Skessuhorn


Skessuhorn - 25.04.2018, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 25.04.2018, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 25. ApRÍL 20184 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.976 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.580. Rafræn áskrift kostar 2.337 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.160 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Í daufara lagi Þegar þetta er ritað eru einungis tíu dagar í að frestur til að skila inn fram- boðum til sveitarstjórnakosninga renni út og mánuður til sjálfra kosning- anna. Þó er allvíða sem framboðslistar hafa ekki enn komið fram. Á öðr- um stöðum, svo sem í Borgarbyggð, Grundarfirði og Stykkishólmi, hafa þó að líkindum verið kynntir þeir listar sem í boði verða að þessu sinni, þótt engan veginn sé hægt að fullyrða um það. Á Akranesi er von á að minnsta kosti tveimur til viðbótar við þá þrjá sem komnir eru. Loks verða að líkindum eftir hlé viðhafðar listakosningar í Hvalfjarðarsveit svo dæmi séu tekin af stöðu framboðsmála hér í landshlutanum. Þetta mun þó allt skýrast betur á næstu dögum, allavega ekki síðar en 5. maí þegar fram- boðsfrestur rennur út. Talið er að þjóðin sé haldin kosningaþreytu vegna tíðra alþingiskosn- inga undanfarin ár og líkur á að fáir verði vansvefta yfir stjórnmálum á annars fallegu vori. En deyfð þessi er ekki einungis bundin við almenna kjósendur. Samkvæmt mínum heimildum hefur hjá mörgum af þeim fram- boðum sem nú þegar hafa verið kynnt, gengið illa að manna framboðs- listana. Jafnvel eru dæmi um að hart hafi verið lagt að fólki að halda áfram þátttöku í efstu sætum, þótt það hafi viljað draga sig til hlés. Þrátt fyrir það hefur ekkert prófkjör verið haldið í landshlutanum. Þess í stað hafa flokkar ákveðið röðun á lista í tiltölulega litlum hópum félagsmanna. Skal því engan undra að nýliðun í starfi stjórnmálaafla er lítil. Vandi gömlu flokkanna er því að stórum hluta heimatilbúinn og öðrum er ekki til að dreifa þar sem enginn nennir lengur að stofna sjálfstætt stjórnmálafélag til að bjóða fram í sveitarstjórn. Þetta leiðir til þess að almennur áhugi fyrir stjórnmálum fer þverr- andi. Slíkt er að sjálfsögðu hábölvað og eitur í beinum sannra lýðræðis- sinna. Kannski er hluta skýringarinnar að leita í því að sveitarstjórnarfólk hefur kvartað undan neikvæðri orðræðu og óvæginni umræðu um störf þeirra, einkum á samfélagsmiðlum, þar sem oft er hjólað í manninn í stað málefnisins. Þar verður almenningur náttúrlega að gæta sín. Jafnvel þótt heiðarleg gagnrýni eigi alltaf rétt á sér, verður fólk að vanda orðaval og framsetingu, því stjórnmálamenn eru að sjálfsögðu viðkvæmar sálir líkt og við hin. Líklegt er að þetta hafi haft fælandi áhrif á almennari þátt- töku í stjórnmálum. Niðurstaðan af þessum doða öllum saman leiðir loks til að kosninga- þátttaka minnkar hér á landi jafnt og þétt. Náði sögulegri lægð 2014 þeg- ar hún var einungis 66,5%. Sú staðreynd að þriðjungur kjósenda ákvað að nýta ekki lögvarinn rétt sinn til áhrifa er sorgleg. Einnig er áhyggjuefni að ekki hafa ennþá birst öll framboð, nú réttum mánuði fyrir kosningar. Mér finnst það harla klént þegar menn bera því við að lögbundinn frestur sé ekki liðinn og því liggi ekkert á! Ef metnaðurinn er ekki meiri, er tæplega að vænta mikils slagkrafts þegar á hólminn er komið. Þeir sem gefa kost á sér til starfa í sveitarstjórn taka nefnilega á sig miklar skyldur gagnvart umbjóðendum sínum. Það er því mikilvægt að vel takist til við val (kosn- ingu) á framboðslista, vönduð málefnaskrá sé tímanlega kynnt og ekki síst að nokkrir listar verði í boði til að fólk hafi raunverulegt val. Það er nefnilega svo að það skiptir miklu fyrir alla hvernig haldið er á spöðunum á vettvangi sveitarstjórna þar sem höndlað er með skattpeningana okkar. Ég vil að endingu hvetja fólk til að ræða málefni heimabyggðar við unga fólkið okkar, ekki síst