Skessuhorn - 25.04.2018, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 25. ApRÍL 2018 23
Krossgáta Skessuhorns
Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Auk þess birtum við lausn á
krossgátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfang-
ið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Athugið að fullt nafn
og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu-
pósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póst-
leggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum
lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessuhorni.
Alls bárust 84 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Þa-
gnargildi.“ Vinningshafi er Sigurður Örn Búason, Dalsflöt 9, 300 Akranesi.
Árstíð
Þusar
Fjöldi
Gætni
Duft
Smeik-
ur
Land-
bára
Amstur
Uggði
Tóm
Afl
Leyfist
Andlits-
svipur
Sjald-
gæfur
For
Illgresi
Törn
Hraun
6
Ólíkir
Sterkur
3
Til
Yfirlit
Auður
5
Læti
Alltaf
Óttaðist
Lokað
Heiti
Ýkjur
Rögg-
semi
Ílát
Kjáni
Holið
þófar
Kaust
Hraði
8 Hár
Kerald
Mjög
Fagur
Tónn
Hnokki
Grugg
1
Tól
Sósa
Teppi
Hópur
Býli
Duft
Fram-
koma
Áar
Snjór
Slá
Tvíhlj.
Röskur
Haka
Minnist
Kögur
Laðar
10
Fyrir
stundu
Runa
Niður
Svall
Sigti
Ann-
ríki
Kven-
fugl
Prik
Eyri
Reykur
6 Mastur
Blóm
Kvað
Spil
Ólán
Yndi
Flet
Hrúgu
Stía
Hlaup
Hýði
Tvíhlj.
Kverk
2 Hæð
Óttast
Víma
7
Lyfti
Ölstofa
Hermir
Friður
Sjóða
Nískur
Ókyrrð
Gott
eðli
Lund
Hrúga
Snjó
4
Býr til
Far
Veð
Ferðir
Ofna
Völlur
9
Átt
Hraði
Sjór
Hvíli
Óhóf
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10
Þ Ó R D U N A S K A R T O K
E L J A A K K U R A U G A
I M Á G Æ T K O S T U R P
M O R F N U T U Á S N Ó A
E F I A L I R Ö R N Ö G L
R I T R H U R R A S Á L
L J Ó S T A S K O R A T A
I T Í A E L Ö Ð L A S T
S T E L P U R L I E R J A
T Í M I P R J Á L G Ö R
E S J A I A N K A F F I
E R T A N R Æ R A R A N N
Þ Á S N Ö G G Í S S N
E R K Á Ó Ð J Ó K S T K U
G N A U Ð T A K E Y R U
J A S K A R R U I L Æ N A
A R T A R Ú R T L Ð N G
K A N N D Á I A I A A
Þ A G N A R G I L D I
L
A
U
S
N
Ú
R
S
ÍÐ
A
S
T
A
B
L
A
Ð
I
Dagana 28.apríl til 8. maí munu
samtökin Blátt áfram í áttunda sinn
taka höndum saman og standa fyr-
ir landssöfnun félagsins með sölu
á ljósi sem jafnframt er lyklakippa.
Blátt áfram eru frjáls félagasamtök,
fjármögnuð af frjálsum framlögum
og styrkveitingum, vinna faglegt
forvarnarstarf gegn kynferðislegu
ofbeldi á börnum í þeirri von um að
einn daginn verði ekkert barn beitt
þessu hræðilega ofbeldi. Ljósasal-
an er stærsta fjáröflun félagsins og
fer fram um allt land á þessu tíma-
bili. Allur ágóði sölunnar mun
renna beint í fræðslustarf félags-
ins. Takið vel á móti sölufólki okkar
um allt land og hjálpaðu okkur að
stöðva kynferðisofbeldi gegn börn-
um. Vertu verndari - kauptu ljósið.
Söluaðilar okkar á Akranesi verður
Fimleikafélag Akraness í stúlkna-
flokki 1, 2, og 3.
-fréttatilkynning
Blátt áfram selur ljós
Kæra Steinunn!
Þegar ég las greinina frá þér í síðasta
Skessuhorni, kannaðist ég við tóninn
og hugsun ykkar hestafólks. Það eru
líklega engir sem þekkja betur tillits-
leysið og ósvífni hestamanna, en við
hér í Grenigerði. Okkar reynsla er
að þar sem hestar eru er ekki pláss
fyrir annað og fleira.
