Skessuhorn - 13.12.2017, Síða 6
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 20176
Nafnasam-
keppni um
sameinað
hestamanna-
félag
B O R G A R B Y G G Ð :
Vinnuhópur um samein-
ingu hestamannafélaganna
Faxa og Skugga, sem hefur
það hlutverk að fylgja eft-
ir samþykkt félaganna frá
30. nóvember síðastliðn-
um um sameiningu Faxa
og Skugga, hefur ákveð-
ið að efna til samkeppni
um nafn á félaginu. Af því
tilefni er óskað eftir hug-
myndum að nýju nafni á
hestamannafélagið. Tillög-
um að nafni má skila á net-
fangið umsb@umsb.is fyr-
ir 1. janúar 2018. „Öllum
áhugasömum er frjálst að
senda inn tillögur og gam-
an væri ef það fylgdi tillög-
unni útskýring, rökstuðn-
ingur eða tenging í hér-
aðið. Í framhaldinu verð-
ur kosið um nýtt nafn í
rafrænni kosningu með-
al félagsmanna sem verð-
ur nánar auglýst þegar nær
dregur,“ segir í tilkynningu
frá Pálma Blængssyni hjá
UMSB, en sambandið fer
með oddasæti í sameining-
arnefnd félaganna.
-mm
Ný stjórn
HSH
SNÆFELLSNES: Hér-
aðsþing HSH var á mánu-
daginn en hafði ekki verið
haldið í tvö ár. Á þinginu,
sem fór fram í félagsheim-
ilinu Klifi í Ólafsvík, var ný
stjórn og varastjórn kos-
in. Hjörleifur K. Hjörleifs-
son var kosinn formaður
ásamt öðru nýju stjórnar-
fólki. Ragnhildur Sigurð-
ardóttir, sem sat í starfs-
stjórn HSH í fyrra var
líka kosin í stjórnina ásamt
Garðari Svanssyni, fyrrver-
andi framkvæmdastjóra.
„Það er kraftur í okkur
og allt horfir til betri veg-
ar hjá okkur. Við ætlum að
rífa sambandið í gang fyr-
ir allt íþróttafólkið okkar,“
segir Laufey, framkvæmda-
stjóri HSH. Hún bætir við
að stemningin hafi verið
góð og fleiri mætt en hún
hafi gert ráð fyrir eða um
45 þingfulltrúar frá öll-
um aðildarfélögum HSH.
Á þinginu voru lagðir fyr-
ir ársreikningar HSH fyrir
árin 2015 og 2016 og þeir
samþykktir. Þá var lögð
fyrir ársskýrsla ársins 2016.
Íþróttamaður ársins hjá
HSH er Berglind Gunn-
arsdóttir, leikmaður meist-
araflokks kvennaliðs Snæ-
fells í körfuknattleik, eins
og greint er frá í annarri
frétt í blaðinu í dag.
-mm
Skipulag skotæf-
ingasvæðis
BORGARBYGGÐ: Meiri-
hluti umhverfis-, skipulags- og
landbúnaðarnefndar Borgar-
byggðar samþykkti á fundi sín-
um í gær fyrir sitt leyti breyt-
ingu á aðalskipulagi sem heim-
ilar skotæfingasvæði í landi
Hamars, ofan við Borgarnes.
Tillagan er sett fram á upp-
drætti og með greinargerð sem
dagsett er 5. desember síðast-
liðinn. Tillagan tekur til breyt-
ingar á Aðalskipulagi Borgar-
byggðar 2010-2022, þ.e. breyta
landnotkun svæðis í landi Ham-
ars úr landbúnaði í íþróttasvæði
ÍÞ. Ný reið- og gönguleið verð-
ur lögð 400 m sunnan við skot-
æfingasvæðið,“ segir í bókun frá
fundinum. Málsmeðferð verður
samkvæmt 31. gr. Skipulagslaga
nr. 123/2010. Endanlegri af-
greiðslu vísað til sveitarstjórnar.
Bókunin var samþykkt af fjór-
um nefndarmönnum, en Björk
Jóhannsdóttir fulltrúi Samfylk-
ingar sat hjá við afreiðsluna.
-mm
Borgnesingar
aldrei verið fleiri
BORGARBYGGÐ: Á vef
Borgarbyggðar er sagt frá því
að 11. desember síðastliðinn
hafi íbúar Borgarbyggðar verið
3750. Hefur þeim fjölgað um 70
síðan 11. desember 2016. Flest-
ir hafa íbúar verið rétt tæplega
3.800 árið 2008. Þar af eru íbú-
ar í Borgarnesi rúmlega 2000
og hafa þeir aldrei verið fleiri.
