Skessuhorn


Skessuhorn - 13.12.2017, Page 16

Skessuhorn - 13.12.2017, Page 16
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 201716 Fimmtudaginn 7. desember var svokallaður jólapeysudagur í Fjöl- brautaskóla Snæfellinga í Grund- arfirði. Þá mættu kennarar, starfs- menn og nemendur í jólapeys- um í skólann. Það var töluvert meiri þátttaka úr röðum starfs- manna skólans en þó var einn og einn nemandi sem skartaði fagurri jólapeysu í tilefni dagsins. Kenn- arar og starfsmenn stilltu sér upp fyrir fréttaritara enda vakti þetta uppátæki töluverða kátínu á með- al þeirra. tfk Jólapeysu- dagur í FSN Umhverfisviðurkenningar Akra- neskaupstaðar 2017 voru veitt- ar síðastliðinn fimmtudag. Viður- kenningarnar eru veittar einstak- lingum og hópum í fjórum flokk- um; falleg einbýlishúsalóð, snyrti- leg fyrirtækjalóð, hvatningarverð- laun og fyrir tré ársins. Valið fór þannig fram að óskað var eftir til- nefningum frá íbúum og valnefnd fengin til starfa. Hana skipuðu Helena Guttormsdóttir, lektor og brautarstjóri umhverfisskipulags hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, Jón Guðmundsson garðyrkju- fræðingur og Belinda Eir Engil- bertsdóttir landslagsarkitekt. Hvatningarverðlaun komu í hlut Hallveigar Skúladóttur og Stefáns Jónssonar fyrir endurbæt- ur á Mánabraut 9 og Mánabraut 11. „Um er að ræða fallegar og vel heppnaðar endurbætur tveggja ólíkra húsa af virðingu fyrir upp- runalegum byggingarstíl,“ segir m.a. í rökstuðningi valnefndar. Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi veittist viðurkenn- ing fyrir snyrtilega fyrirtækjalóð. Segir í rökstuðningi valnefndar að stofnunin hafi verið framúrskar- andi þegar kemur að viðhaldi og umhirðu bygginga og lóða sinn og sé öðrum fyrirmynd. Unnur Guðmundsdóttir og Valur Heiðar Gíslason fengu viðurkenningu fyrir fallega ein- býlishúsalóð á Dalsflöt 1. „Unn- ur og Valur hafa lyft Grettistaki á skömmum tíma á Dalsflöt 1. Þau hafa sinnt viðhaldi og umhirðu húss og lóðar frá upphafi með miklum sóma og eru öðrum til fyrirmyndar,“ segir í rökstuðningi. Þá segir enn fremur að útfærsla lóðarinnar sé sérlega áhugaverð, tenging milli einka- og almenn- ingsrýmis vel heppnuð og fjöl- breytt val fjölæringa og þekjupl- antna, runna- og trjágróðurs auki sjónræn gæði göturýmis. Að lokum var veitt viðurkenn- ing fyrir tré ársins og er það í ann- að sinn sem slíkt er gert. Að þessu sinni varð fyrir valinu fallegur hlynur við Vesturgötu 42, en íbú- ar og eigendur lóðar eru Stein- þóra Guðrún Þórisdóttir og Bald- vin Kristjánsson og Magnús Vagn Benediktsson. Líklegast er um garðahlyn að ræða og eru tilgátur um að hann hafi verið gróðursett- ur árið 1958, en þá bjuggu í hús- inu hjónin Niels Finsen og Jónína Finsen. Tréð er einstofna og fyllir trjákrónan nær alla lóðina og yfir á þá næstu. „Algjört augnakonfekt, stórt og kröftugt. Því miður sést það ekki frá götu en fólk í aðliggj- andi lóðum baka til við húsið njót- um fegurðar þess,“ var m.a. sagt um tréð þegar það var tilnefnt. Að afhendingu umhverfisviður- kenninga lokinni var boðið upp á kaffi og köku og áttu viðtakend- ur og fulltrúar Akraneskaupstaðar saman notalega stund. kgk Hlutu umhverfisviðurkenningar Akraneskaupstaðar Handhafar Umhverfisviðurkenninga Akraneskaupstaðar 2017 ásamt fulltrúum bæjaryfirvalda og valnefndar að afhendingu lokinni. Ljósm. kgk. Nefndin telur endurbætur á húsunum við Mánabraut 9 og 11 hafa tekist vel. Ljósm. mm. Falleg einbýlishúsalóð við Dalsflöt 1 hlaut verðlaun. Ljósm. er skjáskot af vef ja.is Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi veittist viðurkenning fyrir snyrtilega fyrirtækjalóð. Ljósm. mm. Hlynurinn í garði við Vesturgötu 42 er talinn vera um 60 ára gamall.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.