Skessuhorn - 13.12.2017, Side 24
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 201724
Vörur og þjónusta
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Drei bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.is
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
www.skessuhorn.is
Þjónustuauglýsingar
Skessuhorns
Auglýsingasími:
433 5500
H P Pípulagnir ehf.
Alhliða pípulagnaþjónusta
Hilmar 820-3722
Páll 699-4067
hppipulagnir@gmail.com
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Sprautu- og bifreiðaverkstæði
Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is
Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti
Þjónustum öll tryggingafélög
Borgarness
Þegar bátarnir liggja við bryggju í
landlegum er oft eitthvað sem þarf
að ditta að í þeim. Þannig var stað-
an þegar Hringur SH lá í Grundar-
fjarðarhöfn á dögunum og nokkr-
ir iðnaðarmannabílar voru uppi á
bryggjunni. Það voru starfsmenn
frá Vélsmiðju Grundarfjarðar
sem voru að vinna við skut skips-
ins á meðan starfsmenn frá Mar-
eind voru við vinnu í brúnni í sigl-
ingatækjunum. Þarna þarf að hafa
hröð handtök því ekki má dragast
að fara á sjóinn aftur enda þarf að
sjá vinnslunni fyrir hráefni.
tfk
Landlegan notuð til aðhlynningar
Endurvinnsluátakinu „Gefum jóla-
ljósum lengra líf – endurvinnum álið
í sprittkertunum“ var ýtt úr vör í lið-
inni viku af Guðmundi Inga Guð-
brandssyni umhverfis- og auðlinda-
ráðherra. Tilgangurinn með átakinu
er að fá fjölskyldur til að skila álinu í
sprittkertum til endurvinnslu og efla
vitund Íslendinga um mikilvægi þess
að endurvinna það ál sem fellur til á
heimilum og hjá fyrirtækjum. Ætla
má að á ári hverju séu notuð um þrjár
milljónir sprittkerta hér á landi. Til
að setja hlutina í samhengi, þá dug-
ar álið úr þremur sprittkertum í eina
drykkjardós og einungis þarf þúsund
sprittkerti til að búa til reiðhjól.
Skila má sprittkertum á um 90
endurvinnslu- og móttökustöðvar
um allt land. Þá gefst fólki kostur
á að setja kertin í grænu tunnurnar
sem eru í boði hjá Gámaþjónust-
unni og Íslenska gámafélaginu. Að
átakinu standa: Endurvinnslan, Fura
málmendurvinnsla, Gámaþjónustan,
Íslenska gámafélagið, Málmsteyp-
an Hella, Plastiðjan Bjarg, Samál –
Samtök álframleiðenda, Samtök iðn-
aðarins og Sorpa.
Ráðist hefur verið í sambærileg
átaksverkefni í Noregi, Finnlandi,
Svíþjóð og á Írlandi og er þetta til-
raunaverkefni hér á landi. Álið sem
safnast verður pressað hjá Furu og
endurunnið hér á landi, en nán-
ar verður tilkynnt um útfærslu þess
þegar söfnunarátakinu lýkur í lok
janúar.
Ál hefur þá sérstöðu að það má
nýta aftur og aftur án þess að það
tapi upprunalegum eiginleikum sín-
um. Einungis þarf um 5% af orkunni
sem fór upphaflega í að framleiða
álið til að endurvinna það. Það þýðir
að mikil verðmæti leysast úr læðingi
við endurvinnslu álsins og færir það
stoðir undir rekstur endurvinnslufyr-
irtækja víða um Evrópu. Þá dregur
orkusparnaðurinn við endurvinnslu
áls verulega úr losun gróðurhúsaloft-
tegunda, enda verður almennt mest
losun frá orkuvinnslunni við fram-
leiðslu áls í heiminum. Átakið hófst í
síðustu viku og stendur til 31. janúar
næstkomandi.
mm
Vilja gefa jólaljósunum lengra líf
Á myndinni eru f.v: Óskar Örn Þórhallsson sem sér um viðskiptastjórnun og gæða-
mál hjá Endurvinnslunni, Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls, Birgir Ásgeir
Kristjánsson framkvæmdastjóri umhverfissviðs Íslenska Gámafélagsins, Líf Lárus-
dóttir verkefnastjóri sölu- og markaðsmála Gámaþjónustunnar og Guðmundur Ingi
Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Um miðjan nóvembermánuð lögðu
konur úr Kvenfélagi Stafholts-
tungna í Borgarfirði land undir fót
og héldu til Barcelóna á Spáni. Þó
dagarnir væri ekki margir reynd-
ist konunum unnt að sjá marga fal-
lega staði og ótrúlegar bygging-
ar. Má þar nefna hið fagra klaustur
Monserrat. Þá heimsóttu þær vín-
ekru og vínframleiðslu, skoðuðu
Sagrada Familia kirkjuna og Güell
garðinn þar sem Gaudi - byggingar
eru. Nutu þær þess einnig að snæða
framandi rétti og einhverjar litu í
búðir enda tilboð í gangi á hverju
götuhorni. Meðfylgjandi mynd-
ir tók Anna Hallgrímsdóttir í ferð-
inni. mm
Kvenfélag Stafholtstungna
brá sér til Barcelóna