Skessuhorn


Skessuhorn - 25.04.2018, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 25.04.2018, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 25. ApRÍL 20186 Samið um tjald- stæðarekstur DALIR: Sveitarstjórn Dala- byggðar bauð nýverið út rekstur tjaldsvæðisins í Búð- ardal. Auglýst var eftir áhuga- sömum aðilum í Dalapósti og á vef Dalabyggðar. Tilboð bárust frá Gaflfelli ehf ann- ars vegar og Anne Carolin A Baare-Schmikt hins vegar. Aflaði ferðamálafulltrúi sveit- arfélagsins umsagna tveggja utanaðkomandi aðila um um- sóknirnar, en auk þess lagði sveitarstjórn sjálfstætt mat sitt á umsóknirnar. Sveitarstjórn komst að þeirri niðurstöðu að samið yrði við Anne Car- olin A Baare Schmith. Í fund- argerð sveitarstjórnar seg- ir: „Sveitarstjórn metur um- sóknirnar jafngildar og sam- þykkir að ganga til samninga við Anne Carolin A Baare- Schmidt sem komið hefur að rekstrinum síðasta árið.“ Var það samþykkt með fimm at- kvæðum, en bæði Eyþór Jón Gíslason og Valdís Gunnars- dóttir véku af fundi við af- greiðslu málsins þar sem þau hafa tengsl við sitthvorn til- boðsgjafann. -mm Halda aðalfund Samfylkingar- innar NV-KJÖRD: Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Norð- vesturkjördæmi boðar til að- alfundar sunnudaginn 6. maí kl. 12-16 í Landnámssetr- inu í Borgarnesi. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Guðjón Brjánsson, þing- maður kjördæmisins, ávarp- ar fundinn og tekur þátt í umræðum. „Þeir félagsmenn sem hafa hug á að bjóða sig fram eða tilnefna í stjórn, eða til annarra embætta sem kosið verður um hafi sam- band við undirritaðan fyrir 3. maí nk. Tillögur að laga- breytingum þurfa að ber- ast undirrituðum fyrir 25. apríl n.k. í netfangið olafur- ingigudmundsson@hotmail. com. Stjórn kjördæmisráðs hvetur alla félagsmenn til að mæta á aðalfundinn og taka þátt í undirbúningi og um- ræðum vegna komandi sveit- arstjórnarkosninga,“ segir í tilkynningu frá Ólafi Inga Guðmundssyni sem sæti á í kjördæmisráði. -fréttatilk. Nýjar samþykktir DALIR: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyt- ið hefur staðfest og birt í Stjórnartíðindum nýja sam- þykkt um stjórn Dalabyggð- ar og kemur hún í stað fyrri samþykktar frá 2013. Meðal breytinga í nýrri samþykkt er að reglulegir fundir sveitar- stjórnar verða haldnir ann- an fimmtudag hvers mán- aðar og fundir byggðar- ráðs verða að jafnaði haldn- ir fjórða fimmtudag hvers mánaðar. Þá verður núver- andi menningar- og ferða- málanefnd skipt upp í tvær nefndir, menningarmála- nefnd og atvinnumálanefnd. Frá þessu var greint á vef Dalabyggðar. -mm Áskriftarverð SKESSUHORN: Áskrift að Skessuhorni hækkar um næstu mánaðamót um 5% og tekur mið af þróun vísitölu frá því verð breyttist síðast árið 2016. Almenn áskrift að blaði er nú 2.976 krónur á mánuði, en 2.580 kr. til elli- og örorkulíf- eyrisþega. -mm Innritun í leik- skóla lokið AKRANES: Á fundi skóla- og frístundasviðs Akranes- kaupstaðar nýverið var greint frá því að innritun í leikskóla haustið 2018 er nú lokið. Börn fædd í janúar, febrúar, mars og apríl 2017 hafa ver- ið innrituð í skólana. „pláss og mönnun gefur tækifæri til að bjóða börnum fæddum í maí 2017 leikskólavist. Sú ráðstöf- un mun ekki fela í sér kostn- aðarauka,“ segir í fundargerð. „Skóla- og frístundaráð sam- þykkir að börnum fæddum í maí 2017 verði boðið leik- skólavist haustið 2018.