Skessuhorn - 13.12.2017, Síða 22
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 201722
Jólaljúfmetismarkaður Stykkis-
hólmz Bitter var haldinn í Nýrækt-
inni í Stykkishólmi um liðna helgi,
á öðrum sunnudegi í aðventu. Þar
gafst gestum og gangandi kostur á
að bragða á ljúfmeti frá veitinga-
mönnum og matvælaframleiðend-
um í Stykkishólmi og nágrenni.
Markaðurinn var afar vel sóttur,
að því er fram kemur á Facebook-
síðu Stykkishólmz Bitter. Er það
mat aðstandenda hans að stað-
setning og einstök aðventustemn-
ing hafi gert hann að einum best
heppnaða markaðnum til þessa, en
markmiðið með Stykkishólmz Bit-
ter er einmitt að efla andann og
gera eitthvað skemmtilegt.
kgk/ Ljósm. sá.
Einstök stemning á
jólaljúfmetismarkaðiTónlistarskóli Grundarfjarðar hélt árlega jólatónleika sína í Grundar-
fjarðarkirkju miðvikudaginn 6. des-
ember síðastliðinn. Þá sýndu krakk-
arnir fjölbreyttan afrakstur æfinga
haustsins. Fullt var út úr dyrum á
tónleikunum og þurfti að bæta við
stólum í kirkjunni svo allir fengju
sæti. Jólalögin fengu svo að óma
hvert af öðru og tónleikagestir yf-
irgáfu salinn í sannkölluðu hátíðar-
skapi. tfk
Jólatónleikar Tónlistarskóla Grundarfjarðar
Trommusveitin stóð sig með mikilli prýði og var fagnað með
dynjandi lófaklappi.
Þessar þrjár ungu og efnilegu söngkonur fluttu fallegt
jólalag að hætti hússins.
Gítarsveitin var einbeitt á svip í sínum flutningi.
Þessar glæsilegu
söngkonur komu
fólki í jólagírinn.
Fjöldi fólks var samankominn við
opnun Smávina hagleikssmiðju að
Aðalgötu 20 í Stykkishólmi á fimmtu-
dagskvöld og afmæli Leirs 7 við sama
tilefni. Smávinir urðu þá formlega
hluti af Économusée Network, sem
eru alþjóðleg samtök handverksfyr-
irtækja sem opna dyr sínar fyrir al-
menningi og eru viðurkennd fyrir
gæði og sérstöðu. Markmið samtak-
anna er að halda handverki og hand-
verksþekkingu í heiðri samhliða því
að tryggja hagvöxt í dreifbýli.
„Þetta er félagsskapur sem varð til
í Kandada fyrir um 30 árum síðan og
snýst um að hafa opin verkstæði þar
sem gestum gefst kostur á að fylgjast
með og fræðast um vöruna sem þar
er framleidd frá því hún er hráefni
og þar til hún er fullunnin. Skilyrði
er að varan sé unnin í höndum, hvort
sem það er matvara eða hvaðeina sem
við köllum vanalega handverk,“ seg-
ir Lára Gunnarsdóttir, eigandi Smá-
vina, í samtali við Skessuhorn. Hún
kveðst ekki síst hafa sótt um inn-
göngu vegna þess að Sigríður Erla
Guðmundsdóttir í Leir 7, sem deilir
húsnæði með Smávinum, hefur ver-
ið meðlimur í nokkur ár. „Mér þótti
eðlilegt að sækja um inngöngu úr því
við erum hér undir sama þaki,“ seg-
ir Lára. „Samtökin munu síðan hafa
hendur í bagga með að setja hér upp
fræðsluplaköt um bæði íslenska leir-
inn og skógana, því Sigga vinnur úr
leirnum og ég eingöngu úr íslensku
birki,“ segir hún og kveðst ánægð
að hafa fengið inngöngu í samtökin.
„Því fylgir ákveðinn gæðastimpill og
að baki er langt umsóknarferli. Það er
því afar ánægjulegt að hafa fengið að-
ild að samtökunum,“ segir Lára.
