Skessuhorn


Skessuhorn - 25.04.2018, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 25.04.2018, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 25. ApRÍL 201824 Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmar 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com SK ES SU H O R N 2 01 7 Sprautu- og bifreiðaverkstæði Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti Þjónustum öll tryggingafélög Borgarness Skagabraut 6, Akranesi - sími: 431-5110/666-5110 www.smaprent.is - smaprent@smaprent.is Hönnum, prentum og merkjum fyrir einstaklinga, hópa, félög, samtök og fyrirtæki Smáprent Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Íbúar eiga að hafa fullan rétt til aðkomu að ákvörðunum sem þá varðar og vitneskju um hvernig og hvers vegna slík- ar ákvarðanir hafa verið teknar. Gögn og upplýsingar sem liggja til grundvallar ákvörðunum skulu ávallt vera aðgengilegar og upplýs- andi með fjölbreyttum hætti nema lög krefjist leyndar. Samkvæmt 103. gr. sveitarstjórn- arlaga er sveitarstjórn til að mynda skylt að upplýsa íbúa sína um áætl- anir sem og einstök mál sem hafa verulega þýðingu fyrir sveitarfé- lagið. Hvernig tryggjum við öruggt upplýsinga- flæði til íbúa? Við teljum að með því að nýta raf- ræna stjórnsýslu getum við tryggt aðgengi að opinberum upplýsing- um og þjónustu og aukið aðkomu almennings að stefnumörkun og ákvarðanatöku sveitarfélagsins Borgarbyggðar. Koma verður heimasíðu Borg- arbyggðar í ásættanlegt horf, hún verði farsímavæn og einfölduð verulega. Einnig þarf að tryggja að öll opinber skjöl og fundargögn, sem ekki krefjast leyndar, verði birt á heimasíðu og gerð aðgengi- leg öllum til að tryggja upplýsta umræðu. Nauðsynlegt er að tengja málsnúmer og tilvísanir í rafræn- um fundargerðum við rétta slóð á heimasíðu til að auðvelda íbúum leit að gögnum. Borgarbyggð á að opna bókhald sitt betur með rafrænum hætti og sýna helstu bókhaldslykla með auðskiljanlegum hætti, t.d. gagn- virkt og myndrænt á heimasíðu. Þar á að vera hægt að bera sam- an tekjur og gjöld síðustu ára og í framtíðinni á að vera hægt að skoða einstaka útgjaldaliði. Þetta hafa t.d. Reykjavíkurborg og Akureyrarbær gert með mynd- arbrag. Við þurfum að hafa í huga að meðhöndlun og miðlun upp- lýsinga er lykilþáttur í stjórn- sýslu og þjónustu við almenn- ing. Þess vegna þurfum við að tryggja að ferlar við upplýsinga- gjöf í stjórnsýslunni séu gagnsæ- ir og rekjanlegir. Allir eigi þess kost að fylgjast með ákvörðunum og aðgerðum Borgarbyggðar. Valdefling íbúa á að vera leiðarljós þeirra sem hið póltíska vald hafa. Eiríkur Þór Theodórsson. Höf. skipar 3. sæti VG í Borgarbyggð. Tryggt aðgengi að ákvarðanatöku Pennagrein Pennagrein Pennagrein Akranes er fjölskylduvænn bær og hér er gott að búa. Hér er fall- egt umhverfi, gott mannlíf, frá- bær uppeldisskilyrði fyrir fólk með börn, góðir skólar og afar öflugt íþrótta- og tómstundastarf. Fast- eignaverð hefur verið hagstæðara en í nærliggjandi sveitarfélögum og margt sem lokkar fólk hingað á Skagann. Hér eru góðir leik- og