Skessuhorn - 13.12.2017, Qupperneq 12
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 201712
Við síðustu alþingiskosningar fékk
Sjálfstæðisflokkurinn í Norðvest-
urkjördæmi 4.233 atkvæði, eða
24,5% fylgi. Flokkurinn tapaði
einum þingmanni en hélt tveim-
ur, þeim Haraldi Benediktssyni
og Þórdísi Kolbúnu R Gylfadótt-
ur. „Ég var náttúrlega svekktur
með að þetta færi svona, að Teit-
ur Björn félli af þingi. Í mér blund-
ar keppnisskap og mér líkar illa að
tapa. Engu að síður má segja að í
sögulegu samhengi ættum við að
vera ánægð með þessa niðurstöðu.
Erum með langmest fylgi flokka
á bakvið okkur og ég verð áfram
fyrsti þingmaður kjördæmisins,“
segir Haraldur Benediktsson sem
settist niður með blaðamanni á rit-
stjórn Skessuhorns undir lok síð-
ustu viku. Tilefnið var að fara yfir
stöðuna í hinu pólitíska litrófi og
fyrstu verkefnin, nú þegar búið er
að mynda ríkisstjórn þar sem Sjálf-
stæðisflokkurinn tók höndum sam-
an með Vinstri hreyfingunni grænu
framboði og Framsóknarflokknum.
Haraldur kveðst ánægður með að
tekist hafi samstarf þessara þriggja
flokka. Hann dregur ekki dul á að
hann hefði kosið að þessir flokk-
ar færu saman í stjórn fyrir ári síð-
an, þegar úr varð að flokkur hans
myndaði stjórn með Viðreisn og
Bjartri framtíð með minnsta mögu-
lega meirihluta.
Þráður trausts
og vináttu
En hvernig líst fyrsta þingmanni
Norðvesturkjördæmis á stöðuna
og hina nýju stjórn? „Ég hef mikl-
ar væntingar til þesssarar stjórnar.
Hún hefur þá breidd sem þarf og
þann mannskap innanborðs að geta
staðið í lappirnar jafnvel þótt erf-
ið mál komi upp. Við Íslendingar
þurfum nú með formlegum hætti
að ljúka þessum óróakafla sem ein-
kennt hefur pólitíkina í áratug. Mér
finnst mjög mikilvægt að við ákveð-
um að ljúka þeim hluta Íslands-
sögunnar sem kalla má með sanni
Hrunárin. Nú er kominn tími til að
byggja upp að nýju. Mér finnst líka
ákveðið afrek að forystufólk þess-
ara ólíku flokka hafi náð þetta góðu
samkomulagi. Milli þeirra allra hef-
ur myndast þráður trausts og vin-
áttu. Það er mikilvægt í hverju sem
við tökum okkur fyrir hendur að
traust og virðing sé til staðar. Það
má líka segja að þessir þrír flokk-
ar; Sjálfstæðisflokkur, Framsóknar-
flokkur og Vinstri græn séu burð-
arafl í íslenskri pólitík. Þetta eru
flokkarnir sem hafa vel mannaðir
og agaðar flokksstofnanir sem hafa
burði til að takast á við þau verkefni
sem fylgir því að sitja í ríkisstjórn.
Við höfum séð að slíkt er nauðsyn-
legt. Bæði Katrín Jakobsdóttir og
Bjarni Benediktsson hafa lengi átt
farsælt samstarf þótt þau hafi ekki
setið í stjórn og stýri flokkum sem
eru eðli málsins samkvæmt á sitt-
hvorum jaðri íslenskra stjórnmála.
Mannleg samskipti, traust og vin-
átta skipta gríðarmiklu máli og mun
líklega skipta sköpum um að árang-
ur náist. Við höfum vonandi fengið
stjórn sem getur haldið heilt kjör-
tímabil. Auðvitað á eftir að reyna á
styrk flokkanna og það munu koma
upp erfið mál á kjörtímabilinu. Ég
ætla hins vegar að leyfa mér að vera
bjartsýnn á að við höfum rétta fólk-
ið í brúnni til að takast á við þau
þegar þar að kemur.“
Ungt fólk af
báðum kynjum
Aðspurður segist Haraldur alveg
hafa verið reiðubúinn til að tak-
ast á við ráðherraembætti ef eftir
því hefði verið leitað. „Það er hins
vegar ekkert vandamál fyrir mig að
til þess kom ekki. Líkt og í janúar
á þessu ári er ég talsmaður þess að
ríkisstjórn hafi á að skipa ungu fólki
og af báðum kynjum. Ungt fólk
verður að hafa tækifæri rétt eins
og við miðaldra karlarnir.“ Sjálfur
óskaði Haraldur eftir því að halda
áfram setu í fjárlaganefnd og vænt-
ir þess að verða trúað fyrir embætti
varaformanns þegar formlega verð-
ur kosið í nefndir nú í þessari viku.