við þá sem nú hafa atkvæðisrétt í fyrsta skipti. Ræðum við unga fólkið um mikilvægi lýðræðis og almennt nauðsyn þess að fylgjast vel með. Þökkum fyrir að lifa í lýðræðisríki og eflum mátt þess og megin með almennri þátttöku þegar okkur gefst tækifæri til áhrifa. Magnús Magnússon. Leiðari Félag framhaldsskólakennara og Félag stjórnenda í framhalds- skólum skrifuðu í gær undir sam- komulag um breytingar og fram- lengingu á kjarasamningi við rík- ið. Skrifað var undir samninginn með fyrirvara um samþykki félags- manna. Launaliður samningsins er til samræmis við launalið þeirra kjarasamninga sem stéttarfélög opinberra starfsmanna hafa skrif- að undir síðustu mánuði. Samn- ingstíminn er stuttur, eða út mars 2019. Í viðauka við samkomulag- ið er fjallað um ferli breytinga á vinnumati. Samhliða kjarasamningi liggur fyrir samkomulag við mennta- og menningarmálaráðherra um að 350 til 400 milljónum skuli varið til endurmats á vinnumati þeirra áfanga sem falla undir meginbreyt- ingu á námstíma til stúdentsprófs. Samningurinn verður nú kynntur félagsmönnum FF og FS og hefur formaður Félags framhaldsskóla- kennara þegar sent bréf á félags- menn og farið nánar yfir sérstök atriði samningsins. mm Framhaldsskólakennarar sömdu Oddur S. Jakobsson hagfræðingur KÍ, Guðbjörn Björgólfsson, Þorbjörn Rúnars- son, Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir, Guðríður Arnardóttir, formaður FF, Elna Katrín Jónsdóttir, Snjólaug Elín Bjarnadóttir formaður FS, Sólveig Ebba Ólafsdóttir og Brynjólfur Eyjólfsson. Að minnsta kosti tvenn hjón, sem bæði reka fyrirtæki á Akranesi, fengu í síðustu viku tölvupósta frá þrjótum sem reyna allt hvað þeir geta til að svíkja út fé. Meðfylgjandi er skjáskot af öðrum tölvupóstinum sem barst eiginkonu ritstjóra Skessuhorns á miðvikudagsmorgni. pósturinn er skrifaður í nafni eiginmannsins sem biður náðarsamlegast um að 18.950 evrur verði millifærðar inn á banka í London. Ástæða er til að vara við skilaboðum frá tölvuþrjótum af þessu tagi, en lögreglu hefur verið gert viðvart og mun rannsaka málið. mm Margvíslegar leiðir reyndar til fjársvika Menningar- og safnanefnd Akra- neskaupstaðar hefur óskað eftir til- lögum almennings til útnefning- ar bæjarlistamanns Akraness fyrir árið 2018. Bæjarlistamaður Akra- ness hefur verið útnefndur árlega frá árinu 1992 þegar Hreinn Elías- son myndlistarmaður hlaut þá við- urkenningu. Leirlistarkonan Kol- brún S. Kjarval var útnefnd bæjar- listamaður Akraness á síðasta ári. Tillögum skal skilað inn rafrænt í gegnum heimasíðu Akraneskaup- staðar fyrir 11. maí næstkomandi. Menningar- og safnanefnd mun fara yfir allar tillögur sem berast og verða niðurstöðurnar kynntar við hátíðlega athöfn á þjóðhátíðardag- inn 17. júní. kgk Óskað eftir tillögum um bæjarlistamann Kolbrún S. Kjarval var útnefnd bæjarlistamaður Akraness 2017. Ljósm. akranes.is. Fyrir fundi sveitarstjórnar Dala- byggðar á þriðjudag í liðinni viku lá bréf frá forsvarsmönnum Nesodda ehf, eiganda reiðhallarinnar í Búð- ardal. Gerð var grein fyrir skulda- vanda félagsins en rekstur þess var í bréfinu sagður stefna í þrot að óbreyttu á næstu vikum yrði ekki brugðist við skuldavandanum. Eig- endur Nesodda ehf. töldu sig geta lagt fram fjórar milljónir króna til að leysa skuldavanda reiðhallarinn- ar. Það eitt og sér dygði þó ekki til. Óskað var eftir stuðningi sveitar- stjórnar vegna málsins, hvort sem var í formi styrks eða hlutafjár. Sveitarstjórn samþykkti að í ljósi þess að reiðhöllin hefur hleypt lífi í hestamennsku í Dalabyggð og vegna þess að hestamenn hafa m.a. sinnt ungmennastarfi af myndar- skap, að styrkja Nesodda ehf. um fjórar milljónir króna. Styrkurinn er skilyrtur því að eigendur Ne- sodda ehf. leggi fram jafn háa upp- hæð og að skuldavandi félagsins verði þar með leystur. mm Reiðhöllin í Búðardal. Ljósm. sm. Komið til móts við fjárhagsvanda Nesodda ehf.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.