Skessuhorn


Skessuhorn - 25.04.2018, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 25.04.2018, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 25. ApRÍL 2018 21 Samfylking og óháð bjóða fram lista í sveitarstjórnarkosningum í Borgar- byggð. Þar er á ferðinni einbeittur hópur sem sér hag í því að sveitar- félagið nýti þau miklu og fjölbreyttu tækifæri sem blasa við. Það eru tæki- færi til að bæta þjónustu og bú- setuskilyrði, byggja upp innviði og mannauð og ekki síst til að efla sam- tal og samvinnu í Borgarbyggð. Áherslur framboðsins verða á ráð- deild í fjármálum, bætta þjónustu og uppbyggingu í sinni víðustu mynd. Með skýrri markmiðasetningu í anda þess sem gert var á síðasta kjörtíma- bili í sameiginlegu verkefni sveitar- stjórnar sem kallað var „Brúin til framtíðar“, aðhaldi og sókn er hægt að styrkja enn frekar fjárhag Borg- arbyggðar. Jafnframt þyrfti að taka varfærin en ákveðin skref í að draga úr gjöldum, lækka fasteignaskatta og gera þannig Borgarbyggð alla að enn álitlegri búsetukosti. Í því sam- hengi er nauðsynlegt að efla stjórn- sýsluna til þess að takast á við auk- in og flóknari verkefni tengd skipu- lagsmálum. Það er hægt að gera með áherslu á mannauðs- og gæðamál, skilgreina og bæta verkferla ásamt því að innleiða umbótamiðað verk- lag innan stjórnsýslunnar. Vaxandi þörf fyrir afgreiðsluhraða og flók- in úrlausnarefni eru langt frá því að vera einskorðuð við Borgarbyggð og því væri áhugavert að kanna möguleikann á því að stofnað verði stoðsvið skipulagsmála á Vesturlandi í gegnum Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, SSV. Þannig væri hægt að efla þjónustu í skipulagsmálum á hagkvæmari hátt sem og að efla enn frekar samvinnu sveitarfélagana. Við þurfum að leggja ofurkapp á uppbyggingu húsnæðis við sem flestra hæfi og laða til okkar fólk sem vill taka þátt í uppbyggingu samfélagsins. Sem samfélag þurfum við að setja okk- ur markmið varð- andi íbúafjölgun, fjölgun atvinnu- tækifæra, móttöku ferðamanna og ánægju íbúa. Það þarf ekki einung- is að auka kraftinn í skipulagsmál- um eða fegra umhverfi, heldur þarf að leggja áherslu á upplýsinga- og kynningarmál. Við þurfum að efla upplýsingagjöf sveitarfélagsins inn á við og útá við og varpa ljósi á þau lífsgæði sem við íbúar í Borgarbyggð þekkjum svo vel. Við eigum að standa stolt þegar við kynnum öðr- um þau tækifæri sem felast í búsetu í Borgarbyggð allri. Með því að fjölga nýjum íbúum, aukum við tekjur og getum staðið undir bættri þjónustu á fleiri sviðum. Eitt mikilvægasta verkefni Borg- arbyggðar er lærdómssamfélagið, skólarnir. Í skólastefnu sem unnið er eftir til ársins 2020 er undirstrik- uð nauðsyn þess að þeir hafi frelsi og tækifæri til nýsköpunar í skóla- starfi og til að efla sitt innra starf. Við bakið á þeirri stefnu þurfum við að standa. Það er ekki síður mikil- vægt að bæta aðstöðu bæði nemenda og starfsfólks. Þess vegna viljum við að standa vel að þeim framkvæmd- um sem nú eru að hefjast, byggingu á fjölnota sal við Grunnskólann í Borgarnesi og leikskóla á Klepp- járnsreykjum. Huga þarf að viðhaldi og endurbótum í öðrum skólum, skólalóðum og íþróttamannvirkjum um allt sveitarfélagið. Með skýru samtali, markmiðasetningu og fram- tíðarsýn getum við farið í uppbygg- ingu í Borgarbyggð allri því tæki- færin eru sannarlega til staðar. Magnús Smári Snorrason Höfundur skipar oddvitasætið fyr- ir Samfylkinguna og óháð í komandi sveitarstjórnarkosningum í Borgar- byggð. Byggjum upp á góðum grunni Pennagrein Kvikmyndahátíðin WideScreen Film & Music Video Festval fór fram í Miami í Flórídafylki í Banda- ríkjunum um þarsíðustu helgi. Á hátíðinni fékk Knútur Hauk- stein Ólafsson, kvikmyndagerðar- maður á Akranesi, verðlaun fyrir bestu klippingu á tónlistarmynd- bandi. Verðlaunin hlaut hann fyrir myndband við lagið Hope með ís- lensku hljómsveitinni Major pink, en Knútur leikstýrði einmitt því