grunnskólar og öflugur fjölbrauta- skóli, lítið atvinnuleysi og nálægð- in við höfuðborgarsvæðið er kost- ur fyrir þá sem kjósa að vinna þar. Allt þetta gerir það að verkum að æ fleiri velja sér Akranes til búsetu. Skólarnir okkar eru mikilvæg- ir í lífi hvers bæjarbúa og það má segja að hjarta hvers bæjar sé innan veggja þeirra. Þar liggur okkar auð- ur og því er gríðarlega mikilvægt að þar sé tryggt umhverfi fyrir alla, bæði börn og starfsmenn. Öll vilj- um við að börnin okkar séu ánægð og að þeim líði vel bæði í leik og starfi. Þau eiga að eiga griðastað í skólanum. En það á einnig við um starfsmenn skólans, við viljum að þeirra umhverfi sé öruggt og að þeim líði vel í vinnunni. Kennarastarfið hefur tekið miklum breytingum sl. ár og er að sönnu mjög mikið álagsstarf. Það er að sögn kennara bæði flóknara og erfiðara en áður og því fylgir andlegt og líkamlegt álag. Sam- kvæmt vef Landlæknisembættis- ins hafa kennarar verið áberandi í hópi þeirra sem leita til Virk starfs- endurhæfingar. Margir úr þeim hópi glíma við kvíða, andlegt álag og vefjagigt og þessi hópur skarar fram úr hvað þetta varðar miðað við aðra háskólamenntaða hópa. Það þarf að viðurkenna að þetta mikla álag sé til staðar og koma fram með aðgerðir til að koma í veg fyrir frekari kulnun í starfi og flótta úr stéttinni. Það þarf að hlúa betur að kennurunum okkar en gert hefur verið og gera þeim enn betur kleift að sinna því hlutverki sem við ætlumst til af þeim sem er að fræða ungviðið okkar, mennta það og þroska. Máttarstoðir alls skólastarfs eru kennararnir og forsenda góðs skólastarfs er að þeir séu vel menntaðir og hæfir til starfa. Kennaramenntunin er sá horn- steinn sem allt starf skólans byggir á þrátt fyrir mikilvægi allra annarra starfa innan skólans. Akranes getur státað sig af því að hlutfall mennt- aðra kennara er með því hæsta sem þekkist á landinu, þetta á bæði við um leik – og grunnskólakennara. Þessu getum við verið stolt af en við verðum að vera vakandi fyrir því að aðstæður starfsfólks séu við- unandi, bregðast við ef svo er ekki. Það er nauðsynlegt til að halda okkar góða fólki í starfi. Liv Åse Skarstad Höf. skipar 3. sæti á lista Fram- sóknar og frjálsra á Akranesi Skólarnir okkar Þann 21. mars sl. birtist grein hér í Skessuhorni sem kallaðist „Hamfarir af mannavöldum“. Greinina skrifar Haraldur Benediktsson 1. þingmað- ur NV-kjördæmis. Þar talar hann um ýmiskonar rekstrarvanda sem út- gerðin á við að etja: „..Verkfall sjómanna, lækkandi verð á fiski, staða gengismála og sú staðreynd að veiðigjöld voru að stór- hækka. Tekjur ríkissjóðs af veiði- gjöldum hækka gríðarlega á milli ára, á sama tíma og afkoma útgerðar hrynur“. Hann lítur á þetta sem hamfarir. Veiðigjöldin hækka milli ára, voru 4,6 milljarðar fiskveiðiárið 2016/2017 *), og voru orðin 5,35 milljarðar fyr- ir hálft fiskveiðiárið 2017/2018. **). Greinarhöfundi finnst rétt að lækka veiðigjöldin til að bjarga útgerðar- félögunum. Inntakið í rökstuðn- ingnum fyrir lækkuðum veiðigjöld- um er minnkaðar tekjur útgerðar- innar vegna