Skessuhorn


Skessuhorn - 29.11.2017, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 29.11.2017, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 201730 K n a t t s p y r n u k o n a n Unnur Ýr Haraldsdótt- ir hefur samið að nýju við ÍA og mun leika með liðinu í 1. deild kvenna næsta sumar. Unnur er 23 ára göm- ul og hefur leikið allan sinn feril með ÍA. Hún steig sín fyrstu skref með meistaraflokki árið 2009, þá ekki orðin 15 ára gömul. Síðan þá hefur hún leikið óslitið með liði Skagakvenna að frátöldu tímabilinu 2016 þegar hún var barnshafandi. Á þeim tíma hefur Unnur leik- ið 114 leiki og skorað í þeim 33 mörk. „Við hjá KFÍA fögnum þessum nýja samningi og trú- um því að Unnur Ýr styrki liðið mikið í bar- áttunni um 1. deildina í sumar,“ segir í tilkynn- ingu á vef KFÍA. kgk Unnur Ýr endurnýjar samning sinn við ÍA Unnur Ýr Haraldsdóttir fagnar marki í leik með ÍA á liðnu sumri. Ljósm. úr safni/ gbh. Inga Elín Cryer sundkona frá Akra- nesi keppti á Íslandsmeistaramótinu í sundi í 25 m laug fyrr í þessum mánuði. Á mótinu synti hún 100 m flugsund og varð Íslandmeist- ari á tímanum 1.02.26. Bætti hún tíma sinn um eina sekúndu og náði jafnframt lágmarki á Norðurlanda- meistaramótið sem haldið verður í Reykjavík dagana 1. til 3. desemb- er nk. Einnig synti Inga Elín 50 m flugsund á sunnudeginum og varð í 2. sæti, einungis þremur hundruð- ustu frá gullinu. mm Tekur þátt í Norðurlanda- meistaramótinu um næstu helgi Knattspyrnufélagið Valur á Hlíðar- enda í Reykjavík samdi í liðinni viku við þrjár öflugar knattspyrnukon- ur til næstu þriggja ára. Þetta voru þær Elín Metta Jensen, Mist Edvar- dsdóttir og síðast en ekk síst skaga- konan Hallbera Guðný Gísladóttir sem brátt lætur af atvinnumennsku, en hún lék síðast með Djurgården í Svíþjóð. Hallbera er 31 árs og hefur spilað 90 landsleiki. Hún er fædd og uppalin á Akranesi en hefur spilað með Val og Breiðabliki hér heima. mm Hallbera Guðný til Vals Varnarmaðurinn Tomasz Luba í knattspyrnuliði Víkings Ólafsvík hefur lagt skóna á hilluna. Hann var nýverið ráðinn þjálfari meist- araflokks kvenna hjá Víkingi Ó. „Á sama tíma og við bjóðum Tomasz velkominn til starfa á nýjum vett- vangi innan félagsins þökkum við Birni Sólmari Valgeirssyni fyrir gríðarlega vel unnin störf í þágu kvennaboltans í Ólafsvík undan- farin ár,“ segir í tilkynningu frá fé- laginu. Tómas hefur spilað með Víkingi Ó síðan 2010 og hefur því spilað með þau þrjú ár sem liðið hefur verið í Pepsí deildinni. Í 162 deild- ar- og bikarleikjum skoraði Tom- asz alls fimm mörk á ferli sínum með Víkingi. Hann spilaði 21 leik með liðinu í Pepsídeildinni síðasta sumar. Kvennalið Víkings Ólafs- víkur hafnaði í 9. sæti í 1. deild- inni síðasta sumar og leikur því í 2. deild á komandi tímabili. mm/þa Luba tekur við þjálfun kvennaliðs Víkings Aðaltvímenningi Bridgefélags Borgarfjarðar lauk á mánudags- kvöldið. Í mótinu tóku þátt sext- án pör. Líkt og oft á undanförnum árum voru það félagarnir Svein- björn Eyjólfsson og Lárus Péturs- son sem báru sigur úr býtum með 60,9% skor, komu sjóðheitir til leiks eftir sigur á Þorsteinsmóti á laugardaginn. Í öðru sæti urðu Heiðar Baldursson og Logi Sig- urðsson með 59,3% og Sigurður Már Einarsson og Stefán Kalmans- son þriðju með 56%. Meðfylgjandi mynd tók Ingimundur Jónsson að móti loknu. mm Sveinbjörn og Lárus tvímenningsmeistarar Frjálsíþróttaráð HSH stóð fyrir jólamóti í frjálsum íþróttum inn- anhúss í íþróttahúsi Snæfellsbæjar, laugardaginn 25. nóvember síðast- liðinn. Rúmlega 40 keppendur af Snæfellsnesi tóku þátt og voru þeir á aldrinum 3ja til 82ja ára. Á mótinu kepptu átta ára og yngri í langstökki með og án at- rennu og 35 m hlaupi. Keppend- ur 9-10 ára kepptu í sömu greinum að viðbættu hástökki. Ellefu ára og eldri kepptu í sömu greinum að viðbættu kúluvarpi. „Gamalreynd frjálsíþróttakempa, Kristófer Jón- asson frá Ólafsvík, heiðraði okkur með þátttöku í mótinu, en hann hljóp 35 m og stökk langstökk án atrennu. Kristófer hefur æft og keppt í frjálsum íþróttum frá unga aldri og sett fjölda meta í mismun- andi aldursflokkum. Á myndunum hér meðfylgjandi sést hann annars vegar með hlaupafélögum sínum og hins vegar með yngsta kepp- andanum, honum Magna Rúnari 3ja ára,“ segir Björg Ágústsdóttir formaður frjálsíþróttaráðs HSH. Mótsgestir höfðu verið hvatt- ir til að mæta í skrautlegum og skemmtilegum sokkum og voru veitt „verðlaun“ fyrir frumlegustu og jólalegustu sokkana. „Krakk- arnir stóðu sig síðan með prýði á mótinu og stemningin var mjög góð. Allir fengu í lokin þátttöku- verðlaun frá HSH, handklæði með merki HSH, sem Krums – handverk og hönnun í Grundar- firði hafði útbúið fyrir félagið. Árangur í keppnisgreinum verður skráður á næstu dögum og kynnt- ur á vef HSH,“ segir Björg. „HSH þakkar keppendum fyr- ir þátttökuna og aðstandendum sem aðstoðuðu á mótinu. Þjálfur- um sem héldu utan um skráningu keppenda og sjálfboðaliðum sem komu að öðrum undirbúningi er sömuleiðis þakkað fyrir.“ mm/ Ljósm. bá. Áttatíu ára aldursbil á Jólamóti HSH í frjálsum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.