myndbandi. Knútur var að vonum hinn ánægðasti og í ræðu sem hann flutti við þetta tækifæri þakkaði hann og sagðist deila verðlaununum með samverkamönnum sínum við klipp- ingu myndbandsins. Þeir ættu jafn- mikið í verðlaununum og hann sjálfur. Þess má til gamans geta að myndbandið við lagið Hope hefur um þrjú þúsund áhorf á YouTube myndbandaveitunni og kostaði að sögn Knúts innan við 15 þúsund krónur að búa til. Á hátíðinni sigr- aði það meðal annars myndband sem hefur yfir tvær og hálfa milljón áhorfa á YouTube og kostaði marg- falt meira í framleiðslu. kgk Verðlaunaður fyrir bestu klippingu tónlistarmyndbands Knútur Haukstein Ólafsson, kvikmyndagerðarmaður á Akranesi, þakkar fyrir sig á kvikmyndahátíðinni. Í vikunni tók ég þátt í minni fyrstu íbúakosningu hér á Akranesi. Ég kaus um það hvort úr sér gengið steinsteypt mannvirki sem hefur ekki lengur notagildi fái að standa sem minnisvarði. Til hamingju bæj- aryfirvöld – nú getur enginn sagt að ekki ríki íbúalýðræði á Akranesi! Í síðustu viku fór ég líka í fjöru- ferð með litla drengnum mín- um og ömmu hans í Krókalónið. Krókalónið sem bráðum verður ekki lengur lón. Sem bráðum verð- ur fyllt upp í til þess að standa und- ir öðru steinsteyptu mannvirki sem mun um tíma hafa notagildi – þar til það hefur það ekki lengur. Ætli þegar þar að kemur verði íbúakosning um hvort það mann- virki fái að standa áfram sem minn- isvarði? Það er alveg nóg af einstökum fjörum hérna á Akranesi til að skot- tast í. Við fjörulallarnir getum bara farið í Steinsvör eða Skarfavör á meðan þær fá að standa í friði. Ég vil allavega bara fyrir mitt leyti koma því á framfæri að mér finnst algjör óþarfi að við íbúarnir kjósum um það hvort náttúrulegur hluti af strandlengjunni okkar fari undir óafturkræfa landfyllingu því það er svo borðleggjandi að það þarf ekki einu sinni að kjósa um það. Tinna Steindórsdóttir Höf. er íbúi á Akranesi. Strompaðu þetta! Pennagrein Blakdeild Ungmennafélags Grundarfjarðar stóð fyrir árlegu kótilettukvöldi í sal Fjölbrauta- skóla Snæfellinga síðasta vetrar- dag. Þá voru bornar fram góm- sætar kótilettur í raspi, kartöflur, grænar baunir, rauðkál og bráð- ið smjör. Allur ágóði af kvöldinu rann til blakdeildar en stutt er síð- an stelpurnar komu úr dýru ferða- lagi frá Norðfirði þar sem þær tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í 3. deild. Góð mæting var enda margir hrifnir af þessum kræsing- um. tfk Kótilettukvöld blakstelpna Eins og glöggir vegfarendur hafa tekið eftir eru veggirnir á húsnæði Hraðfrystihúss Hellissands á Hell- issandi að taka á sig breytta mynd þessa dagana. Listamennirnar sem þarna eru að verki koma allsstað- ar að úr heiminum. Flestir erlend- ir, en þeir taka þátt í nýju verkefni Hellissandur; Street Art Capital of Iceland. Hugmyndina að þessu fékk Kári Viðarsson, leikari og at- hafnamaður fyrir nokkrum mán- uðum og er það nú komið í fram- kvæmd. Von er á átta listamönnum í sumar og munu þeir verja allt frá einni og upp í sex vikum hver við að vinna að þessu verkefni. Flestir lista- mennirnar sóttu um að fá að taka þátt í verkefninu í gegnum alþjóð- leg samtök sem heita ArtTrvl en það eru samtök listamanna sem sækjast eftir því að ferðast um heiminn og taka þátt í verkefnum sem þessum í leiðinni. Munu þeir mála myndir tengdar þjóðsögum af svæðinu og er vinna hafin við myndir úr sögu Axlar Björns og mun hún klárast á næstu dögum. Sögurnar sem verkin á húsnæði hraðfrystihússins munu byggjast á eru Bárðar Saga Snæfellsbáss, sagan af Axlar Birni, Fróðárundrin, Ferð- in að miðju jarðar eftir Jules Verne og sagan af því þegar geimverur áttu að lenda á Snæfellsjökli 5. nóvember 1993. Í framhaldi af þessu verða svo nokkrar fleiri byggingar á Hellis- sandi skreyttar af vegglistaverkum, meðal annars gamla slökkvistöðin við Naustabúð. þa Listaverk sett á veggi fyrirtækja

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.