endur- heimt gamals útvarpsefnis en hon- um til aðstoðar eru nefnd á vegum félagsins. „Eftir að gömlu þættirnir hafa verið unnir þá verða þeir vist- aðir á Skjalasafni Akurnesinga þar sem hver og einn getur sótt sér þátt til að njóta. Fyrstu endurunnu þættirnir verða hins vegar spilaðir í Útvarpi Akraness nú um helgina og munu vafalítið margir eiga eftir að sperra eyrun þegar þeir þættir fara í loftið.“ Sjá nánari upplýsingar um Út- varp Akraness um næstu helgi í auglýsingu hér í Skessuhorni. mm Útvarp Akraness í loftinu um næstu helgi Svipmynd frá Spurningakeppni Útvarps Akraness árið 2014. F.v. Trausti Gylfason útvarpsmaður frá SA, Bryndís Böðvarsdóttir, Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir, Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir, Geirlaug Jóna Rafnsdóttir og Hjördís Hjartardóttir útvarpsstjóri SA. Nýverið fór fram videóupptaka af nýju jólalagi eftir Valgerði Jóns- dóttur í Tónbergi á Akranesi. Þar voru á ferðinni tveir kórar ásamt undirleikurum og kórstjóranum Valgerði. Karlakórinn Svanir og barnakór af miðstigi í Grunda- skóla sungu, en Valgerður stjórnar báðum kórunum. Um upptökur sá kvikmyndagerðarmaðurinn Berg- ur Líndal Guðnason. Laginu verð- ur svo varpað á veraldarvefinn á Youtube fyrir næstu helgi og skap- ar vonandi ljúfan jólaanda á heim- ilum landsmanna nú í kringum fyrsta sunnudag í aðventu. Um tilurð þessa verkefnis segir Valgerður: „Sumarið 2016 komst ég í ljóðabókina Sólarlag eftir Skagakonuna Brynju Einarsdóttur sem hún hafði gefið út árið 2015. Brynja lést fyrir ári síðan eftir erfið veikindi. Hún hafði gefið þessa fal- legu ljóðabók út og hreifst ég strax af ljóðunum hennar. Einn morgun sumarið 2016 vaknaði ég óvenju- lega snemma á laugardagsmorgni og um klukkan átta um morgun- inn voru tvö lög fædd. Annað þess- ara laga var jólalag sem heitir Jóla- sálmur. Ég spjallaði við Brynju og hún samþykkti strax að ég mætti nota ljóðin hennar til að semja lög við. Mér þykir afar vænt um það,“ segir Valgerður þegar hún sest niður með blaðamanni Skessu- horns. „Brynja dó fyrir ári síðan og þá fengu börnin hennar mig til að flytja hitt lagið sem ég samdi þenn- an sumardagsmorgun við sálm eft- ir Brynju sem hún nefndi; Vinnu- bæn græðara. Mér þótti vænt um að mega flytja þann sálm við útför Brynju,“ segir Valgerður. Börn og karlar í þýðum söng Um Jólasálm segir Valgerður að hún hafi strax útsett jólalagið fyrir karlakórinn Svani með undirspili á píanó og þverflautu og var það flutt í fyrsta skipti á jólatónleikum á síðasta ári. „Nú breytti ég útsetn- ingunni lítillega og fannst fallegt að bæta barnaröddunum við. Ég fékk börn úr 5. og 6. bekk Grunda- skóla, sem ég er að stjórna í söng, til að taka þetta að sér og síðan kom Flosi Einarsson og lék und- ir á píanó og Sigrún Þorbergsdótt- ir spilar á þverflautu.“ Blaðamað- ur var viðstaddur þegar upptökur á jólasálminum fóru fram og get- ur vitnað að stundin var í senn há- tíðleg og falleg og óhætt að hvetja fólk til að hlusta á þegar upptök- unni verður streymt á Youtube. Í músík frá barnsaldri Valgerður Jónsdóttir er fædd og uppalin á Akranesi. Aðspurð segist hún hafa verið að semja tónlist og texta frá því hún var barn. Semur hún bæði fyrir kóra sem hún er að stjórna og fyrir börnin sem hún er að kenna í Grundaskóla. Hún upp- lýsir að núna á aðventunni, þegar ljósin verða tendruð á jólatrénu á Akratorgi 2. desember, muni yngri hópur skólakórsins, nemendur í 3. og 4. bekk, frumflytja nýtt jóla- lag eftir hana sem nefnist Torgið ljómar. Valgerður hefur atvinnu af tón- list og því sem henni tengist. Hún kennir tónmennt á yngsta stigi í Grundaskóla og auk þess nokkra tíma á viku á píanó í Tónlistar- skólanum á Akranesi. Þá stýrir hún kórum og samsöng, heldur nám- skeið í leikskólum og er að semja tónlist eins og fram hefur komið. Þau hjón, Þórður Sævarsson og Valgerður hafa auk þess á undan- förnum árum gert út með þjóð- lagatríóið Travel Tunes Iceland. Tríó nefnist það því dóttir þeirra Sylvía, 11 ára, er einatt með þeim og syngur. „Það hefur verið miklu meira að gera í spilamennsku en við höfðum gert ráð fyrir. Ekki endilega fyrir erlenda ferðamenn eins og við héldum í upphafi þó vissulega hafi það komið fyrir eins og þegar við spiluðum og sungum í sumar fyrir Faxaflóahafnir þegar fyrsta skemmtiferðaskipið kom á Akranesi. Meira höfum við verið að spila við ýmis tilefni þar sem Ís- lendingar hafa verið að koma sam- an, fyrirtækjahópar, allskyns sam- komur og jafnvel í heimahúsum. Einnig þegar stóra Skátamótið var haldið í sumar.“ Valgerður segir það ánægjulegt að geta lifað beint og óbeint af tónlistinni, því sem hún hafi mest gaman að fást við. „Það er nóg að gera og ekki síst á þessum árstíma. Ég er ánægð með þessa fersku og fínu upptöku hjá Bergi Líndal og vonandi færir þessi nýi jólasálmur hátíðlega stemningu inn á heimilin okkar,“ sagði Valgerður Jónsdóttir að endingu. mm Tóku upp nýtt jólalag eftir Valgerði Valgerður Jónsdóttir tónlistarkona. Brynja Einarsdóttir samdi ljóðabókina Sólarlag og gaf út 2015. Við útför Brynju fyrir ári flutti Valgerður lag sitt við ljóðið Vinnubæn græðara. Kórarnir við upptöku á Jólasálmi í Tónbergi 16. nóvember síðastliðinn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.