Skessuhorn


Skessuhorn - 25.04.2018, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 25.04.2018, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 25. ApRÍL 201814 Embætti lögreglustjórans á Vestur- landi tók til starfa 1. janúar 2015 í kjölfar þess að gerðar höfðu ver- ið breytingar á embættum sýslu- manna með stofnun sjö nýrra lög- regluembætta í landinu sem tóku við starfsemi lögreglu sem áður til- heyrðu embættum sýslumanna. Fyr- ir stofnun embættisins voru þrír lög- reglustjórar starfandi á Vesturlandi. Höfðu þeir aðsetur á Akranesi, í Borgarnesi og Stykkishólmi. Aðal- stöð lögreglustjóra er nú í Borgar- nesi og aðrar lögreglustöðvar eru á Akranesi, í Ólafsvík, Grundarfirði, Stykkishólmi og Búðardal. Úlfar Lúðvíksson gegnir starfi lögreglu- stjóra en var áður sýslumaður á pat- reksfirði og Ísafirði og lögreglu- stjóri á Vestfjörðum. Þar áður var hann skrifstofustjóri og staðgeng- ill sýslumannsins í Reykjavík. Úlfar hefur nú gegnt starfinu í á fimmta ár og segir nokkuð góða reynslu komna á nýtt embætti og þær sam- einingar sem áttu sér stað sem hann segir hafa verið framfaraspor í lög- gæslumálum hér á landi. Verkefni við sameiningu voru mörg og huga þurfti að ýmsum þáttum í rekstri nýs embættis. Blaðamaður Skessuhorns settist í liðinni viku niður með Úlf- ari á skrifstofu hans og ræddi með- al annars um sameiningu lögreglu- liða, nýja lögreglusamþykkt, helstu verkefni lögreglunnar á Vesturlandi og þær áskoranir sem fylgja aukinni umferð. Endurnýjaður tækjabúnaður og vinnuaðstaða Það var ákvörðun innanríkisráðu- neytisins á sínum tíma að hafa að- alstöð lögreglunnar á Vesturlandi í Borgarnesi. Í aðdraganda þess var það gagnrýnt af bæjaryfirvöldum á Akranesi sem töldu eðlilegt að nýr lögreglustjóri ætti sína bækistöð í langfjölmennasta sveitarfélaginu. „Ég hafði sjálfur lagt það til á loka- metrunum en geri og gerði, eftir að ákvörðun hafði verið tekin um hvar höfuðstöðvarnar ættu að vera, engan ágreining um það, enda Borgarnes ágætlega í sveit sett að þessu leyti.“ Úlfar segir að núningur um staðar- valið hafi ekki haft neikvæð áhrif á samstarf og samvinnu við sveitarfé- lög og samstarf við þau hefur verið gott frá stofnun embættisins. Lögreglustöðin í Borgarnesi er í sama húsi og skrifstofa sýslumanns. Eftir að Úlfar tók við sem lögreglu- stjóri hefur öll aðstaða lögreglu breyst til batnaðar í Borgarnesi og á Akranesi þar sem segja má að lög- reglustöðvar hafi verið svo gott sem endurnýjaðar. Frá skrifstofunni hans er gott útsýni yfir fjörðinn og yfir í Hafnarfjallið. Stólar með há- bleikum bökum eru allt í kringum fundarborð á skrifstofunni og Úlfar útskýrir að þeir hafi nú átt að vera grátóna. Þetta hafi hins vegar verið það sem hann fékk sent frá verslun- inni; „og ég var ekkert að leiðrétta það,“ segir hann glettinn. Hon- um finnst mikilvægt að lögreglu- menn og aðrir starfsmenn embætt- isins hafi góða vinnuaðstöðu og að tækja- og búnaðarmál séu í lagi. „Ég sé jákvæða kosti í því að bjóða upp á þrifalega og huggulega vinnuað- stöðu og skreyta veggi með líflegum ljósmyndum. Tæki og annar búnað- ur þarf að vera í lagi ekki síst vegna öryggis lögreglumannsins. Á síðasta ári var fjárfest fyrir á sjötta tug millj- óna. „Þetta eru uppsafnaðar þarfir til margra ára,“ segir Úlfar. Ríkislögreglustjóri þarf að standa betur við áætlanir Fyrir nokkrum dögum fékk emb- ættið afhentan nýjan lögreglubíl af gerðinni Volvo V90 Cross Country sem er sérhannaður bíll fyrir lög- reglu. Úlfar segir þetta vera hluti af því að hafa vinnuaðstöðu lögreglu- manna góða. „Bíllinn er þeirra vinnu- tæki og þetta snýst meðal annars um að fólki líði vel í vinnunni og að ör- yggi starfsmanna sé sem best tryggt.