Virðingarfyllst,
Páll í Grenigerði
Pennagrein
Vegna
skotæfinga-
svæðis
Ég tók mig til og skoðaði pistlana
mína í tilefni af því að þeir fylltu tug-
inn. Tilefnið var líka að enginn nefndi
það að síðasti pistill hefði hjálpað sér
sem ég kýs að skilja þannig að fólk
hafi almennt annað hvort vitað allt
sem ég sagði eða ekki þurft á því að
halda. Sem er frábært! Síðasti pistill
var sem sagt um orkuleysi eða öllu
heldur hvernig við getum byggt upp
orku þegar við erum orkulaus. Niður-
lagið var „þetta er ekkert flókið“ sem
er villandi því að orkuleysi getur ein-
mitt stafað af mjög flóknum orsök-
um. Ég vildi ekki gera lítið úr því og
hvet fólk til að leita læknis ef það er
óeðlilega orkulaust áður en það ger-
ir annað. Ráðin sem ég gaf voru ein-
föld en ekkert endilega sérlega auð-
veld að fara eftir, eins og það að fara
fyrr að sofa, það eru ótrúlega margir
í þeirri glímu að ná ekki þeim svefni
sem þeir þurfa. Einföld ráð eru svo-
lítið eins og skipunin sem Óli Þórð-
ar gaf sínum mönnum um árið: „farið
inn á völlinn, skoriði mörk og vinn-
ið leikinn.“ Mjög einfalt og auðskilið
en einhverra hluta vegna gerðist það
ekki, ekki þá að minnsta kosti.
Þegar ég leit yfir pistlana sá ég
að þeir fjalla flestir um eitthvað sem
eykur orku, í merkingunni, lífsgleði,
hamingju og áhuga. Fyrsti pistillinn
(des. 2017) fjallar um góðvild til an-
narra sem bætir heilsu okkar sjálfra
og hamingju. Streita og hvernig við
getum snúið henni okkur í hag og
forðast þannig orkuleysi af hennar
sökum var í jólablaðinu. Sjálfsvin-
semd sem er undirstaða þess að hlúa
að okkur sjálfum, hlaða batteríin og
forðast þannig að fara í þrot, var efnið
í janúar. Hvað ætli fólk haldi? fjall-
ar um gildi og hugrekki. Það að hug-
sa um gildin gefur lífinu merkingu og
tilgang sem á endanum gefur glam-
pa í augun og aukinn þrótt. Þau hjál-
pa okkur að leggja línur í lífinu og
greina á milli smámuna og þess sem
skiptir máli. Hugrekki þarf gjarnan til
að taka af skarið ekki síst ef breytin-
garnar eru erfiðar eða sárar. Þó að það
geti verið gott og þroskandi að slíta
sambandi sem ekki er að virka eða
hætta í vinnu sem dregur þig niður,
þá krefst það hugrekkis og bjartsýni.
Það að gera slíkar breytingar er líka
eitt form sjálfsgóðvildar.
Styrkleikarnir 24 birtust í 5. tölu-
blaði. Það að finna og vinna með
styrkleikana hækkar sjálfstrú, sjálf-
straust og virkar líka til að gefa lífinu
tilgang og merkingu. Það að vinna
með þá eykur heilsu og hamingju
á ýmsan hátt. Hugarfar grósku
er bætir enn í þessa blöndu, tveir
pistlar (7. og 11.tbl.) fjölluðu um
hugarfar (e. mindset) enda er það
gríðarlega mikilvægt bæði fyrir
einstaklinga og samfélög af öllum
stærðum sem vilja blómstra. Gil-
di, styrkleikar og hugarfar eru un-
dirstaða undir þær breytingar sem
við viljum gera á lífi okkar, bæði
með því að gefa skýrari sýn á hvert
við viljum fara og ekki síður gefa
okkur tól og tæki til
að fara þangað.
Afturbataamman
fjallar um uppeldi og
samskipti en það hvernig við berum
gildi og hugafar milli kynslóða er að
mínu mati grundvöllur samfélagsins
og það viðmót og viðhorf sem hvert
barn mætir mótar það og þess velferð
langt fram á ævina, þar til það tekur
uppeldið í eigin hendur og mótar sig
sjálft. pistlarnir mínir eru ætlaðir þess-
um fyrrum börnum, okkur sjálfum,
til að breyta okkur til hins betra, ekki
síst sjálfri mér sem er „verk í vinnslu“
eins og allir hinir.
Síðasti pistill um orku og sjálf-
stjórn talaði inn í þessa breytingaáæt-
lun hvers og eins, enduruppeldið eða
hvað þið viljið kalla það. Til að gera
breytingar á lífstíl þarf í raun síst vil-
jastyrk heldur frekar að skilja hvert
þú vilt fara og af hverju. Viljastyrkur
er reyndar ekki það sem við höfum
haldið, heldur líkari því að hafa orku
til framkvæmda, meðal annars með
því að borða grænmetið, fá frískt loft í
lungun og fara að sofa í hausinn á þér
eins og mömmur okkar sögðu. Þessa
orku þarftu til að geta breytt því sem
þú þarft eða vilt til að halda áfram að
þroskast sem manneskja og verða sát-
tari í lífinu, sem ég er viss um að allir
vilja. Hamingja er ólík viljastyrknum,
þú þarft heldur ekki að óttast að klára
hana því það er nóg til. Þú tekur hel-
dur ekkert frá öðrum þó þín aukist,
þvert á móti smitast hún áfram og
heildargleðin eykst. Hamingja vinn-
ur með okkur, eykur heilbrigði bæði
líkamlegt og andlegt (sem er auðvitað
af sama meiði), við lifum lengur og
líður betur. Hamingja er í alvörunni
ótæmandi auðlind, hversu frábært er
það?
Steinunn Eva Þórðardóttir
Skoraðu!
Heilsupistill Steinunnar Evu