Skessuhorn


Skessuhorn - 13.12.2017, Side 2

Skessuhorn - 13.12.2017, Side 2
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 20172 Ál úr þremur sprittkermum dugar til að búa til eina drykkjardós og aðeins þarf þúsund sprittkerti til að fá nægt ál í reið- hjól. Munum að skila álinu úr sprittkert- unum til endurvinnslu eða setja þær í grænu tunnurnar. Aðeins þarf 5% af orkunni sem þarf til að framleiða ál til að endurvinna það. Með endurvinnslu má draga úr orkunotkun og losun gróður- húsalofttegunda í heiminum. Nánar má lesa um þetta í Skessuhorni vikunnar. Það er áfram kalt veður í kortunum næstu daga en hlýnar um og eftir helgi. Á morgun fimmtudag, spáir 1 til 7 stiga frosti en harðnar en á föstudag og verð- ur allt að 15 gráðu frost inn til landsins um kvöldið. Bjartviðri er spáð víða á land- inu en éljum með norður- og norðaust- urströndinni. Hlýnar í veðri með rign- ingu á suðvesturhorninu á laugardag. Snjókoma til fjalla. Bjartviðri víðast fyrir norðan og austan og áfram frost. Snýst í suðvestan með éljum á suðvesturhorn- inu um kvöldið. Hiti kringum frostmark. Áfram suðvestan og él á Vesturlandi á sunnudag, en léttir til síðdegis. Vaxandi suðaustanátt með kvöldinu, þykknar upp og hlýnar. Á mánudag er útlit fyrir hvassa og hlýja sunnanátt með rigningu víða um land en suðvestan hvassviðri og skúr- um á vestanverðu landinu síðdegis. Lesendur svöruðu spurningunni „ferð þú til kirkju á aðventunni eða á jólum?“ á vef Skessuhorns í liðinni viku. Flestir, 37%, sögðu „nei, örugglega ekki“ en næstflest- ir, 27%, sögðu „já, örugglega“. „Nei, líklega ekki“ svöruðu 15%, „já, líklega“ 11% og „veit það ekki“ sögðu 10%. Í næstu viku er spurt: „Tekur þú þátt í vefkönnunum?“ Hólmfríður Tania frá Erpsstöðum í Dölum er gjafmild stúlka. Þegar forseti Íslands var í heimsókn í Dölum í vikunni færði hún honum „buff“ að gjöf, enda forsetinn mikið fyrir slíkan höfuðbúnað. Vakti upp- átækið mikla lukku. Hólmfríður er Vest- lendingur vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Jólablað í næstu viku SKESSUHORN: Jólablað Skessuhorns kemur út næstkom- andi miðvikudag, 20. desemb- er. Verður það jafnframt síð- asta tölublað ársins. Fyrsta blað á nýju ári kemur svo út miðviku- daginn 3. janúar. Vegna stærðar og umfangs Jólablaðs er nauð- synlegt að auglýsingar og aðsent efni berist ritstjórn í síðasta lagi föstudaginn 15. desember. Aug- lýsingapantanir sendist á auglys- ingar@skessuhorn.is eða í síma 433-5500, en efni til ritstjórnar á skessuhorn@skessuhorn.is. -mm Vestlendingur ársins? VESTURLAND: Skessuhorn mun nú sem fyrr standa fyrir vali á Vestlendingi ársins; þeim sem á einhvern hátt hefur skar- að fram úr á árinu og verðskuld- ar sæmdarheitið Vestlendingur ársins 2017. Skilyrði er að við- komandi hafi búsetu á Vestur- landi. Íbúar á Vesturlandi geta sent ábendingar inn á ristjórn Skessuhorns, á netfangið skessu- horn@skessuhorn.is fyrir 20. desember nk. Einnig er hægt að senda ábendingar í pósti; merk: Skessuhorn, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi. Gott er að ábending- um fylgi rökstuðningur í nokkr- um orðum. -mm Rán sæmd starfs- merki UMFÍ SNÆFELLSBÆR: Rán Krist- insdóttir hlaut á héraðsþingi Héraðssambands Snæfells- og Hnappadalssýslu, sem haldið var fyrr í vikunni, starfsmerki UMFÍ fyrir mikið og óeigin- gjarnt starf fyrir íþróttahreyf- inguna í Snæfellsbæ. Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmda- stjóri UMFÍ, afhenti Rán starfs- merkið. Rán hefur verið formað- ur Umf. Víkings í Ólafsvík síðan árið 2014. Hún hefur lagt mikla vinnu í að gera starf ungmenna- félagsins öflugra og betra. Hún hefur einnig staðið fyrir Snæ- fellsjökulshlaupinu ásamt eig- inmanni sínum, Fannari Bald- urssyni. Rán er mikil áhuga- manneskja um heilbrigt líferni og hreyfingu. Hún hefur stað- ið fyrir ýmsum viðburðum sem tengjast hreyfingu og hefur m.a. átt frumkvæðið að því að stofna skokkhóp fyrir íbúa bæjarins þar sem hún fer með þá að hlaupa/ skokka ýmsar vegalengdir um Ólafsvík. Þá hefur hún líka ver- ið með gamlárshlaup á gamlárs- dag. -mm Það voru skemmtileg tímamót í at- vinnulífi Grundfirðinga fimmtu- daginn 7. desember þegar fram- kvæmdir hófust við nýtt fiskvinnslu- hús Guðmundar Runólfssonar hf. Það var Runólfur Guðmundsson stjórnarformaður fyrirtækisins sem hóf framkvæmdirnar. Fyrsta skóflu- stungan var reyndar tekin um sjó- mannadagshelgina síðustu þegar öll börn bæjarins tóku fyrstu skóflu- stungurnar. Nú var hinsvegar hafist handa við að moka grunninn og eft- ir að hafa fengið létta tilsögn um vél- ina mokaði Runni holu eins og hann hafi aldrei gert annað. Það verður svo Almenna umhverfisþjónustan ehf sem mun halda framkvæmdun- um áfram. Það verður því í nógu að snúast í þessu fyrirtæki næstu mán- uðina og verður forvitnilegt að fylgj- ast með framgangi verksins. Nýja fiskvinnnsluhúsið verður búið fullkomnum tækjabúnaði til bolfiskvinnslu. Meðal annars var í sumar gengið frá samningum um kaup á tveimur nýjum vatnsskurðar- vélum, nýrri flæðilínu fyrir bolfisk, pökkunarlínu og vinnslulínu fyr- ir karfa. Eftir stækkun vinnslunnar verður hægt að vinna 75-80% meira en í núverandi vinnsluhúsi, eða 30 til 35 tonn á dag, en með svipuðum fjölda starfsfólks. Fram kom í frétt Skessuhorns í sumar að samning- urinn fæli í sér sölu Marels á full- komnasta tækjabúnaði sem fyrir- tækið hefði hannað fyrir íslenska fiskvinnslu. tfk Framkvæmdir hafnar við nýtt fiskvinnsluhús GRun Fyrsta vélskóflustungan tekin. Runólfur Guðmundsson stjórnarformaður stóð sig fagmannlega við verkið. Hluti stjórnarmanna G.Run hf og starfsmenn Almennu Umhverfisþjónustunnar taka moksturinn út. Fyrstu skóflustungurnar voru teknar að nýja húsinu um sjómannadagshelgina. Ljósm. úr safni Skessuhorns/sá. Í síðustu viku voru veittir tveir öndvegisstyrkir úr Uppbygging- arsjóði Vesturlands. Komu þeir í hlut Vínlandsseturs í Búðardal og Kaju Organic á Akranesi. Á haust- mánuðum var auglýst eftir hug- myndum að verkefnum sem hlot- ið gætu öndvegisstyrk úr sjóðnum. Alls bárust tíu tillögur. Var það niðurstaða stjórnar Uppbygging- arsjóðs Vesturlands að velja þrjú verkefni sem fengju stuðning til að vinna viðskiptaáætlanir um frek- ari útfærslu. Umsókn eins verk- efnisins var dregin til baka og eftir stóðu Vínlandssetur og Kaja Org- anic. Niðurstaða stjórnar sjóðsins var að veita Vínlandssetri öndveg- isstyrk að upphæð ellefu milljón- ir króna og Kaju Organic styrk að verðmæti fjórar milljónir. „Vínlandssetur í Búðardal er verkefni sem hefur verið í undir- búningi um nokkurt skeið. Setrið segir í einni sýningu frá landnámi íslenskra manna í Grænlandi og af fundi þeirra og ferðum til Am- eríku. Sýningin verður sett upp á efri hæð Leifsbúðar, en á neðri hæð verður minjagripaverslun og veitingastaður. Vínlandsset- ur verður n.k. systursetur Land- námssetursins í Borgarnesi, en þau hjónin Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdótt- ir hafa í samstarfi við Dalabyggð unnið að undirbúning að stofnun setursins. Markmiðið með Vín- landssetri er að laða til sín inn- lenda sem erlenda ferðamenn og efla þannig Dalabyggð sem ferða- þjónustusvæði,“ segir í tilkynningu frá Samtökum sveitarfélaga á Vest- urlandi. Kaja Organic á Akranesi hlýt- ur styrk til framleiðslu á lífræn- um jurtamjólkurdrykkjum. „Kaja Organic á Akranesi er orðið þekkt vörumerki og stendur fyrir lífrænt vottað, gæði og gott verð. Karen Jónsdóttir, eigandi fyrirtækisins, hefur rekið heildsölu, verslun og kaffihús með lífrænar vörur, auk þess að framleiða lífrænar kökur og pasta. Nú hyggst Karen hefja framleiðslu á jurtamjólk undir merkjum Kaju organic og fær fyr- irtækið öndvegisstyrk til að hefja framleiðslu á lífrænni jurtamjólk.“ kgk Vínlandssetur og Kaja Organic hlutu öndvegisstyrki Stjórn sjóðsins og fulltrúar styrkþega. Ljósm. ssv.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.