“ Lögreglubíllinn er örlítið frábrugð- inn eldri lögreglubílum í útliti. Hann er með samevrópskum merkingum sem er nýtt útlit hjá lögreglunni hér á landi. Merkingarnar hafa betra end- urskin, eru einfaldari í litasamsetn- ingu og sjást af lengra færi. Lögreglu- bíllinn hefur það þó fram yfir bílinn á almenna markaðinum að hafa sér- útbúið rafkerfi, bremsur, öflugri vél og sérstyrkta fjöðrun. Hann hefur þegar verið tekinn í notkun víðsveg- ar um Norðurlönd og í Evrópu. Bíll- inn er árgerð 2017 og átti upphaf- lega að koma til lögreglunnar síðasta sumar en er nú loks kominn. Úlfar segir að embætti ríkislögreglustjóra þurfi að standa betur við sínar áætl- anir við endurnýjun ökutækja lög- reglu; „en auðvitað tökum við nýja bílnum fagnandi,“ bætir hann við. Ný lögreglusamþykkt í undirbúningi „Ég geri ráð fyrir að lögreglumenn í nýju liði finni til aukins styrks í stærri hópi. Vinnustaðurinn er stærri og það er jákvæð breyting,“ segir Úlf- ar. Hann bendir á að áður fyrr hafi verið nokkur rígur á milli lögregl- unnar í Borgarnesi og lögreglunnar á Akranesi. Það sé liðin tíð. Þá geti lögreglulið víðs vegar um landshlut- ann leitað ráða hjá kollegum sínum á öðrum lögreglustöðvum embætt- isins. Þetta leiði til betri samvinnu og betri löggæslu í landshlutanum. „Á Akranesi erum við með öfluga starfsemi og kröftuga rannsóknar- deild og hún verður þar áfram, því verður ekki breytt.“ Úlfar segir það heyra til undantekninga að kvartanir rati inn á hans borð og engar vegna sameiningarinnar. Hans tilfinning sé að íbúar í umdæminu og starfsmenn séu ánægðir með breytingarnar. „Ég held að sameiningin hafi verið til bóta,“ segir Úlfar staðfastur. Embættið hefur nú nýlega kynnt sveitarfélögum tillögu að nýrri lög- reglusamþykkt fyrir umdæmi lög- reglu en í dag eru í gildi fjórar lög- reglusamþykktir en sveitarfélögin eru tíu á starfssvæðinu. Úlfar bind- ur vonir við að það taki ekki langan tíma fyrir sveitarfélögin að komast að samkomulagi um sameiginlega lögreglusamþykkt sem dómsmála- ráðuneytið þarf síðan að staðfesta. Það gerðu sveitarfélög á Suðurlandi seint á síðasta ári og vonir standa til þess að sveitarfélög á Vesturlandi fylgi því fordæmi. Lögreglusamþykktir eiga sér stoð í lögum um lögreglusamþykktir en í þeim er kveðið á um það sem varð- ar allsherjarreglu hjá viðkomandi sveitarfélögum og ástæða þykir til að setja um reglur. Í lögreglusamþykkt má finna reglur nærsamfélagsins; svo sem um óspektir á almannafæri, leyfilega staði til að tjalda á, um með- ferð dýra, umferðarreglur og margt fleira. Lögreglusamþykkt sem gilti fyrir öll sveitafélögin í umdæmi lög- reglunnar á Vesturlandi væri til bóta fyrir lögreglu og alla þá sem fara um umdæmið, ekki bara þá sem hér dvelja til lengri eða skemmri tíma. „Það væru jákvæð áhrif af samein- ingunni. Ég á ekki von á öðru en að lögreglusamþykktirnar verði sam- einaðar í eina.