Framsóknarflokknum var úthlut-
að formennsku í fjárlaganefnd og
missir Haraldur því formannssætið
til Willum Þórs Þórssonar.
Málefni sauðfjárbænda
í forgang
Í kosingabaráttunni í haust ein-
kenndu nokkur mál umræðuna.
Um sum þeirra voru allir þeir
flokkar sem skipa nýja ríkis-
stjórn sammála. „Heilbrigðismál,
menntamál og samgöngumál eru
forgangsmál þessarar ríkisstjórn-
ar og þarf ekki að koma nokkrum
á óvart,“ segir Haraldur. Hann seg-
ir þó mörg önnur mál brýn, stór
sem smá. Aðspurður um þrönga
stöðu sauðfjárbænda, mál sem frá-
farandi landbúnaðarráðherra tókst
ekki að leysa fyrir stjórnarslit, segir
Haraldur að að samhljómur sé inn-
an ríkisstjórnarinnar um að koma
til móts við stórfellda tekjuskerð-
ingu sem bændur hafa orðið fyrir á
þessu ári og því síðasta. „Þess mun
gæta strax í fjáraukalögum á næstu
dögum þar sem gert verður ráð fyr-
ir fjárstuðningi við sauðfjárbænd-
ur til skamms tíma litið. Aðgerðir
til lengri tíma munu svo líta dags-
ins ljós strax á næsta ári enda eru
flokkarnir sammála um þá byggða-
aðgerð að standa vörð um sauðfjár-
rækt í landinu og treysta grundvöll
búskapar. Ég er í góðu samstarfi við
Kristján Þór Júlíusson nýjan land-
búnaðar- og sjávarútvegsráðherra
um þessi mál og veit að hann stend-
ur með bændum í að leyst verði úr
erfiðleikum þeirra.“
Skriður þarf að komast
á samgöngumálin
Samgöngumál voru fyrirferðarmik-
il í kosningabaráttunni og þá iðu-
lega rætt um innviðauppbyggingu.
„Það er alveg ljóst að það er vilji
allra flokka að bæta samgöngur í
landinu. Þar sem tíminn fyrir næstu
fjárlagagerð er uppurinn, mun-
um við ekki geta upplýst í fjárlaga-
frumvarpinu fyrir 2018 hvernig lín-
urnar verða lagðar. Í fjármálaáætl-
un í mars ætti hins vegar að skýr-
ast hvernig staðið verður að þess-
um málum,“ segir Haraldur. Að-
spurður kveðst hann ósáttur við þá
ákvörðun Sigurðar Inga Jóhanns-
sonar, nýja ráðherra samgöngu- og
sveitarstjórnarmála, þegar hann sló
út af borðinu nálgun Jóns Gunn-
arssonar fráfarandi ráðherra um að
flýta vegabótum á suðvesturhorni
landsins og fjármagna þær fram-
kvæmdir með hóflegum veggjöld-
um. „Það er ljóst að Sigurður Ingi
er ekki að fara að vilja t.d. sveitar-
stjórnarfólks á Vesturlandi sem lýst
hefur sig fylgjandi slíkri fjármögn-
un. Vafalítið hefur hann orðið fyrir
þrýstingi frá Sunnlendingum sem
eru mótfallnir veggjöldum, enda er
mun lengra komið með vegabætur
þar en hér hjá okkur á Vesturlandi.
Þær eru raunar í allt öðrum gæða-
flokki en þær samgöngur sem við Í
NV kjördæmi búum við. Það er al-
veg ljóst að ef ekki kemur til sér-
tekna af umferð mun það taka rík-
issjóð mun lengri tíma að byggja
upp þjóðvegakerfið. En það eru
ekki einungis vegabætur sem set-
ið hafa á hakanum, í því sem kalla
mætti „týnda áratuginn“. Hvorki
hið opinbera, fyrirtæki eða ein-
staklingar hafa staðið í fjárfesting-
um þennan tíma og því hefur sam-
göngukerfið setið eftir,“ segir Har-
aldur og vísar þar til áratugarins
eftir Hrun. „Hafnamál hafa einnig
setið á hakanum svo ég tali nú ekki
um vandræðamálið, vegalagningu
um Teigsskóg. Ég er staðráðinn í
sem þingmaður kjördæmisins að
endurflytja frumvarp Teits Björns
Einarssonar sem flestir þingmenn
kjördæmisins stóðu að skömmu
fyrir þingrof í haust. Það er mik-
ill þrýstingur á að ákvörðun verði
tekin í því máli. Við sjáum það best
núna hversu samgöngur við sunn-
Haraldur Benediktsson fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis tekinn tali:
„Skiptir miklu að traust og vinátta ríki milli
forystufólks ríkisstjórnarflokkanna“
„Mannleg samskipti, traust og vinátta skipta gríðarmiklu máli og mun líklega skipta sköpum um að árangur
náist í samstarfi þessara þriggja flokka,“ segir Haraldur Benediktsson.
Haraldur í ræðustól Alþingis.