Skessuhorn


Skessuhorn - 13.12.2017, Síða 26

Skessuhorn - 13.12.2017, Síða 26
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 201726 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Hvaða bók langar þig að fá í jólagjöf? Spurni g vikunnar (Spurt á Akranesi) Águst Ingi Eyjólfsson Nýju bókina eftir Arnald Indr- iðason. Sesselja Engilbertsdóttir Bækurnar eftir Vilborgu Dav- íðsdóttur og Lilju Sigurðardótt- ur eru efstar á óskalista hjá mér. Fjóla Ásgeirsdóttir Þær eru mjög margar. En Saga Ástu eftir Jón Kalman Stefáns- son er efst á mínum óskalista. Inda Lárusdóttir Bókina eftir Jón Kalman Stef- ánsson. Ásta Jenný Magnúsdóttir Saga Ástu eftir Jón Kalman Stef- ánsson. Snæfell tapaði fyrir Stjörnunni, 75-53, í fremur ójöfnum leik þeg- ar liðin mættust í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik á miðviku- dagskvöld. Leikið var í Garða- bænum og Snæfellskonur mættu fáliðaðar til leiks, með aðeins átta leikmenn á skýrslu. Það skipti engu í upphafi leiks. Snæfell hafði held- ur yfirhöndina framan af fyrsta leik- hluta, leiddi í byrjun leiks áður en Stjarnan jafnaði. Með góðri rispu undir lok fjórðungsins náði Stjarnan sjö stiga forskoti, 20-13. Liðunum gekk illa að skora framan af öðrum leikhluta en um hann miðjan spýttu Stjörnukonur í og voru komnar 21 stigi yfir þegar hálfleiksflautan gall, 44-23. Stjarnan réði áfram lögum og lofum í leiknum í síðari hálfleik en Snæfellskonur virkuðu hálf andlaus- ar og náðu sér aldrei á strik. Stjarn- an hafði 28 stiga forystu að loknum þriðja leikhluta, 63-35. Snæfellskon- ur tóku aðeins við sér í fjórða leik- hluta og minnkaði muninn í 20 stig en voru aldrei líklegar til að þjarma að heimaliðinu. Stjarnan sigraði að lokum með 22 stigum, 75-53. Kristen McCarthy var atkvæða- mest í liði Snæfells. Hún skoraði 30 stig og reif niður 18 fráköst. Berg- lind Gunnarsdóttir skoraði ellefu stig og tók fimm fráköst en aðrar höfðu minna. Danielle Rodrigues var allt í öllu í liði Stjörnunnar og var aðeins einni stoðsendingu frá að setja upp þrennu. Hún skoraði 29 stig, tók tíu fráköst og gaf níu stosð- endingar. Ragna Margrét Brynjars- dóttir var með 15 stig og ellefu frá- köst og Bríet Sif Hinriksdóttir skor- aði 13 stig. Snæfell situr í 7. og næstneðsta sæti deildarinnar með tíu stig eft- ir tólf leiki, tveimur stigum á eft- ir næstu þremur liðum fyrir ofan. Næst leikur Snæfell í kvöld, mið- vikudaginn 13. desember, þegar lið- ið mætir Val á útivelli. kgk Snæfell lá gegn Stjörnunni Kristen McCarthy var eini leikmaður Snæfells sem náði sér eitthvað á strik gegn Stjörnunni. Ljósm. úr safni/ sá. ÍA tók á móti Gnúp- verjum í 1. deild karla í körfuknattleik að kvöldi föstudags. Skemmst er frá því að segja að Skagamenn virkuðu hálf andlaus- ir í leiknum og það kann ekki góðri lukku að stýra. Gnúpverjar stjórnuðu frá upphafi til enda og unnu stórt, 76-100. Gestirnir skoruðu fyrstu stigin en eftir þriggja mínútna leik komst ÍA yfir, 10-8 og var það í fyrsta og