“ Þarf að fjölga mennt- uðum lögreglumönnum Eins og önnur embætti finnur lög- reglan á Vesturlandi fyrir því að mannafla skortir. „Það vantar áþreifanlega fleiri lögreglumenn. Það finna öll embætti fyrir því,“ segir Úlfar. Það þurfi þó fjármagn til að fjölga í liði lögreglunnar sem er ekki alltaf fyrir hendi. „Ég myndi alveg þiggja fleiri lögreglumenn í vinnu. Það þarf klárlega að fjölga menntuðum lögreglumönnum. Við reynum að manna hvern útkallsbíl með tveimur lögreglumönnum og það gengur oftast upp á suðursvæði embættisins en síður á öðrum stöð- um. Ég deili þeirri útbreiddu skoð- un innan lögreglunnar að tveir lög- reglumenn starfi ávallt saman á út- kallsbíl. Það er skoðun þeirra sem þekkja til lögreglustarfa.“ Umferðaröryggi helsta áhyggjuefnið Helstu verkefni lögreglunnar á Vest- urlandi snúa að umferðinni. Í vetur hafa raddir verið háværar þar sem hluta Vesturlandsvegar um Kjalar- nes er lýst sem ónýtum vegi. Þessu er Úlfar sammála en hann sér margt við veginn sem honum finnst algjör- lega óásættanlegt. Í vætutíð séu að- stæður beinlínis hættulegar þar sem rásirnar á veginum fyllist af vatni. „Maður ekur ekki í vatnsrásunum, heldur bílnum utan þeirra þá nærri miðlínu vegar eða út við vegöxl. Þetta er ekki traustvekjandi.“ Um- ferðarþungi á veginum hefur jafn- framt aukist gríðarlega á síðustu árum, með komu fleiri ferðamanna til landsins. Úlfar bendir á að yfir- borðsmerkingar séu lélegar á mörg- um stöðum og þeir sem ekki þekkja vel til, ekki síður en staðkunnug- ir, gætu lent í vandræðum vegna þessa. Það vanti miðlínur og enda- línur og stundum vegstikur. „Það dregur verulega úr lífslíkum mínum þegar ég er á ferð um úrsérgengna þjóðvegi. Vegagerðin er oftast sein til með slíkt viðhald. Ég hef þó átt í góðum samskipum við Vegagerðina sem virðist þjökuð af fjárskorti.“ Stjórnvöld bregðast seint við aðsteðjandi vanda Snemma árs 2017 kom lögregl- an á Vesturlandi fram með tillögur að heppilegum áningarstöðum við þjóðveginn og kynnti fyrir Vega- gerð og Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi. Úlfar segir að lögregl- an hafi þannig sýnt ákveðið frum- kvæði en ekkert hefur frést frekar af því máli. „Við reynum hinsvegar að hreyfa við málum sem eru ekki beinlínis á okkar sviði en geta haft jákvæð áhrif í öryggisátt.“ Tilfellið sé að stjórnvöldum á hverjum tíma gengur erfiðlega að sjá hluti fyrir og bregðast við aðsteðjandi vanda tím- anlega. „Það þarf oft eitthvað að fara úrskeiðis til að einhverju verði gert,“ segir Úlfar og tekur dæmi um bana- slysin á Grindavíkurvegi. Á þriggja mánaða tímabili létust tveir í bíl- slysum á sama vegarkafla. Snemma á þessu ári varð banaslys á Kjalar- nesi, þar sem karlmaður á fertugs- aldri lést. Eftir slysið urðu raddir íbúa Vesturlands háværari um end- urbætur á Vesturlandsvegi. Það er þó enn óséð hvort farið verði í fram- kvæmdir á næstunni. „Íbúar þessa „Sameining lögregluembættanna hefur verið til bóta“ Rætt við Úlfar Lúðvíksson um helstu verkefni lögreglunnar á Vesturlandi Úlfar Lúðvíksson hefur verið lögreglustjóri á Vesturlandi undanfarin fjögur ár. Hann segir sameiningu lögregluembættanna á Vesturlandi hafa tekist vel og sé mjög jákvæð breyting. Lögreglan á Akranesi fékk nýverið afhentan nýjan lögreglubíl. Bíllinn er með sam- evrópskum merkingum og sérhannaður lögreglubíll. Ljósm. Björn Andrésson. Bundnar eru vonir til þess að nýr ómerktur myndavélabíll tempri hraðann á þjóð- vegunum. Hér má sjá myndavélabúnaðinn sem um ræðir. Ljósm. úr safni Skessuhorns.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.