Skessuhorn


Skessuhorn - 25.04.2018, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 25.04.2018, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 25. ApRÍL 2018 9 Verkalýðsfélag Akraness, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar, VR, FIT Félag iðn- og tæknigreina, Kennarasamband Íslands og Sjúkraliðafélag Íslands standa fyrir dagskrá á hátíðar- og baráttudegi verkafólks 1. maí. 1. MAÍ AKRANESI! Félagsmenn fjölmennið! 1. maí-nefndin Safnast verður saman við Kirkjubraut 40 kl. 14:00 og genginn hringur á Neðri-Skaga. Undirleik í göngu annast Skólahljómsveit Akraness. Að göngu lokinni hefst hátíðardagskrá í sal Verkalýðsfélags Akraness á 3ju hæð Kirkjubrautar 40. Ræðumaður dagsins: Vilhjálmur Birgisson Kvennakórinn Ymur syngur nokkur lög Kaffiveitingar Athugið! Frítt í bíó fyrir börnin í Bíóhöllinni kl. 15:00 SK ES SU H O R N 2 01 8 Framkvæmdastjórar allra flokka sem sæti eiga í nefnd forsætisráð- herra um fjármál stjórnmálaflokka, lýsa í tilkynningu sem þeir hafa sent frá sér, andúð á óhróðri og undir- róðursstarfsemi í kosningabaráttu og ásetja sér að vinna gegn slíku. „Kosningabarátta í aðdraganda kosninga er lykilþáttur í lýðræðis- legri stjórnskipan og mikilvægt að hún sé málefnaleg og reglum sam- kvæm svo að kjósendur geti tek- ið upplýsta ákvörðun. Nafnlaus óhróður eða undir fölsku flaggi á ekki að líðast. Við framkvæmda- stjórar eða fulltrúar flokkanna átta sem sæti eiga þingi, erum sammála um að girða þurfi fyrir að áróður og óhróður, sem enginn veit hver hefur í frammi eða kostar, birtist um alla samfélags,- fjölmiðla- og myndbandaveitur, án þess að hægt sé að kalla neinn til ábyrgðar.“ Þá segir í yfirlýsingu fram- kvæmdastjóranna að kosningabar- átta sé margslungið samtal þjóðar- innar og þar eigi stjórnmálaflokk- arnir alls ekki að vera einráðir. „Lög um hvernig kosningabarátta er rek- in og fjármögnuð, þurfa því að ná yfir alla sem heyja slíka baráttu, en ekki aðeins flokkana sjálfa, enda séu lögin í samræmi við tjáningarfrels- isákvæði og góða lýðræðisvenju. Það er markmið okkar að finna leiðir í þeirri vinnu sem við eigum fyrir höndum til að auka gagnsæi og ábyrgð allra sem vilja hafa áhrif á kosningar. Nú er hafin barátta fyrir sveitarstjórnarkosningar á Ís- landi. Það er von framkvæmda- stjóra flokkanna að sú barátta verði sönn, gegnsæ og málefnaleg og að öll framboð taki stöðu með flokk- unum sem undir þetta rita um það markmið.“ Undir yfirlýsinguna rita: Björg Eva Erlendsdóttir, form. frkvstj. Vinstri grænna. Þorgerður Jóhannsdóttir, skrif- stofustj. Samfylkingar. Birna Þórarinsdóttir, frkvstj. Við- reisnar. Hólmfríður Þórisdóttir, fulltrúi. Miðflokksins. Erla Hlynsdóttir, frkvstj. pírata. Helgi Haukur Hauksson, frkvstj. Framsókn. Magnús Þór Hafsteinsson, fulltrúi Flokks fólksins. Þórður Þórarinsson, frkvstj. Sjálf- stæðisflokksins. mm Stjórnmálaflokkar lýsa andúð á óhróðri og undirróðsstarfsemi Framsóknarfokkurinn í Borgar- byggð samþykkti framboðslista fyr- ir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí næstkomandi á félagsfundi sem haldinn var sl. föstudag. Guðveig Anna Eyglóardóttir skipar áfram forystusæti listans og í þriðja sæti er Finnbogi Leifsson bóndi í Hítar- dal. Nýir fulltrúar skipa önnur af efstu sætum listans. Davíð Sig- urðsson bóndi og framkvæmda- stjóri Hjólbarðaþjónustu Harðar er í öðru sæti og í fjórða sæti listans er Sigrún Sjöfn Ámundadóttir lög- reglumaður og körfuboltakona. Í heild er listinn þannig: Guðveig Anna Eyglóardóttir, sveit- arstjórnarfulltrúi og hótelstjóri Davíð Sigurðsson, framkvæmda- stjóri og bóndi Finnbogi Leifsson, sveitarstjórn- arfulltrúi og bóndi Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, lög- reglumaður og körfuboltakona Orri Jónsson, verkfræðingur Sigrún Ólafsdóttir, bóndi og tamn- ingamaður Einar Guðmann Örnólfsson, sauð- fjárbóndi Kristín Erla Guðmundsdóttir, hús- móðir og húsvörður Sigrún Ásta Brynjarsdóttir, nemi Hjalti Rósinkrans Benediktsson, umsjónarmaður kennslukerfa pavle Estrajher, náttúrufræðingur Sigurbjörg Kristmundsdóttir, við- skiptafræðingur Jóhanna María Sigmundsdóttir, fyrrverandi alþingismaður Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, nemi Þorbjörg Þórðardóttir, eldri borg- ari Höskuldur Kolbeinsson, bóndi og húsasmiður Sveinn Hallgrímsson, eldri borg- ari Jón G. Guðbjörnsson, eldri borg- ari. mm Framsóknarmenn í Borgar- byggð ákveða framboðslista Fjögur efstu á lista Framsóknarflokksins í Borgarbyggð. F.v. Davíð Sigurðsson, Guðveig Anna Eyglóardóttir, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Finnbogi Leifsson. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Lausar stöður í Grunnskóla Borgarfjarðar Grunnskóli Borgarfjarðar er þriggja starfstöðva grunnskóli í Borgarbyggð með um 200 nemendur. Starfstöðvar hans eru á Kleppjárnsreykjum, Varmalandi og Hvanneyri. Einkunnarorð skólans eru gleði, heilbrigði og árangur og eru þau höfð að leiðarljósi í öllu starfi skólans. Fyrir næsta skólaár vantar starfsmenn í eftirtaldar stöður: deildarstjóri• umsjónarkennari• sérkennari• list-og verkgreinakennari• tómstundafræðingur• Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi KI og launanefndar sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til 10. maí nk. Menntunar og hæfniskröfur: Leyfisbréf grunnskólakennara/háskólamenntun í tómstundafræði• Hæfni í mannlegum samskiptum• Áhugi og metnaður fyrir að starfa með börnum og ungmennum• Jákvæðni og lipurð í samskiptum• Framtakssemi og sjálfstæði í vinnubrögðum• Metnaður í starfi• Mikilvægt er að umsækjandi sé tilbúinn að vinna eftir stefnu og gildum skólans. Sjá heimasíðu www.gbf.is. Í samræmi við jafnréttisstefnu Grunnskóla Borgarfjarðar og Borgarbyggðar eru jafnt karlar sem konur hvött til að sækja um störf hjá sveitarfélaginu. Umsóknum skal skilað skriflega til skólastjóra með upplýsingum um menntun, réttindi og starfsreynslu, ásamt ábendingu um meðmælendur. Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir skólastjóri í síma 847-9262/ 433-7300 netfang: ingibjorg.inga@gbf.is. Grunnskóli Borgarfjarðar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.