síðasta skiptið sem heimamenn leiddu í leiknum. Gnúpverj- ar náðu forystunni að nýju og tólf stiga forskoti með góðri rispu seint í upphafs- fjórðungnum, 19-31. Gestirnir höfðu áfram undirtökin í öðrum leikhluta og Skaga- menn náðu ekki að minnka for- skotið. Þvert á móti juku gestirn- ir að sunnan forskot sitt lítið eitt og leiddu með 15 stigum í hálfleik, 40-55. Skagamenn virtust örlítið spræk- ari í upphafi síðari hálfleik og minnkuðu muninn í tíu stig áður en þriðji leikhluti var hálfnaður. En eftir það datt leikurinn í sama farið og fyrir hlé, Gnúpverjar voru mun sterkari og höfðu 19 stiga for- skot fyrir lokafjórðunginn, 64-83. Skagamenn veittu þeim litla mót- spyrnu í fjórða leikhluta, gestirnir bættu nokkrum stigum til viðbót- ar við forskotið og unnu að lokum stórsigur, 76-100. Marcus Dewberry átti stór- leik og skoraði helming stiga ÍA, eða 38 stig. Hann gaf að auki sjö stoðsendingar, stal sjö boltum og tók fimm fráköst. Andri Jökulsson skoraði 15 stig og tók fimm frá- köst en aðrir leikmenn ÍA náðu sér engan veginn á strik. Everage Lee Richardsson átti risaleik í liði gestanna og var hárs- breidd frá því að setja upp trölla- þrennu. Hann skoraði 43 stig, reif niður 18 fráköst og gaf níu stoð- sendingar, auk þess sem hann stal fjórum boltum. Atli Örn Gunn- arsson kom honum næstur með 24 stig og sjö fráköst en aðrir höfðu minna. Skagamenn sitja sem fyrr einir á botni deildarinnar án stiga þeg- ar einn leikur er eftir fram að jól- um. Sá leikur er Vesturlandsslag- ur á móti Skallagrími í Borgarnesi næstkomandi föstudag. kgk Andlausir Skagamenn lágu fyrir Gnúpverjum Marcus Dewberry átti stórleik í tapi Skagamanna. Ljósm. jho. Á föstudag skrifaði Knattspyrnu- félag ÍA undir samning við fimm ungar og upprennandi knattspyrnu- konur. Þetta eru þær María Mist Guðmundsdóttir, Eva María Jóns- dóttir, Bergdís Fanney Einarsdótt- ir, Hrafnhildur Arín Sigfúsdóttir og Sandra Ósk Alfreðsdóttir. María Mist er yngsti leikmaður hópsins, fædd árið 2001 og nýkomin upp úr 3. flokki. Síðasta sumar spil- aði hún bæði með 2. og 3. flokki auk þess að leika fjóra leiki með meist- araflokki. María Mist skrifaði undir tveggja ára samning. Bergdís Fanney er fædd árið 2000 og hefur undanfarin tvö ár verið fastamaður í liði meistaraflokks. Var hún enn fremur kjörin besti leik- maður meistaraflokks á liðnu sumri. Bergdís Fanney á að baki 14 lands- leiki með U17 og U19 ára landslið- um Íslands og hefur skorað í þeim fjögur mörg. Hún samdi til tveggja ára. Eva María er fædd 1999. Hún var fastamaður í liði 2. flokks kvenna sem hafnaði í öðru sæti í Íslands- mótinu og lék auk þess síðustu leiki sumarsins með meistaraflokki í 1. deildinni. Eva María samdi til tveggja ára. Hrafnhildur Arín er fædd árið 1998. Hún steig upp í sumar og lék síðustu leikina með meistaraflokki í 1. deild kvenna og skoraði eitt mark. Hún gerði eins árs samning. Sandra Ósk er fædd 1999 og á skráða 22 leiki með meistaraflokki ÍA. Hún kom við sögu í