gengisþróunar annars- vegar og hækkun olíu sem minnkar hagnað þeirra hinsvegar. Haraldur segir: „Tekjur í sjávarút- vegi drógust saman um 25 milljarða króna eða 9% milli áranna 2015 og 2016. Tekjur lækkuðu hlutfallslega mest hjá sjávarútvegsfyrirtækjum með mestu aflaheimildirnar“. Tekjur og hagnaður sjávarútvegsins Hann nefnir hvergi í greininni heim- ildir, en á vef Fiskistofu má finna innihaldið í þessari töflu: Tekjurnar dragast saman um (258-220) / 258 = 15% milli áranna 2015 og 2016. Haraldur segir 9%, en ég veit ekki hvaðan hann hefur sínar tölur. Í töflunni má líka sjá að tekjurnar hafa dregist saman um (241-220) / 241 = 9% á tveimur árum. Og ef farið er aftar í tímann eru tekjurnar af sjávarútvegi nokkuð stöðugar og hagnaðurinn sömuleiðis. Þarna má sjá að tekjurnar árið 2010 voru 220 milljarðar, nákvæmlega jafn mikl- ar og 2016. Þetta var í tíð vinstri stjórnarinnar. Hún hækkaði veiði- gjöldin. Í lok kjörtímabilsins voru þau mun hærri en þau eru núna. Það var fyrsta verk stjórnar Sjálf- stæðis og Framsóknar árið 2013 að lækka veiðigjöldin. Eins og sést á töflunni, voru engar hamfarir akk- urat í kortunum hjá útgerðunum á þeim tíma. Það er eftir að vita hverjar tekj- urnar verða 2017, en þó að þær haldi áfram að dragast saman um einhverja tugi milljarða, þá er ekki hægt að líta á það sem hamfarir. Raunverulegar hamfarir En það má lesa úr töflunni að á einu ári hafa orðið hamfarir. Það var árið 2008, þegar Geir Haarde gat ekki annað en beðið Guð að blessa Ís- land, því það var allt að fara á haus- inn eftir 18 ára stjórnartíð Sjálf- stæðisflokksins. ***) Árið 2008 voru tekjur sjávarútvegsins 173 milljarð- ar, en hagnaðurinn -156 milljarðar. Þarna eru hamfarir. Kvótakerfið skapar hamfarir. En ekki þessar sem Haraldur talar um. Þegar kvótakóngur í sjávarútvegs- plássi ákveður að selja kvótann, skilur hann fólkið eftir atvinnulaust og með verðlausar eignir í hönd- unum. Það eru hamfarir. Þessu þarf að breyta. Það þarf að gera mönnum erfiðara að selja kvótann milli landsfjórðunga. Það verður að binda hann meira við byggðirnar. Það myndi minnka hagnaðarvon útgerðarmanna, en það eru ekki hamfarir. Niðurlag: Ég mæli með að við notum ekki of dramatísk orð í stjórnmálaumræð- unni. Það er oft ástæða til að nota þau, en ekki um mögulegan, minnk- andi hagnað útgerðarmanna. Kveðja, Reynir Eyvindsson, Akranesi. *) sjá http://www.fiskistofa.is/fiskveidistjorn/ veidigjold/ **) fiskveiðiárið er frá 1 sept til 31 ágúst. ***) Ath, ef menn hugsa núna að það hafi alls staðar verið hrun, þá er það ekki rétt. Hér var hrunið miklu verra en annarsstaðar. Ís- land þurfti aðstoð AGS. Eina vestræna landið sem hefur þurft aðstoð þaðan. Grikkland kemst næst Íslandi. En þar, eins og á Íslandi, var stjórnað af fádæma ábyrgðarleysi fyrir hrun. Hamfarir í orðavali !"#$%&'$()'%*#+#,-'%$./0#1%$2(3%* Ár Tekjur Hagnaður 2008 173 -156.4 2009 205 28.6 2010 220 33.3 2011 263 44.9 2012 265 46.5 2013 271 60.7 2014 241 36.3 2015 258 48.3 2016 220 52.8

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.