-mm
Í frétt í Skessuhorni í síðustu viku
var greint frá kvörtunum sem bor-
ist hafa vegna starfsemi fiskþurrk-
unarfyrirtækisins Arctic Prótein við
Sólbakka í Borgarnesi. Fyrirtæk-
ið rekur litla fiskþurrkun þar sem
unnið er próteinduft og olía úr fisk-
slógi sem fellur til við slátrun á eld-
islaxi. Fram kom að fyrirtækið hef-
ur tilskilin starfsleyfi til vinnslunnar
en vegna þrálátrar lyktarmengunar
og að ekki hefur veirð brugðist við
umkvörtunum á það yfir höfði sér
afturköllun starfsleyfis. Heilbrigð-
iseftirlit Vesturlands hefur ítrekað
sent bréf þar sem farið er fram á úr-
bætur. Í færslu á Facebook síðunni
„Borgarnes“ í kjölfar birtingar frétt-
arinnar í Skessuhorni útskýrir Víðir
Örn, talsmaður fyrirtækisins, ástæð-
ur lyktarmengunarinnar: „Undan-
farið höfum við verið að fá kvartan-
ir vegna lyktar frá starfsemi okkar.
Lyktinni mætti lýsa sem ósonbland-
aðri suðulykt sem hefur stundum
fundist í kringum húsnæði okkar,“
segir Víðir Örn.
Efla fengin til að leysa
vandamálið
„Við höfum nýlega bætt við ósón-
kerfi okkar sem á að hafa það hlut-
verk að eyða þeirri lykt sem gengur
út um skorstein hússins. Sú breyting
skilaði sér í því að gufan sem geng-
ur út um skorsteininn hefur þessa
einkennilegu ósónlykt sem sumum
finnst vera ólykt. Undir skorstein-
inum er vifta sem blæs svo lofti úr
vinnslusal okkar og hefur sú lykt, ef
einhver, blandast við gufuna. Það
sem ég vildi koma á framfæri er að
nú höfum við fengið til liðs við okk-
ur ráðgjafa frá verkfræðistofu Eflu
sem ætlar að koma með lausnir yfir
það hvernig best sé að hreinsa það
loft sem kemur frá verksmiðjunni,
sem og hvernig sé best að stækka og
breyta skorsteininum. Skorsteinn-
inn sem nú er á húsnæðinu er þann-
ig að gufan gengur bæði upp og nið-
ur úr svokölluðum hatti sem er efst á
honum. Það gerir það að verkum að
gufan leitar fljótt beint til jarðar. Ég
vona að þið getið gefið okkur tíma,“
segir Víðir Örn í ávarpi sínu til
Borgnesinga; „til að laga okkar mál
svo við getum haldið áfram að starfa
í þessu frábæra bæjarfélagi í sátt og
samlyndi við ykkur íbúana.“
mm
Unnið að úrbótum vegna lyktarmengunar
Sigurður Ingi Jóhannsson sam-
gönguráðherra hefur lagt til hlið-
ar hugmyndir Jóns Gunnarssonar
fráfarandi ráðherra um fjármögn-
un stórra samgöngumannvirkja á
suðvesturhorninu með innheimtu
vegtolla. Jón skipaði eins og kunn-
ugt er nefnd sem útfærði þá leið að
tvöfalda Suðurlandsveg austur fyrir
Selfoss, Vesturlandsveg í Borgarnes
og tvöföldun Reykjanesbrautar með
vegtollum sem yrðu á að giska 140
krónur á hverja ferð. Þannig mætti
á sex árum ljúka framkvæmdum við
stofnvegi sem vissulega eru flösku-
hálsar í vegakerfinu eins og umferð
er nú. Í sáttmála nýrrar ríkisstjórn-
ar er hins vegar ekki gert ráð fyrir
að þessi leið verði farin til að hraða
uppbyggingu samgöngumannvirkja
og hefur Sigurður Ingi Jóhannsson
nýr ráðherra staðfest að slíkum hug-
myndum hafi einfaldlega verið ýtt
til hliðar. Í ljósi loforða ríkisstjórn-
arflokkanna mun væntanlega koma
í ljós við fjárlagagerð eða í ríkisfjár-
málaáætlun sem lögð verður fram í
mars hversu langur tími verður áætl-
að að framkvæmdirnar munu taka.
Jón Gunnarsson var gestur í morg-
unútvarpi Rásar 2 í síðustu viku. Þar
kvaðst hann hissa á ákvörðun Sig-
urðar Inga eftirmanns síns í ráð-
herraembættinu og telur hana skref
aftur á bak. „Meðan ekki koma fram
aðrar hugmyndir þá finnst mér vera
farið aftur á bak,“ sagði Jón Gunn-
arsson þingmaður Sjálfstæðisflokks-
ins og fyrrum ráðherra.
mm
Vegaframkvæmdir verða ekki
fjármagnaðar með vegtollum
Umferð um „allar“ akreinarnar um hringveginn við Hafnarfjall.