flestöllum keppnisleikjum liðsins í 1. deild- inni á liðnu sumri. Sandra samdi til tveggja ára. „Knattspyrnufélag ÍA fagnar þessum samningum sem voru und- irritaðir í dag. Við viljum byggja upp öflugt kvennalið á næstu árum, með því þurfum við að efla stelpurn- ar okkar og gefa þeim verkefni við hæfi. Við viljum óska stelpunum til hamingju með samningana,“ segir í tilkynningu á vef KFÍA. kgk ÍA samdi við fimm knattspyrnukonur María Mist Guðmundsdóttir, Eva María Jónsdóttir, Bergdís Fanney Einarsdóttir, Hrafnhildur Arín Sigfúsdóttir og Sandra Ósk Alfreðsdóttir ásamt Magnúsi Guð- mundssyni, formanni KFÍA, Huldu Birnu Baldursdóttur, framkvæmdastjóra KFÍA og Helenu Ólafsdóttur, þjálfara mfl. kvenna. Ljósm. KFÍA. Skallagrímskonur urðu að játa sig sigraðar, 73-87, þegar þær tóku á móti Íslands- og bikarmeisturum Keflavíkur í Domino‘s deild kvenna síðasta miðvikudag. Mikið jafnræði var með liðunum í upphafi leiks, liðin skiptust á að skora og að leiða. Leikurinn var hraður og bæði lið léku vel. Keflavík leiddi með þremur stigum að upphafsfjórð- ungnum loknum, 19-22. Það sama var uppi á teningnum framan af öðr- um leikhluta. Skallagrímur náði smá rispu og komst yfir áður en Kefla- vík svaraði í sömu mynt og tók for- ystuna að nýju. En um miðjan leik- lutann fóru gestirnir að keyra upp hraðann í leiknum. Keflavíkurkon- ur hittu vel og mikil stemning ein- kenndi leik þeirra. Skallagrímsliðið náði ekki að halda í við þær á loka- spretti fyrri hálfleiks og voru ellefu stigum undir í hléinu, 34-45. Gestirnir komu gríðarlega ákveðnir til síðari hálfleiks og tóku öll völd á vellinum. Keflavík komst 20 stigum yfir um miðjan þriðja leikhluta en með góðri rispu náðu Skallagrímskonur að laga stöðuna fyrir lokafjórðunginn, 52-65. Skalla- grímskonur náðu ekki að gera at- lögu að sigrinum það sem eftir lifði leiks. Þær minnkuðu muninn í tíu stig seint í leiknum en nær komust þær ekki. Keflavíkurliðið var ákveðið í öllum sínum aðgerðum og kláraði leikinn, 73-87. Carmen Tyson-Thomas var at- kvæðamest í liði Skallagríms með 31 stig, 14 fráköst og sex stoðsendingar. Jóhanna Björk Sveinsdóttir skoraði 18 stig, tók tíu fráköst og gaf fimm stoðsendingar og Gunnhildur Lind Hansdóttir var með níu stig. Brittany Dinkins setti upp þrennu í liði Keflavíkur, skoraði 22 stig, gaf ellefu stoðsendingar og tók tíu frá- köst. Thelma Dís Ágústsdóttir var með 15 stig og tólf fráköst, Erna Hákonardóttir 13 stig og Salbjörg Ragna Sævarsdóttir tíu stig og fimm stoðsendingar. Skallagrímur er í 6. sæti deildar- innar með tólf stig eftir tólf leiki, jafn mörg og næstu tvö lið fyrir ofan en tveimur stigum meira en Snæ- fell í sætinu fyrir neðan. Næst leikur Skallagrímur í í kvöld, miðvikudag- inn 13. desember, þegar liðið mætir Stjörnunni í Borgarnesi. kgk Meistararnir of stór biti fyrir Skallagrím Carmen Tyson-Thomas í stífri gæslu í leiknum á móti Keflavík. Ljósm. Kvennakarfa Skallagríms.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.