Áratugsafmæli Leirs 7
Við sama tækifæri var boðið til af-
mælisveislu í Leir 7, sem deilir hús-
næði með Smávinum eins og fyrr seg-
ir. Síðastliðinn fimmtudag voru liðin
tíu ár eru síðan Sigríður Erla stofn-
aði fyrirtækið með það að markmiði
að að framleiða vörur úr íslensk-
um leir frá Ytri-Fagradal á Skarðs-
strönd. „Fífldirfska og þakklæti eru
mér efst í huga þegar ég lít til baka
yfir þessi tíu ár frá stofnun Leirs 7,“
segir hún létt í bragði í samtali við
Skessuhorn. „Fífldirfska að því leyti
að hafa ætlað mér að setja upp gall-
erí og lifa af því, með því að vinna
eingöngu með ákveðið hráefni sem
enginn annar er að vinna með. En
þakklæti fyrir að hafa ætt af stað fyr-
ir tíu árum síðan og að enn gangi
allt vel,“ bætir hún við. „Leir 7 hef-
ur vaxið ár frá ári og mér þykir alltaf
vænt um að hafa tekið þá ákvörðun í
upphafi að selja bara í Stykkishólmi,
þó það gæti líka flokkast undir fífl-
dirfsku. Það hefur gert það að verk-
um að fólk gerir sér ferð til að skoða
leirinn og starfsemina,“ segir hún en
kjarninn í starfseminni hefur alla tíð
verið sá sami. „Kjarninn er að nýta
hráefni úr nágrenninu, að það sé
stuttur vegur frá hráefni til fullunn-
ar vöru og þetta sýnilega ferli í fram-
leiðslu. Ég tel mjög verðmætt fyrir
lítið bæjarfélag eins og Stykkishólm
að hafa svona hagleikssmiðjur, bæði
Leir 7 og Smávini,“ segir hún.
Aðspurð um framtíðina kveðst Sig-
ríður ætla að halda áfram að þróa sína
framleiðslu hægt og bítandi. „Leir 7
heitir þessu nafni vegna þess að ég tek
alltaf sjö ár í einu. Árið 2014 endur-
skoðaði ég líf mitt síðast og hugsaði
hvernig ég myndi vilja stefna næstu
árin og gera hlutina. Þá kom Lára inn
á verkstæðið með Smávini og hefur
það verið farsælt samstarf. Sjálf er ég
því í algjöru fríi til 2021, það er ekki
fyrr en þá sem ég þarf að spá í hvað ég
ætla að gera og hvaða stefnu ég ætla
að taka,“ segir Sigríður.
Góður staður
verður enn betri
Það var í nóvember síðastliðnum
að Stykkishólmur Slowly færði
starfsemi sína undir þak með Smá-
vinum og Leir 7 við Aðalgötu 20.
Að fyrirtækinu standa frænkurn-
ar Mæsa og Theó og sérhæfa þær
sig í matar- og menningartengdum
gönguferðum í sátt við samfélag
og náttúru. Göngurnar eru farnar
um Stykkishólm og nágrenni, um
troðnar en helst ótroðnar slóðir.
Gestir fá að kynnast daglegu lífi
og fræðast um mat og menningu
og lögð er áhersla á „slow“ hug-
myndafræðina, þar sem markmiðið
er að njóta í stað þess að þjóta. Lára
í Smávinum hefur á orði að henni
þyki fara vel á að fá Stykkishólm
Slowly undir sama þak og Smávini
og Leir 7. „Sambúðin er góð og ég
sé fram á að hún verði aðeins til
að laða enn fleira fólk inn til okkar.
Fyrirtækin eiga góða samleið, öll
leggja þau áherslu á notalegt and-
rúmsloft. Að fá stelpurnar í Stykk-
ishólmur Slowly hingað inn verð-
ur aðeins til þess að fjölga gestum
og gera góðan stað enn betri,“ seg-
ir Lára að endingu.
Frænkurnar í Stykkishólmur
Slowly tóku virkan þátt í opnun-
arhátíð hagleikssmiðju Smávina
og afmælisveislu Leirs 7. Boðið
var upp á hlýlegar veitingar á sam-
komunni og gestir nutu samver-
unnar og kynntu sér starfsemi fyr-
irtækjanna við Aðalgötu 20.
kgk/ Ljósm. sá.
Hagleikssmiðja Smávina
opnuð í Stykkishólmi
Leir 7 fagnaði tíu ára afmæli við sama tækifæri