“ -mm Opið hús á Staðarfelli DALIR: Mánudaginn 30. apríl kl. 18:30 býðst Dala- mönnum og nágrönnum tæki- færi til að ganga um húsnæði fyrrum Húsmæðraskólans á Staðarfelli í boði Byggðasafns, Héraðsskjalasafns, Ríkiseigna og Dalabyggðar en með dygg- um stuðningi Sveins og Þóru bænda á Staðarfelli. Dagskrá- in hefst á að Bogi Kristinsson byggingafulltrúi mun í stuttu máli segja frá byggingunni og Valdís Einarsdóttir safnvörð- ur og héraðsskjalavörður segja frá aðdraganda að stofnun skólans og sögu skólans. -mm Samkomulag hefur náðst um kaup Eyja- og Miklaholtshrepps á hlut- um Borgarbyggðar, Dalabyggð- ar og Snæfellsbæjar í húseignum Laugargerðisskóla. Skólinn var á sínum tíma rekinn af sveitar- félögunum fjórum en undanfarin ár hefur reksturinn verið í hönd- um Eyja- og Miklaholtshrepps. Nemendur skólans koma úr Eyja- og Miklaholtshreppi og gamla Kolbeinsstaðahreppi, sem nú til- heyrir Borgarbyggð. Um skóla- göngu þeirra í Laugargerði gild- ir þjónustusamningur milli Eyja- og Miklaholtshrepps og Borg- arbyggðar. „Sveitarfélögin fjög- ur sem áður stóðu sameiginlega að rekstri Laugargerðisskóla eru öll eigendur að húsakosti skól- ans, með mismunandi hlutfalli. Eyja- og Miklaholtshreppur á núna 43% af húseignunum. Það sem eftir stendur skiptist á milli hinna sveitarfélaganna,“ segir Eggert Kjartansson, oddviti Eyja- og Miklaholtshrepps, í samtali við Skessuhorn. „Allt þetta kjörtíma- bil og meira að segja lengur hef- ur verið samtal í gangi milli sveit- arfélaganna um kaup Eyja- og Miklaholtshrepps á eignarhluta hinna sveitarfélaganna. Nú hef- ur samkomulag náðst. Ég er mjög ánægður með að þetta sé loksins í höfn og það ríkir samstaða um þetta mál meðal þessarra fjögurra sveitarfélaga,“ bætir hann við. Sama höndin eigi og reki skólann Eggert telur eðlilegast og heilla- vænlegast til frambúðar að sveit- arfélagið sem rekur skólann sé einnig eigandi skólahúsanna. „Það er erfitt að hreppurinn sjái um og kosti viðhald á eignum sem hann á ekki einu sinni helming- inn af. Á næstu árum liggur fyrir að fara þurfi í töluvert viðhald, til dæmis skipta um þak á íþróttahús- inu. Við fengum tilboð í það verk fyrir sumarið sem hljóðaði upp á 15 milljónir króna. Ákveðið var að hætta við það að sinni, m.a. af því að ekki var búið að ganga frá eignaskiptingunni. Það er erfitt að réttlæta að sveitarfélagið leggi út fyrir svona miklum viðhalds- kostnaði nema það eigi eignirn- ar. Ekkert sveitarfélag myndi gera það,“ segir hann. „Þegar á að setja pening í viðhald eigna þá er eðli- legt að eignirnar séu á sömu hendi og þeirri sem sér um að reka þær,“ bætir hann við. Sveitarfélögin eru eitt af öðru að afgreiða málið fyrir sitt leyti þessa dagana. Kveðst Eggert eiga von á því að samningar verði und- irritaðir á næstunni. kgk Eyja- og Miklaholtshreppur kaupir húsnæði Laugargerðisskóla Laugargerðisskóli í Eyja- og Miklaholtshreppi. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.